Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 24.04.1978, Blaðsíða 40
Heimild til verkfallsá Suðurnesjum: „EINS HIA OKKUR OG VESTFIRDINGUM" — sagði Karl Steinar Guðnason í morgun „Við viljum vera við öllu búnir," sagði Karl Steinar Guðnason. for- maður Verkalýðsfélags Keflavikur og nágrennis, í morgun. „Á fundi í félag inu í kvöld verður beðið um verkfalls- heimild handa stjórn og trúnaðar- mannaráði. Þelta verður þá eins hjá okkur og Vestfirðingum." „Á Vestfjörðunt áttu félagsstjórnir að hafa fengið verkfallsheimild fyrir 24. april. Þetta þýðir ekki, að fljótlega verði verkfall hvorki hjá okkur né Vestfirðingum," sagði Karl Steinar. Hann sagði. að það færi að sjálf- sögðu eftir þróun mála á næstunni, hvort verkfailsheimild yrði notuð. Verkamannasambandið heldur áfram að gefa undanþágur frá útskip- unarbanninu til að komast hjá rekstrarstöðvunum. Um helgina voru undanþágur veiltar fyrir Norðfjörð. Eskifjörð og Fáskrúðsfjörð, meðal annars til að flytja ákveðið magn út. Loðnuhrogn verða flutt viða af land- inu til Suðurnesja til að létta á geymsl- um, en þau verða síðan i geymslu á Suðurnesjum og ekki flutt út. - HH Það var ljót aðkoma á slvsstaðnum í Kópavogi en þrátt f\ rir allar þessar skemmdir reyndist fólk furðu lítið slasað. — DB-mynd Sveinn Þorm. Harður áreksturí Kópavogi — bílarnir ónýtir en ökumenn furðu lítið slasaðir Geysilega harður árekstur varð Kringlumýrarbrautina. Þar rákust á beggja bifreiðanna slösuðust, en furðan- skömmu fyrir klukkan 10 á föstudags- tveir bilar og voru báöir nær ónýtir eftir lega litið. og tvö börn sem voru i öðrum kvöld þar sem Kársnesbraut og Nýbýla- áreksturinn. samkvæmt upplýsingum bilnum sluppu ómeidd. Voru allir fluttir vegur i Kópavogi koma saman inn á Kópavogslögreglunnar. Ökumenn á slysadeild Borgarspitalans þar sem gert var að meiðslum ökumannanna, sem siðan fengu að fara heim til sin. A.Bj. Smokie kemur á fístahátíð Listahátið i Reykjavik i byrjun júni, Þá mun einnig ákveðið að irski þjóð- morgun hvorki játa þessu né neita. en _ einni£ Dublmers þegarlýkurhljómleikaferðhljómsveitar- lagasöngflokkurinn Dubliners skemmti kvaðst ætla að halda blaðamannafund ® innar um Norðurlönd. Er liklegasl. að á Listahálið ’78 um svipað leyti og um „popphlið hátíðarinnar, eins og Það mun nú vera afráðið að brezka hljómleikar Smokie verði i Laugardals- Smokie. Hrafn Gunnlaugsson, frani- hann orðaði það, síðar i þessari viku. popphljómsveitin Smokie komi fram á höllinni 6. eða 7. júni. kvæmdastjóri Listahátíðar. vildi í -OV / • \ Áskrifendaleikurinn: UMHVERFIS JORDINA Á ÞRJÁTÍU DÖGUM — þrefalt skemur en Fíleas Fogg á sínum tíma Áskrifendaleikur Dagblaðsins heldur áfram. og við verðum varir við það að hann nýtur vinsælda. Heppinn lesandi fær glæsilegan vinning siðla sumars — UMHVERFIS JÖRÐINA Á 30 DÖGUM. Heimsóttar verða fjöl- margar „spennandi” borgir viðs vegar um jarðkúluna. Margs konar veður- lag, margs konar menning. allt verður þetta skoðað með aðstoð einka-farar- stjóra. auk þess sem hinn heppni getur valið sér ferðafélaga. Að sjálfsögðu er öldin önnur nú en þegar Fíleas Fogg ferðaðist umhverfis jörðina á þrefalt lengri tirna en ferða- langurinn okkar gerir nú. Fararskjói- arnir verða úrvals þotur og hótelin. sem Ferðaskrifstofan Sunna hefur látið bóka, eru öll af beztu gerð. Rétt er að benda þeim á. sem ætla að vera með, að vænlcgast er að gerast áskrifendur strax, þvi þeir sem gera það fyrir mánaðamótin fá einum miða meira í pottinum, þegar dregið verður. Verið þvi með frá byrjun og látið nú verða af þvi að kaupa blaðið daglega og fá það að auki heimsent. Það sparar fé, og þar að auki er nokkur von um að komast i alveg einstæða ferð um heim- inn síðar á þessu ári eða í byrjun hins næsta. — frýálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1978. Stálu peningum f rá afgreiðslu- stúlku „Þetta kom sér mjög illa. Ég var með allt handbært fé mitt og ætlaði að ganga frá ýmsum peningamálum,” sagði Dýr- unn Steindórsdóttir en frá henni var stolið á föstudag um 50 þúsund krónum. Auk þess voru tekin strætisvagnakort úr tösku hennar en snyrtidót og sígartettur skildar eftir. Þjófarnir, sennilega unglingar, komu i verzlunina Regnhlifina þar sem Dýrunn vinnur. Mjög mikið var að gera — og í önnum munu þeir, eða þjófurinn, hafa læðzt inn í bakherbergi og tekið pening- ana úr töskunni þar. Dýrunn hefur ástæðu til að ætla að þarna hafi verið unglingar á ferð — og viti einhverjir um málið, eða foreldrar verði varir við óeðlileg peningaráð barna sinna þá geta þeir haft samband við DB sem mun koma skilaboðum áleiðis. H Halls Íslandsmótí tvímennings-bridge: Skúli og Sigurður urðu efstir íslandsmótið í tvimenning í bridge fór fram um helgina að Hótel Loftleiðum. 44 pör kepptu. Úrslit urðu þáu að i I. sæti urðu Sigurður Sverrisson og Skúli Einarsson með 323 stig. 1 2. sæti Einar Þorfinnsson og Sigtryggur Sigurðsson tneð 322 stig. 3. Jakob Möller og Jón Hjaltason með 302 stig. 4. Jóhann Jóns- son og Stefán Guðjohnsen með 289 stig og i 5. sæti Vilhjálmur Sigurðsson og Sigurður Vilhjálmsson með 272 stig. A.Bj. AUTO 78 FRAMLENGD Ef þú hefur enn ekki komið því í verk að fara og skoða bilasýninguna hefurðu ekki misst af strætisvagninum þvi sýn- ingin hefur verið framlengd til næsta sunnudagskvölds. 30.april. Nú hafa rúmlega 50 þúsund manns séð þessa al- þjóðlegu bilasýningu. Eru fimm ár siðan síðasta bilasýning var haldin hér og talið sennilegt að tvö ár verði þar til sú næsta verður haldin. Fjöldinn allur af fólki utan af landi hefur lagt leið sina til höfuðborgarinnar til þess að skoða sýninguna. Hafa Flug- leiðir varla haft undan að flytja fólk og öll hótel i Reykjavík eru yfirfull. Sýningartimi er virka daga kl. 17—22 og um siðustu sýningarhelgina kl. 14—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.