Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 2. MAÍ 1978. 2 " Þetta eru ágreiningsefnin — í tilefni bréfs Samfylkingar 1. maí Vcgna plássleysis var ekki unnt að birta þetta bréf l'yrir I. maí Svar frá pólitiskri framkvæmda- ncfnd Fylkingarinnar við opnu bréfí frá stjórn „Samfylkingar 1. maí”. Ásgeir Danielsson skrifar: Einingarsamtök Kommúnista ml. (Eik-ml) nefnast pólitisk samtök hér í bæ. Samtök þessi hafa þá pólitisku lífs- reglu að mynda „samfylkingar" um margvisleg málefni. Þessar „samfylk- ingar" eru formlega sjálfstæð samtök. Þær eru stofnaðar af meðlimum i EIK-ml og stefnuskrá þeirra er samin og samþykkt af þeim. Auðvitað verða þessar „samfylkingar” ekkert annað en nýtt nafn, sem EIK-ml skreytir sig með, enda tryggt með ákvæðum i stefnuskrá „samfylkinganna" að enginn sem ekki er pólitiskt náskyldur EIK-ml geti starfað innan þeirra. Með |■csr.itti aðferð hefur EIK ml tekist að lorðast allt pólitiskt starf með öðrum aðilum innan islenskrar vinstrihreyf- )EL Dagflug á föstudögum. Heillandi sumarleyfisstaöur náttúrufegurö, góöar baðstrendur, fjölbreytt skemmtanalíf og litríkt þjóölíf Andalusiu. Margt um skoðunar- og skemmtiferöir, til Afríku, Granada og Sevilla. Nú bjóöum við eftirsóttustu lúxus- íbúðirnar Playamar við ströndina i Torremolinos. Playamar er með glæsilegum útivistarsvæðum, sund- laugum og leikvöllum, loftkældar lúxusíbúðir. Einnig Hótel Don Pablo. Eigin skrifstofa Sunnu í Torremolinos með þjálfuðu starfsfólki. Barna- gæsla og teikskóli. Farið verður: 13. og 28. maí, 2„ 16. og 22. júni, 7., 12. og 28. júlí, 3., 4., 11., 18., 24. og 25. ágúst, 13: og 15. sept. Pantiö tímanlega. SVNNA Bankastræti 10. Símar 16400 - 12070 - 25060 - 29322. ingar. í stað þess að vinna með öðrum vinstrisinnum fyrir fund stúdenta I. desember s.l.. þá héldu þeir fund i nafni „samfylkingar”. sem hét „ I. des- nefndin”. Í stað þess að vinna með Rauðsokkahreyfingunni og fleiri aðilum að baráttufundi 8. mars s.l„ þá hvíldu jveir fund í nafni „samfylk- ingar”, sem hét „8. mars-nefndin" o.s.frv. „Samfylking I. mai” er af þessari sömu tegund. Fulltrúar frá „Samfylkingu" mættu á fyrsta fundinn, sem haldinn var til að undirbúa sameiginlegar aðgerðir vinstri aflanna á I. maí. Á þessum fundi flýtti fulltrúi „Samfylkingar” sér að greina frá skipulagi og siefnu „Samfylkingar”. Hann sagði að „Samfylking” væ.ri ekki til viðræðu um neinar meginbreytingar á þeirri pólitik eða þvi skipulagi. sem þeir væru búnir að samþykkja. Jafnframt lýsti hann þvi yfir að samvinna við Fylkinguna væri ómöguleg. eins og EIK-ml hefur reyndar lýst yfir nokkur undanfarin ár (Einnig þegar jieir hafa játað sig samþykka þcirri pólitik sem við höfum flutt fratnll.. Hvorki á (æssum lundi — sem full trúi „Samfylkingar” yfirgaf eins fljótt og hann gat — eða siðar. hefur „Samfylking" sýnt neinn lit á þvi að vilja starfa að sameiginlegum aðgerðum vinstriaflanna á 1. mai. Það er fyrst nú, aðeins 4 (!) dögum fyrir I. mai. sent þessi „áhugi” þeirra kernur fram i opnu bréfi. Í þessu bréfi eru sett fram skilyrði fyrir sameiginlegum aðgerðum, sem stjórnarmenn i „Samfylkingu” vita að eru óaðgengi- leg fyrir Fylkinguna. Sá „einingar- vilji” sem á að koma fram i opna bréf inu er þvi augljóslega einber loddara skapur. Hvað um það. Í ár er jú kosningaár og loddaraskapurinn er regla en ekki undantekning i íslenskri pólitik. „Samfylking” má leika sitt hlutverk i þessum loddaraleik okkar Frá útifundi verkalýðshreyfingarinnar j