Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAl 1978. Bandaríkin: Sá fimmtíu þúsund sjón- varpsmorð á tíuárum — er nú dæmdur morðingi og vill fá 25 milljón dollara í bæturfrá sjónvarpsstöðvunum Höfðað hefur verið mál á hendur hinum þrem stóru bandarisku sjón- varpsstöðvum CBS, ABC og NBV þar sem þær eru krafðar um 25 milljón dollara bætur. Bótanna er krafizt vegna þess að stöðvarnar hafi birt efni sem hvatt hafi fimmtán ára dreng til að myrða áttatiu og tveggja ára gamla konu á heimili hennar. Drengurinn var fundinn sekur um verknaðinn siðastliðið haust en hafði áður lýst sig saklausan vegna þess að hann hafi framið verknaðinn undir áhrifum frá sjónvarpi. Þar hafði hann séð einhver býsn af ofbeldi og morðum og hann þess vegna skotið á gömlu konuna. í ákærunni telur lögmaður Ronny Zamora, en svo heitir pilturinn, að sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða nær allt sjónvarpsefni í Bandaríkjun- um hafi með framleiðslu sinni á of- beldi og morðum haft svo mikil áhrif á Ronny að hann hafi ekki gert sér grein fyrir verknaði sínum. Meðal annars er bent á að frá fimm ára aldri til fimmtán ára hafi Ronny Zamora séð á milli fjörutíu og fimmtíu þúsund morð á sjónvarpsskerminum. Á þann hátt hafi sjónvarpsstöðvarnar sýnt áhrifagjörnum unglingum hvernig drepa eigi fólk. Málshöfðunin gegn sjónvarpsstöðv- unum kom viku síðar en neitun Hæstaréttar Bandaríkjanna um að stöðva yfirheyrslur fyrir rétti i Banda- ríkjunum vegna skylds máls. Þar krefst fjölskylda ungrar stúlku ellefu milljón dollara bóta frá NBC sjón- varpsstöðinni vegna kynferðislegs ofbeldis sem stúlkan varð fyrir af hendi nokkurra annarra stúlkna. Sögðust þær hafa fengið hugmynd- ina að verknaðinum i sjónvarpsdag- skrá NBC. Ronny Zamora var dæmdur í lífstiðarfangelsi og hefur hann ekki heimild til að fá náðun fyrr en í fyrsta lagi eftir tuttugu og fimm ár. Lögmaður hans krefst fimmtán milljóna dollara bóta fyrir hann frá sjónvarpsstöðvunum og síðan fimm milljóna til hvors foreldra hans. Erlendar fréttir Sendum í póstkröfu. HJ4LP4RTÆKJdBdf1Kini1 NÓATÚNI 21 • SÍMI 213 33 • 105 REYKJAVÍK n n --------UU~ Skyndihjálpar- kassar með öllu því nauðsynlegasta fyrir skyndihjálp. I kassanum eru umbúðir og tæki samkvæmt vestur-þýskum staðli. Slíkur kassi ætti að vera bæði í atvinnu- og einkabifreiðum, skólum, á heimilum og á vinnustöðum. Fjórir hluthafar I Ford Motor Company hafa höfðað mál á hendur Henry Ford 2., stjórnarformanni félagsins. Krefjast þeir þess að hann greiði fimmtiu milljónir dollara vegna þess að hann hafi tekið við 750.000 dollara mútum frá matvælafram- leiðslufyrirtæki, sem seldi Ford fyrirtækjunum mat fyrir starfsfólkið. Einnig krefjast hluthafarnir þess að Henry Ford endur- greiði laun þau sem hann tók fyrir árið 1977, tæplega eina milljón dollara. Telja þeir stjórn hans hafa verið svo lélega að slikar launagreiðslur séu ekki réttlætanlegar. Henry Ford hefur sjálfur ekkert sagt um mál þetta en talsmaður Ford fyrir- tækisins hefur sagt að málshöfðunin væri byggð á blekkingum og rangfærslum. Kröfugöngu sundrað með lög reglukylfum Lögreglan beitti bareflúm til að sundra kröfugöngu um það bil þrjú hundruð manna í Santiago í Chile í gær, L niai. Mun þetta vera fyrsta tilraunin til kröfugöngu á hátíðisdegi verka- lýðsins þar í landi síðan'herforingja- stjórnin brauzt til valda árið 1973 og steypti Allende forseta. Að sögn lögreglu voru nokkrir göngu- manna handteknir en ætlunin var að ganga að einu aðaltorgi Santiago þar sem halda átti útifund. Þeim hafi siðan verið sleppt aftur eftir að gengið hafði verið úr skugga um hverjir hér voru á ferðinni. Kröfugangan hafði verið bönnuð af innanríkisráðuneytinu. Sjónarvottar segja að göngumenn hafi hrópað — frelsi — frelsi og lengi lifi 1. mai, áður en lögreglan hafi gripið í taumana. Á meðan á þessu stóð flutti verkalýðs- málaráðherra Chile ræðu yfir tvö þúsund og fimm hundruð fulltrúum verkalýðsfélaga. Sagði hann að verkföll væru bönnuð og mundu verða bönnuð í Chile. Á liðnum árum hafi þau reynzt skaðleg, jafnt fyrir verkamenn, atvinnu- rekendur og þjóðina alla. Ráðherrann sagði að ef aðstæður leyfðu mundu verða leyfðar viðræður milli launþega og vinnuveitenda um laun og vinnuaðstæður. Síðan herforingjastjórnin tók við völdum eftir að hafa steypt Allende for- seta hefur ríkisstiórnin sjálf ákveðið laun einhliða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.