Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 34

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 34
Erlend myndsjá Englendingar og trar eru þekktir fvrir knattspyrnuáhuga sinn og láta fátt trufla sig á leikjum. Þessi fáklæddi áhorfandi náði þó að „stela senunni” um stund og höfðu menn gaman af uppátxkinu. Til þess að gæta alls velsæmis hafði áhorf- andinn hatt á höfði. Betty Ford fv. forsetafrú Banda- ríkjanna komst í fréttir á nýjan leik vegna lyfjaneyzlu og áfengisdrykkju, sem keyrði úr hófi fram. Frúin fór sjálfviljug á sjúkrahús, þar sem reynt verður að koma henni á réttan kjöl á ný. Nixon fv. Bandaríkjaforseti hefur lítið sézt síðan hann hrökklaðist úr embætti. Þessi mynd var þó tekin af honum nýverið er hann heimsótti dóttur sina Triciu og mann hennar. Ed. Cox. Versta járnbrautarslys á Ítalíu í mörg ár varð fyrir skömmu er lest fór út af teinunum og önnur ók síðan á hina fyrri. Tugir manna fórust og á annað hundrað slösuðust. brautarlestir taki upp á þvi að sýna sjálfstætt. Það kemur þó fyrir og þessi sýndi jafnvxgisæfingar á slá. Engin skaðaðist í æfingum lestarinnar. Óhug setti að itölsku þjóðinni er tilkynning barst um að Aldo Moro hefði verið llflátinn og liki hans síðan fleygt í Duchessavatn. Mikil leit var gerð að likinu en það fannst ekki, enda kom í Ijós að hér var um gabb að ræða. A myndinn má sjá hermann við leitina á vatninu. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRlL 1978. Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að vera blaðaljósmyndari. Hér my ndari nokkur i London þótti gerast of nærgöngull. Sá sem sótti svo í sitjanda fvrir líkamsárás. fékk sitjandinn t.d. á þvi að kenna er Ijós- Ijósmyndarans var handtekinn og ákærður Sovétrikjunum, en þær hafa árangurslaust reynt að komast úr landi til Valentíns eiginmanns Ludmilu Agapovu, sem flúði til Svíþjóðar árið 1973. Ludmila sést hér á myndinni en hana tók vestrænn Ijósmyndari er blaðamenn ræddu við hana í Moskvu. Tengdamóðir Ludmilu, Antonina, reyndi að fremja sjálfsmorð fyrr í mánuðinum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.