Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978. íþróttir Iþróttir Iþrót Iþróttir Iþróttir Víkingur hreppti bikarinn —Víkingur sigraði FH í úrslitum bikarkeppni HSÍ 25-20 Þrjú mðrfc Dalglish gegnCity Livcrpool vann stóran sipur á Manchester City á Anfield — leikur er í raun skipti litlu. Nottingham Forest hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn en bædi lið hafa þegar tryggt sér sæti í UEFA-keppni næsta ár. Liverpool undirbýr sig nú hins vegar af kappi undir úrslitaleikinn stóra á Wembley, gegn FC Brugge á Evrópu- keppni meistaraliða, Kenny Dalglish skoraði þrjú af mörkum Liverpool. Staðan í leikhlei var 1—0 Liverpool í vil — Dalglish skoraöi á 24. mínútu. Síðan skoraði Phil Neal út vítaspyrnu á 53. mínútu, aðeins tveimur mínútum síðar var Dalglish aftur á ferðinni og loks á 88. minútu skoraði hann sitt þriðja mark, 4-0. Stórsigur, sannfærandi sigur — einmitt það sem Liverpool þarfnast fvrir viðurcignina gegn FC Brugge. í raun hefði Liverpool átt að skora fleiri mörk, aðeins snilidarmarkvarzla enska lands- liðsmarkvarðarins hjá City, Joe Corrigan, kom í veg fyrir fleiri mörk. Með þessum sigri hafnaði Liverpool I öðru sæti í I. deild með stigi meir en Everton. Manchester City er í fimmta •sæti — sjá annars nánar töflur við grein um enska knattspyrnuna. Jafntefli í Stuttgart Mexíkó ferðast nú um Evrópu til undirbúnings undir HM i Argentinu. í gær lék Mexikó vináttuleik við Stutt- gart, v-þýzka liðið er hafnaði í fjórða sæti í Bundcsligunni. Áhorfendur i Stutt- gart voru 40 þúsund — sem studdu vel við bakið á sínum mönnum. Næstum lát- laus sókn v-þýzka liðsins og vöm Mexíkó var alls ekki sannfærandi. Monakóefst íFrakklandi Baráttan um franska meistaratitilinn er nú ákaflega hörð — en aðeins tvö lið geta nú unnið hann er ein umferð er eftir, Monakó og Nantes. Monakó sigraði Metz 4—0 á sunnudag — og hefur eins stigs forustu fyrir siðustu umferðina. Nantes lék hins vegar í Rúðuborg — gegn Rouen og jafntefli varð, 0—0 en Þörólfur Beck lék um tima með Rouen. Staða efstu liða er: Monakó 37 21 9 7 77—45 51 Nantes 37 20 10 7 54—25 50 Strasbourg 37 18 12 7 67—38 48 Marseilies 37 19 7 II 68—40 45 Nancy 37 16 9 12 68—48 41 Juventus meistari á Ítalíu Juventus tryggði sér á sunnudag ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu — að viðstöddum 70 þúsund áhorfendum i Róm skildu Roma og Juventus jöfn, I— 1. Góð úrslit fvrir bæði lið — Juventus hreppti meistaratitilinn en Roma forðaði sér frá falli. Roberto Bettega skoraði mark Juventus eftir mikinn einleik en Bar- toloni svaraði fyrir Roma. Helztu keppinautar Juventus, nýliðar Lanaross Vicenza unnu 3—1 og eru í öðru sæti. Þá sigraði Torino Atlanta 3—2 en AC Milanó er lengi hafði forustu undir stjórn Riviera, tapaði fyrir Rómarliðinu Lazioi Milanó, 0—I. Staða efstu liða er, þegar ein umferð er eftir: 29 14 14 I 43—15 42 29 14 11 4 48—31 39 29 14 10 5 36—23 38 29 12 12 5 37-23 36 29 12 10 7 33—23 34 29 8 13 8 34—30 29 Juventus Vicenza Torinó AC Milanó Intcr Milano Napoli Víkingur varð á laugardag bikar- meistari HSÍ — sigraði FH i úrslitum 25—20 í Laugardalshöll. Um þúsund áhorfendur sáu viðurcign Víkings og FH — er hreppt hefur bikarinn fjórum sinnum, Valur einu sinni. Þar með tryggði Víkingur sér sæti í Evrópu- keppni bikarhafa næsta keppnistimabil. Vikingur hafði mikla yfirburði gegn fyrrum bikarmeisturum FH — aðeins i upphafi var jafnræði með liðunum, jafnt á öllum tölum upp i 4—4 — en þá komu tvö Vikingsmörk í röð. Þegar 25 mín- útur voru af fyrri hálfleik skildu fimm mörk. 13—8 en FH-ingar náðu aðeins að minnka muninn fyrir leikhlé, 15—11, eftir að Sigurður Gunnarsson, hinn bráðefnilegi unglingalandsliðsmaður. hafði skorað beint úr aukakasti eftir venjulegan leiktíma. Þorbergur Aðal- steinsson skoraði fyrsta mark síðari hálf- leiks en FH-ingar náðu að minnka mun- inn í þrjú mörk. 14—17. á 8. minútu og síðan á 11. mínútu 15—18. Þá náðu Víkingar upp mjög sterkum varnarleik ásamt ágætri markvörslu Kristjáns Sig- mundssonar i markinu — og FH skoraði ekki i 15 mínutur — Vikingar hins vegar hvert markið á fætur öðru og breyttu stöðunni í 23—15. Þórarinn Ragnarsson náði síðan loks að skora fyrir FH á 27. mínútu en leikurinn var unninn fyrir Vikinga, sem slökuðu á — öruggur sigur. 