Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 36
36 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. „Unga fólkið metur gamla muni mikils og umgengst þá með virðingu” LJÖSMVNIDIR: BJAhNLEIFUR BJARNLclFSSON hefur bjöllur á dyrunum, þannig að hún heyrir upp á loft ef einhver viðskipta- vinur kemur inn I búðina. — segir fomsali í höfuðborginni Gamlir „servantar” hafnir til vegs og virðingar í nýtízku sumarbústöðum „Bæði er að fólk kemur hingað með staka hluti sem það gjarnan vill selja og einnig kaupi ég oft hluti úr dánarbúum. Ég flyt líka inn muni frá Danmörku, þar sem ég rak fornverzlun um fjögurra ára skeið,” sagði Magnea Bergmann sem rekur fornverzlun að Laufásvegi 6. Magnea tekur einnig gripi I umboðssölu. „Mér finnst gamlir munir hér á íslandi yfirleitt ekki eins vel farnir eins og I Danmörku. Fólk hefur ekki um- gengizt gamla hluti hér með sömu virðingu og þar. Þetta er nú samt óðum að breytast og ég held að það sé unga fólkið sem er að breyta þessu. Margt ungt fólk metur gamla muni mikils og umgengst þá af þeirri virðingu sem þeim ber,” sagði Magnea. 1 fornverzluninni kenndi margra grasa. Þar voru margir snotrir gripir, en þar var einnig mikið af dóti sem trúlega gengur seint út. Þarna voru nokkrir forj stofuspeglar, kallaðir „konsulspeglar”. „Speglarnir heita bara speglar, það er hillan eða skápurinn sem undir þeim er, sem kallaður er „konsull”,” sagði Magnea. Ekki vissi hún hvernig nafngiftin er til komin. Verðið á speglunum var frá 30 og upp i 65 þúsund kr. Uppi á vegg var liúll veggskápúr mcð koparlömpum, Ijómandi snotur og yfir hundrað ára gamall, að sögn Magneu. Hann kostaði 30 þúsund kr. Líklega hefur sá sem hann smiðaði á öldinni sem leið, ekki fengið margar krónur fyrir hann og líklegl er að smiðurinn hefði varla trúað að skápurinn ætti eftir að vcrða boðinn til sölu á 30 þúsund kr. Þarna voru nýuppgerð „renesans"-hús- gögn með útskornum örmum og' gulu pluss-áklæði, sófi og þrír stólar á 590 þúsund. Einnig annað gamali sófasen, litið og nett, nýuppgert, með rauðu plussáklæði og kostaði 390 þúsund. Þessi húsgögn voru innflutt frá Danmörku. Mahoniborð á einum fæti sporöskjulagað, mjög vel larið, kostaði 60 þúsund, annað maghoniborð, einnig sporöskjulagað, en á fjórum löppum með hillu, kostaði 59 þúsund. Þarna var ógrynni af stökum postulinsmunum, diskar, föt könnur, sykurkör, undir- skálar, bollar, blómsturvasar, tarínur o. fl. Magnea sagði að oft kæmi fyrir að fólk fengi hjá sér staka postulinsmuni sem vantaði inn i stell. Þarna voru lika heilu matarstellin — eitt mjög fallegt úr finasta Bavaría-postulíni og kostaði með öllu tilheyrandi 45 þúsund. Gamlar postulinskaffikönnur voru margar til og kostuðu yfirleitt 1900 kr. stykkið. Nokkuð var til af gömlum silfurplett borðbúnaði og kostuðu súpuskeiðar og matargafflar 500 kr. stykkið. „Hérna er eldgamalt „servant”sett. Fólk er spennt fyrir þessu i sumar- bústaði.” sagði Magnea um leið og hún sýndi okkur fornfálegt þvottasett — sem eflaust hefur þjónað I „vinnukonu”- herbergi fyrr á öldinni. Það kostaði einar litlar 15 þúsund kr. Silfur-plett vasar og skálar með gleri i hafa náð vinsældum á nýjan leik og kostuðu vasarnir 9.500 og skálarnar 15þúsund. Magnea hefur verið með verzlun sina á Laufásveginum I tvö ár en þá keypti hún húsið fyrir niu milljónir króna. Það er upp á tvær hæðir, með risi og kjallara. Verzlunin var áður til húsa á Týsgötu, þar sem Magnea hefur nú lager. „Það er ekki meira að gera en svo að verzlunin ber ekki neina aðstoð,” sagði Magnea, sem býr uppi á loflinu. Hún lesið mér til I bókum. En þegar maður fer að vinna við þetta kemur þetta nokkuð fljótt. Maður lærir að þekkja gamla muni sem eru verðmætir. Eg var með fornverzlun I Kaupmannahöfn i ein fjögur ár. Fyrst var ég með list- og hann- yrðaverzlun á Vesterbrogade 125. Hún gekk ekki vel. Flutti ég mig þá yfir götuna á númer 122 og opnaði forn- verzlun. Þá kom I Ijós að ég hafði verið „vitlausu megin við götuna” því verzl- unin gekk miklu betur á nýja staðnum. Ég fluttist til islands fyrir fjórum árum og fór þá að verzla á Týsgötunni,” sagði Magnea. Nú fer aðaltimi vorhreingerninga og flutninga I hönd. Fólk ætti að athuga I geymslum sinum hvort þar leynist ekki einhver „dýrgripurinn” sem koma mætti I verð. Víða erlendis eru haldnar „bílskúrs- sölur”. Þá safnar fólk saman ýmsu dóti Margir eiga gömul þvottabretti I fórum sínum. Þetta er dálltið sérstakt, þvi það er allt úr tré. Sá er smíðaði þennan skemmtilega veggskáp á sínum tima hefur liklega ekki látið sér detta í hug að smiðisgripurinn yrði einhvern timann boðinn til kaups fyrir 30 þúsund krónur! Magnea Bergmann heldur þarna á eldgömlum vasa, bláum að lit. Það er hægt að þekkja glermuni sem eru frá þvi fvrir aldamótin á þvi að þeir eru hrufóttir i botninn. „Nei, ég er ekki „lærð” I að þekkja Svona „servantar” eru eftirsóttir I nitízku sumarbústaði. Upphaflega hefur þessi fornmuni ekki annað en það sem ég hef líklega verið 1 kvistherbergi „vinnukonunnar”.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.