fyrrasumar. vegna. Við skulum aftur á móti útskýra hvers vegna Fylkingin álílur að sameiginlegar aðgerðir með „Sam- fylkingu” komi ekki til greina á 1. mai i ár. 1 opna bréfinu nefnir stjórn „Sam fylkingar” 4 atriði. sem eru svo mikil- væg i þeirra augum, að jveir geta ekki hugsað sér að „versla með” þau. Tvö síðustu atriðin eru um margt góðra gjalda verð, jrótt margir frasarnir séu i hæsta máta loftkenndir. Látum það samt liggja milli hluta. Ástæðumar fyrir þvi að Fylkingin mun ekki taka þátt i sameiginlegum aðgerðum á I. mai, með „Samfylkingu,” snerla tvö fyrstu atriðin i opna bréfinu. í fyrsta lagi kemur ekki til grcina af hálfu Fylkingarinnar að taka þátt i Skór í sérstökum gæðaf lokki Leður- sandalar Leður- fóður Leður- sólar rostsendum BIADIÐ Dagblað án ríkisstyrks aðgerðum. sem lýsa þvi yfir að Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkur- inn séu ekki „valkostir fyrir verka- fólk”. Við álitum vissulega að Fylking- in sé betri valkoslur — og jægar til lengdar lætur eini raunhæfi valkostur- inn. En við vitum að meirihluti baráttusinna innan íslenskrar verka- lýðshreyfingar er þeirrar skoðunar að Alþýðubandalagið sé skásti val- kosturinn. Við ætlum okkur að starfa með jæssu fólki að þvi að efla islcnska verkalýðshreyfingu og baráttu hennar og við stefnum að þvi að halda aðgerðir á I. maí með jiessu l'ólki. cins og við höfunt gert innan Rauðrar verkalýðsciningar undanfarin ár. Fylkingin álitur að sú undansláttar- stefna, sem núverandi forysta verka- lýðsfélaganna hefur l'ylgt allt frá þvi að kaupránslögin voru sett. gcri þá kröfu til jieirra. sem vilja að,vcrkalýðs- hreyfingin taki upp nýja starfshætti og öflugri baráttu. að þeir haldi sjálf- stæðar aðgerðir til að þrýsta á um stefnumál sin. Þess vegna mun Fylkingin ekki taka þátt i aðgerðum Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna i Rcykjavik eins og hún gerði i fyrra. Við munum enn siður taka þátt i sarn- eiginlegum aðgerðum með þeini. sem aðstoðuðu ihaldið við að draga úr baráttumætti verkalýðshreyfingar- innar eins og EIK-nrl gerði með þvi að hvetja fólk til að vinna 1. og 2. mars s.l. í öðru lagi höfnum við algjörlega þeirri kenningu EIK-ml og ihaldsins að Sovétrikin séu að undirbúa nýja heimsstyrjöld. Við höfnunt einnig þeirri afstöðu til Sovétríkjanna, sem fordæmir stuðning þeirra við þjóð- frelsisbaráttu eins og t.d. i Angóla. Aftur á móti hefur aldrei staðið á okkur að fordæma framferði Sovét- rikjanna þegar það hefur beinst gegn bjóðfrelsisbaráttu eins og t.d. i Eþíópíu i dag. Fjórða Alþjóðasam- bandið (alþjóðasaraband trotskýista), sem Fylkingin er aðili að, hefur allt frá stofnun sinni barist gegn ofsóknum og kúgun sovéska skriffræðisins jafnt innan Sovétrikjanna sem utan þeirra. Við álitum að „sósialismi” án tjáningafrelsis, lýðræðis og frelsis til að mynda pólitiska flokka sé enginn raunverulegur sósialismi. ElK-ml álítur aftur á móti að skerðing á tjáningarfrelsi og lýðræði og eins flokks kerfi séu forsendur þess að hægt sé að framkvæma „sósialisma”. Fyrir- myndir EIK-ml að þvi „gósenlandi” sem þeir stefna á eru Sovétrikin á timum Stalíns og Albanía og Kína dagsins i dag. Fylkingin hefur engan áhuga á að „bjóða i” þennan „sósia- lisma”. Að lokum viljum við hvetja alla þá, sem vilja berjast fyrir öflugri, virkri og lýðræðislegri verkalýðshreyfingu, að taka þátt I aðgerðum Rauðrar verka- lýðseiningar og Baráttueiningar á 1. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.