Dagblaðið - 28.04.1978, Page 9

Dagblaðið - 28.04.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978. Erlendar fréttir REUTER Sviss: Banka- stjórinn f gæzluþar til málið ferfyrir rétt Réttur í Genf i Sviss ákvað að Robert Leclerc, bankastjóri lítils banka í borg- inni, skyldi vera áfram í gæzlu yfirvalda þar til mál hans yrði tekið fyrir 26. júlí næstkomandi. Bankastjórinn er ákærður fyrir óstjórn og falskar upplýsingar en banka þeim sem hann stjórnaði var lokað að kröfu yfirvalda eftir að hann lenti í mikl- um fjárhagskröggum í mai á síðasta ári. Leclerc var ekki sjálfur viðstaddur réttarhöldin i gær og sögðu lögmenn hans hann vera undir læknishendi vegna hjartveiki. Yaxandi óvissa um afdrif AldoMoros v. — ekkert heyrzt frá mannræningjunum í fjóra daga valdarað enneinni árásinniíTónnó Rauðu herdeildirnar Italski kommúnistaflokkurinn réðst í dag harkalega gegn Rauðu herdeild- unum. mannræningjum Aldo Moros fv. forsætisráðherra Ítalíu. Flokkurinn hvatti til harðra aðgerða gegn hryðju- verkamönnunum og endurtók þá af- stöðu sína að alls ekki yrði samið við mannræningjana. Ekkert hefur heyrzt frá Rauðu her- deildunum um örlög Aldo Moros, en nú eru liðnar sex vikur frá þvi að honum var rænt og fimm lífverðir hans drepnir. Frá því að Rauðu her- deildirnar sendu frá sér lista yfir þrettán fanga sem þær vilja i skiptum fyrir Moro, fyrir fjórum dögum, hafa engin skilaboð borizt. Herdeildirnar hótuðu því að drepa Moro ef ekki væri farið að kröfum þeirra. Rikisstjórnin hefur neitað því algerlega að láta undan kúgunum mannræningjanna. En Rauðu her- deildirnar sýndu það i gær, að þær geta stundað hryðjuverk sín að eigin vild, þrátt fyrir gífurlega leit lögreglu og hers og miklar varúðarráðstafanir. í gær var starfsntaður Fiat verksmiðj- anna skotinn og særður alvarlega á fótum fyrir utan heimili sitt í Tórínó. 1 leiðara flokksblaðs kommúnista, L’Unita. sagði í gær: „Herdeildirnar vilja skapa ótta, þær vilja sýna að þær geti skotið hvern sem er. hvenær sem er og hvar sem er. En það hlýtur að vera Ijósl, jafnvel blindum manni, að mannrán Aldo Moros, sem er hið al- varlegasta hingað til, er aðeins einn hlekkur i keðju." Óvissa um örlög Moros hefur auk- izt. Leiðtogar Kristilega demókrata- flokksins, sem fer með stjórnartaum- ana, hittust i gærkvöldi til þess að ræða. til hvaða bragða yrði gripið til þess að standa fast gegn kröfum mannræningjanna. Gestir, sem hafa heimsótt heimili fjölskyldu Aido Moros, margir þeirra nánir vinir Aldo Moros, hafa komið grátbólgnir aftur af fundi við eigin- konu hans Eleonoru. Ástandið hefur versnað enn vegna hringinga manna, sem ekki nafngreina sig og tilkynna dagblöðum það að Moro sé að finna á einhverjum ákveðnum stöðum. Engin þessara tilkynninga hefur þó leitt lögregluna nokkru nær í leitinni að honum. 1 L’Unita, blaði Kommúnista- flokksins sagði ennfremur að nauðsyn- legt væri að gefast ekki upp, heldur gera eitthvað og bíða ekki með hendur í skauti eftir þvi að hryðjuverkamenn framkvæmdu hótun sína um að taka Aldo Moro af lífi. Leiðarinn var að hluta til svar við tillögum sósíalista, en leiðtogi þeirra. Bettino Craxi. lagði til að einhvers konar samningur yrði gerður við ræn- ingjana til þess að bjarga lifi Moros. Í blaði sínu La Republica, sagði Craxi í morgun að hann væri svartsýnn. en vildi þó ekki gefast upp. Elenora Moro, eiginkona Aldo Moros. Æ meiri óvissa ríkir nú um örlög eiginmanns hennar og menn verða vonlausari með hverjum deginum sem liður um að honum verði sleppt á lífi. Margir nánir fjölskyldu- vinir þeirra hjóna hafa heimsótt