Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978. 5 Varðskipsmenn: „Þeir eru frábærir” — segir sjómaður sem fékk aðstoð kafara á varðskipinu Óðni Varðskipsmenn nálgast Fróða á gúmbátnum sinum. Kafarinn þurfti að dsmba sér fimm eða sex sinnum i ískalt hafið til að ná úr skrúfu bátsins. Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda Oliufélagiö Skeljungur hf Shell Heildsölubirgðir: Oiiufélagið Skeljungur. Smávörudeild Sími 81722 Nýbóla sem leysir gamlan \anda Vandinn er þungt loft - eöa lykt. Innilokað loft eða reyk- mettað. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar. Hér er góð lausn. Lítil kúla, kölluð Airbal. Inni í henni er lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa andrúmsloftið. Virkni kúlunnar er hægt að stjórna meðþví að færa til hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný plata sett í kúluna. Einn kostur í viðbót - kúlan er ódýr. v'.-S'- ; Varðskipið lónaði í fjarlxgð, cn fremst sér í Fróða. — DB mvndir G V, „Þessir varðskipsmenn eru alveg frá- bærir." sagði Geir Valgeirsson frótlaril ari Dagblaðsins á Stokkseyri. „Þannig var niál með vexti að við á bátnum fengum í skrúfuna og af þvi að þeir voru að fara i mat á Lóðsinum i Vestmanna- eyjum kom varðskipið okkur til að- stoðar. Og það get ég fullyrl. — þessir menn kunna sitt fag.” sagði Geir. „Það mundi einhver innanbúðarblók- in fara með bænirnar sinar ef viðkom- andi þyrfti að kafa undir mótorbát. sem hoppar og skoppar eins og tappi i helviti. Það þarf meira en meðalmennsku til að dengja sér i hafið í norðaustan 8 vind stigum og stórsjó og það er ekki nóg með að þessi varðskipsmaður hafi kafað eins og einu sinni. Ég held hann hafi þurft að fara niður 5—6 sinnum. Þessir menn eru litið i fréttum núorðið. en þcir eru alltaf til taks og alltaf reiðubúnir. Við á Tjáningarfrelsi . er ein meginforsenda þes;s að frelsi geti viðhaldizt; í samfélagi. Fróðanum ÁR 33. erum sannarlega þakklátir þessum strákum á Óðni og teljuni að þeir ættu að fá aftur tiu pró- sentin. sem af þeim voru tekin i vetur. - GV/JBP -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.