Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. ANDREW ENGLANDSPRINS ORÐINN18 ÁRA Hinn myndarlegi prins Englands er orðinn fullorðinn. Hann átti nýlega átján ára afmæli og stendur næstur bróður sinum Charles til erfða. Ennþá er Andrew í heimavistarskóla í Skotlandi, en það er einmitt sami skólinn og Charles stóri bróðir var í. En i þá daga voru þar aðeins drengir. Nú hafa stúlkur fengið þar inngöngu og virðast allir una vel við þá skipan mála, sem kannski er ósköp eðlilegt. Andrew er mjög vinsæll meðal stúlkn- anna i skólanum og kalla þær hann „hinn yndislega”. Það eru sérstaklega þær Ijóshærðu sem hafa hlotið náð fyrir augum prinsins. Með titilinn og þetta glæsilega útlit sem förunauta, fær hann ekki frið fyrir stúlkunum, enda hefur hann átt margar. vinkonurnar. Hann skilur eftir brostin stúlkna- hjörtu hvar sem hann kemur og virðist ekkert ætla að festa sig fyrir aldur fram. Hann er nú talsvert líkur stnra bróður. 1» Það leynir sér ekki að prinsinn er orðinn mesti myndarpiltur. Hver myndi ekki vilja eiga svona myndarlegan vin og prins í þokkabót. Hver er þessi gamla og hrukk- Þessi gamla, hrukkótta og gráhærða kerling er ekki alveg eins gömul og hún lítur út fyrir að vera, því þetta er engin önnur en Jayne Meadows. Jane Meadows er eiginkona Steve Allen, og litur þannig út eftir að tvær förðunar- stúlkur höfðu eytt þremur klukkustund- um I að breyta henni. Og hver var svo tilgangurinn? Jú, Jayne átti að leika Florence Nightingale, 85 ára aðaldri. STÆRSTA GRÝLUKERH DANA Nýlega birtist þessl mynd i dönsku blaði og á henni heldur strákur á stærsta grýlukerti sem þar hefur fundizt. Þetta grýlukerti er 184 cm að lengd og er 5 kg. að þyngd svo það skal engan undra þótt ungi maðurinn eigi í nokkrum erfiðleik- um með að halda á þvi. H Muna ekki allir eftir henni Lucy Ball? Fyrir nokkrum árum voru sýndir hér skemmitþættir með henni i sjónvarpinu og voru mjög vinsælir. í Bandarikjunum virðist Lucy alltaf vera jafn vinsæl og alltaf öðru hverju eru þættirnir hennar sýndir þar og vekja hlátur og ánægju allra semá horfa. K Dyan Cannon, fyrrverandi eiginkona leikarans Cary Grant, virðist vera að koma ár sinni allvel fyrir borð. Hún stóð sig vel sem mótleikari Warren Beatty i myndinni Himinninn má biða og ekki siður fer gott orð af henni sem kvik- myndaleikstjóra. Kvikmyndaleikkonan Joan Crawford nefndi ekki tvö elztu börnin sln, sem voru fósturbörn hennar, á nafn i erfða- skránni sinni. Þeim stóð vitanlega engan veginn á sama þar sem um var að ræða háar peningaupphæðir. Nú hefur annað þessara barna, Christina, skrifað bók um hvernig Joan Crawford var sem móðir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.