Eleonoru undanfarið og komið grát- bólgnir af þeim fundum. Eleonora og Aldo Moro eiga fjögur uppkomin börn. 9 «/ Má ekki bjóða bér far? Royal Hotel i Tromsö i Noregi býður gesti sfna velkomna með nýrri gerð af bíl, sérbyggðum til flutninga á hótelgestum frá flugvelli. Vagn þessi kallast „Airport Limosine” og tekur 12 farþega. Hótelið, sem er i eigu SAS flugfélagsins, mun nota bil- inn til þess að koma vildarvinum sfnum hratt á milli staða. Billinn er nfu dyra og ber vfkingsnafn eins og aðrir farkostir SAS. Þessi heitir Terje Viking. JAPANSKUR LEIÐANGUR KOMINN Á NORÐURPÓLINN Japanskur leiðangur frá Nihon háskóla er kominn á Norðurpól inn. en jjangað fór hann á hundasleðum, að þvi er japanska fréttastofan Kyodo greindi i dag. Fréttastofan sagði að leiðangurinn hefði komið á Norðurpólinn í fyrradag, þ.e. miðvikudag, en engar frekari upplýsingar lágu fyrir um ferðina. Menn komust fyrst á Norðurpólinn árið 1909, er tveir bandarískir könnuðir komusl þangað, en það voru Robert Peary og Matthew Henson. Samgöngur eru enn á sama veg og fyrir tæpum sjötiu árum, þvi þ>eir Peary og Henson notuðu einnig hundasleða til þess að komast til fyrirheitna landsins. Bandaríkin: Eiturlyfjavandi íherlandsins Neyzla eitur-og vanabindandi efna er ódýrari en á heimaslóðum. Taldi hann verulegt vandamál í bandaríska hern- einnig skipta máli að hermennirnir væru um að sögn yfirntanna hans. Sérstaklega lausir undan aga heimila sinna og kveður ranit að þessu í herstöðvum utan fremur hætt við einntanakennd en í sjálfra Bandaríkjanna. Bandaríkjunum sjálfum. Eiturlyfjaneytandinn væri venjulega Þetta kom frarn i skýrslu Vernon reikull og óákveðinn en vildi undir McKenzie aðstoðarráðherra, sem fer flestunt kringumstæðum alls ekki að upp með heilbrigðismál innan hersins. um neyzlu hans kæmist. Hann legði þvi Skýrsluna gaf hann sérstakri nefnd full- mikið á sig til að svo yrði ekki. Þvi væri trúadeildar bandariska þingsins. sem lika oftast erfitt að gera' sér grein fyrir kanna á ofneyzlu eiturlyfja. . hve margir eiturlyfjaneytendurnir raun- Aðstoðarráðherrann sagði að nijög verulega væru. greinilegt væri að eiturlyfjaneyzla ykist þó væri fullljóst að vandamálið væri meðal þeirra hermanna, sem sendir fyrir hendi og einnig mætti gera sér væru til herstöðva utan Bandarikjanna, grein fyrir hvar það væri mest, sagði þar sem efnin væru auðfengnari og aðstoðarráðherrann. 15% Bandaríkjamanna þurfa hjálp vegna geðsjúkdóma U.þ.b. 15% Bandaríkjamanna þurfa hjálp vegna geðrænna sjúkdóma. að því er opinber nefnd greindi frá i gær. Nefndin hvatti til að mjög auknu fjár- magni yrði varið til þess að berjast gegn þessu vandamáli. Lagt er til að 50 milljónum dollara verði varið til þess að annast þessa sjúklinga og 6.3 milljónum til þess að styðja stofnanir þær, sem fá’st við lækningar geðsjúkdóma. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar er árlegur kostnaður við meðferð geðsjúk- dóma í Bandarikjunum 17 milljarðar dollara, en það er 12% af heildar- kostnaði við heilbrigðismál í Bandaríkj- unum. Á milli 5 og 15% barna áttu við geðræn vandamál að striða og sjálfs- morðum unglinga á aldrinum 15—24 ára hefur fjölgað mjög mikið undanfar- tnn áratug. Svipuð aukning hefur átt sér stað varðandi glæpi. Mjólkurflóð íVínarborg Mjólkurflóð truflaði bifreiðaumferð inn i Vínarborg í gærmorgun á háanna- timanum, þegar hátt á sjötta þúsund lítrar runnu út úr tanki flutninga- bifreiðar, sem þar var á ferð. Að sögn lögreglu urðu þó hvorki slys á mönnum né verulegt tjón á eignum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.