Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978. MILU LANDSLAGS OG LÍFFRÆÐI Um sýningu Eyjólfs Einarssonar í Norræna húsinu Á undanförnum árum hefur a.m.k. undirrituðum fundist að það skorti einhvern herslumun í myndverkum Eyjólfs Einarssonar. Að vísu hefur málarinn einatt verið nokkuð sam- kvæmur sjálfum sér í framsetningu hugmynda en aftur á móti hefur maður haft það á tilfinningunni að þær hugmyndir hafi ekki verið fylli- lega rannsakaðar og því hafi þeim ekki verið fylgt eftir.á rökréttan hátt og af tilætlaðri hörku. En nú, á sýningu þeirri sem Eyjólfur heldur í Norræna húsinu, eru öll merki þess að lista maðurinn sé að hressast og vinna úr myndrænum forsendum sínum á per- sónulegan hátt. Þetta er stærsta sýning Eyjólfs er ég man eftir, ein 30 málverk, 16 vatnslitamyndir og ein blýantsteikning og þó að manni finnist að hægt hefði verið að grisja verkin enn frekar, þá er það ekki hugsun sem gagntekur áhorfandann. Þvert á móti virðist sýningin hanga nokkuð vel saman og verkin styðja hvert annað. Sjálfstæðir litir í fyrri verkum Eyjólfs hefur eflaust verið hægt að finna leifar hinnar sterku islensku afstrakt hefðar sem Þorvaldur & Co. útbreiddu; en þó finnst mér sem Eyjólfur hafi beint henni inn á sjálfstæða braut nokkuð snemma í stað þess að fylgja í kjölfar hennar með svifformum og hring- formum. Í stað þess tók hann sér stöðu einhvers staðar mitt á milli landslags og liffræði. Sú staða er í meginatriðum óbreytt ef marka má þessa sýningu, en hefur verið tekin fastari tökum. Listamaðurinn vinnur með breiða fleti sem stundum minna á hraðbrautir, í náttúrunni eða til stjarnanna, sem svo vinda skyndilega upp á sig og mynda ólgandi hringiðu sterkra lita. Það er óneitanlega i litavali sem Eyjólfur sýn- ist sjálfstæðastur. Stundum virðist samsetning þeirra allt að því óþægileg, sérstaklega ef málverk hans eru skoðuð ein og sér og þá freistast maður til að bendla samspil þeirra við vankunnáttu. Furður myndveraldar En þegar þau eru mörg saman komin, þá kemur í Ijós að litanotkunin er nær ávallt yfirveguð og hinir beisku tónar litanna vinna með furðum þeirrar myndveraldar sem Eyjólfur er að skapa. Ég segi „nær ávallt”, því á stöku stað er eins og kappanum skjátlist, litirnir verða skerandi og ósamstæðir innbyrðis og mynd stendur i áhorfandanum. Styrkur Eyjólfs hefur ávallt falist í notkun á stórum, heillegum flötum, en þegar hann leiðist út í óþarfa dekur við minni form, koma gjarnan út úr því skreytikenndar krúsidúllur er brjóta upp heild myndanna. Hér á ég t.d. við myndir nr. 20, 29, 30, 4 og 21. Vatnslitamyndir Eyjólfs hafa ætíð verið nokkuð sér á báti i allri framleiðslu hans og hefur mér stundum fundist þær vera bestu verk hans, fyrir þá mýkt og léttleika sem einkenna þær. Á sýningunni eru þær sem fyrr mikið augnayndi og er ég ekki frá því að þegar Eyjólfur hefur á einhvern hátt samræmt eiginleika þeirra og heilsteypta myndbyggingu bestu málverkanna, þá hljóti hann að koma enn sterkari út úr þeirri viður- eign. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Myndlist Eyjólfur Einarsson með tvö verka sinna. KJÖRORÐIÐ ER: Það fer enginn út með skeifu frá Skeifunni Bílaskipti — Bílasala — Bílakaup Viö auglýsum eingöngu bíla sem eru á staðnum því staö- reyndin er sé bíllinn á bíla- sölunni Skerfunni þá selst hann f Ijótt og vel. Chevrolet Monte Carlo árg. 1972. Gullfallegur, 2ja dyra, 8 cyl., m/öllu, ckinn 48 þ. mllur. Verð 2.150 þús. Saab 96 árg. 1972, gullfallegur bíll, gulur,ekinn 116þús. VerU50þús. Ford Cortina árg. ’71, þokkalegur bíll. Verð 750 þús. N ...... ...... . ; ■'M Chevrolet Chevelle 1973, 6 cyl., beinsk., aílstýri og -bremsur. Verð 1850 þús. Peugeot 504 GL árg. 1975, ekinn 93.000 km. Gullfallegur bill, útvarp, kassetta. Verð 2,2 millj. Willys gamall og góður árg. ’47 með blæjum. Verð 480 þús. Datsun disil ’73. Einn sá bezti á markaðnum. Verð 1300 þús. Toyota M II árg. 1972, rauður, ekinn 80 þús. Verð 1250 þús. Opið frá kl. 9-19 alla daga vikunnar nema sunnudaga Mazda 616 árg. 1972, ekinn 80 þús. km. Verð 1200 þús. Austin Mini árg. 1975, gullfallegur bill, ekinn 34 þús. km. Verð 950 þús. Skoda 110 L árg. 1974, ekinn 49 þús. Verð 550 þús. Volvo 144 de Luxe árg. 1972. Góð fjárfesting. Verð 1600 þús. Chevrolet Blazer. Gullstykki árg. 1974. Ekinn aðeins 30 þ.m. Bíll sem hvergi sér á. Skoðið þennan sérstaka bil. Vcrð 4 millj. Fíat 127 árg. ’73. Góöur bíll á góðu verði, aðeins 650 þús. Gullfallegt stykki. Alfa Romeo ’78. Bill sem er nýr, ekinn 500 km. Verð 2.750 þús. Bflasalan SKEIFAN Skeifunni 11, norðurenda Sími84848— 35035

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.