25—20. Víkingur hreppti því bikarinn — eftir að hafa naumlega misst af íslands- meistaratign. Víkingar hlutu uppreisn æru — sigruðu fyrst Val örugglega i undanúrslitum 19— 16 og siðan beinlínis kafsigldu FH í úrslitum. Það var eins og pressu íslandsmótsins hefði verið létt af liðinu í Bikarnum. Liðið var mjög sann- færandi — vörnin á köflum mjög sterk og sóknarleikurinn beittur. Þar léku Viggó Sigurðsson. Ólafur Jónsson, sem er að verða mjög sterkur hornamaður, nálgast landsliðsklassa, Sigurður Gunn- arsson og Þorbergur Aðalsteinsson aðal- hlutverkin. Árni Indriðason batt vörn- ina vel saman — Björgvin Björgvinsson, sem ekki bar mikið á, skoraði stórglæsi- legt mark úr horninu er hreif áhorfendur — og Páll Björgvinsson hélt spilinu vel gangandi. Víkingur sýndi meistaratakta — og í markinu stóð Kristján Sigmunds- son, sem eftir slæma byrjun varði vel, meðal annars fjögur vitaköst. FH, sem fjórum sinnum hafa orðið bikarmeistarar, mættu ofjörlum sínum á laugardag. Vikingar tóku Geir Hall- steinsson ekki úr umferð en komu vel út á móti honum. Janus Guðlaugsson var óvenju atkvæðalitill en Guðmundur Árni Stefánsson kom vel út. FH-ingar reyndu að hleypa leiknum upp í hörku siðari hluta siðari hálfleiks en þeim tókst ekki að vinna upp stórt forskot Víkings, eins og þeim raunar tókst í 1. deild. Mörk Vikings skoruðu: Viggó Sigurðsson 6, Þorbergur Aðalsteinsson, Ólafur Jónsson og Sigurður Gunnarsson 4 mörk hver, Björgvin Björgvinsson og Árni Indriðason 2 mörk og þeir Páll Björgvinsson, Magnús Guðmundsspn og Skarphéðinn Óskarsson I mark. Hjá FH skoraði Geir Hallsteinsson 6 mörk, Guðmundur Árni Stefánsson 5, Þórarinn Ragnarsson 4, Janus Guð- laugsson 3 og þeir Valgarður Val- garðsson og Árni Guðjónsson 1 mark hvor. Leikinn dæmdu þeir Karl Jóhannsson og Gunnar Kjartansson og fórst það þeim vel úr hendi — áttu þó í erfiðleik- um lokakaflann er harka hljóp i leikinn. H Halls. Kátir Vikingar eftir bikarsigurinn gegn FH, ásamt formanni Víkings, Jóni Aðalsteini Jónassyni. DB-mynd Bjarnleifur. Marteinn og Stefán á sölulista hjá Union — FC Brugge varð belgískur meistari, Standard íþriðja sæti Þeir Marteinn Geirsson og Stefán Halldórsson hafa nú verið settir á sölulista hjá Royale Union i Belgíu en mikil upplausn er nú hjá þessu fræga félagi. Flestir leikmenn vilja nú frá Union — utan 3—4 leikmenn. Ekki er enn Ijóst hvert þeir félagar fara. FC Brugge tryggði sér belgiska meistaratitilinn á sunnudag — með jafn- tefli gegn Lokeren, 1—1. Glæsilegur árangur FC Brugge i ár en félagið hefur þegar komizt i úrslit Evrópukeppni meistaraliða. • Úrslit í Belgiu urðu: Lokeren-FC Brugge 1 — 1 La Louviere-Beringen 1—0 Courtrai-Molenbeek 0—3 Antwerpen-Standard Liege 0—0 Boom-Lierse 2—6 FC Liege-Beershot 1 — 1 Anderlecht-Waregem 3—0 CS Brugge-Beveren 1—2 W interslag-Charleroi I —2 Standard Liege, en Ásgeir Sigur- vinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning hjá félaginu, hafnaði í þriðja sæti. Tvö efstu liðin i Belgíu, FC Brugge og Anderlecht eru þegar í úrslitum i Evrópukeppnum. Brugge i úrslitum Evrópukeppni meist- araliða gegn Liverpool og Anderlceht i Evrópukeppni bikarhafa gegn Vin frá Austurriki. Staða efstu liða i Belgíu varð: FC Brugge Anderlecht Standard Lierse Beveren 34 22 34 22 34 20 34 21 34 15 5 75-47 51 6 69-24 50 5 70-34 49 8 70-41 47 9 45—29 40 vann Brasilia sigraði Perú 3—0 að viðstöddum tæplega 200 þúsund áhorfendum i Rio de Janero i gærkvöld. Og Brassarnir sýndu snilldartakta, er minntu á gulldaga þeirra — sannarlega virðast Brassarnir ætla að verða sterldr á HM i Argentínu. Hinir tæplega 200 þúsund áhorfendur fóru ánægðir heim. Zico skoraði eina markið i fyrri hálf- leik. í slðari hálfleik skoraði Reinaldo tvívegis. Brasilla hefur þrivegis orðið heimsmeistari — og sigurinn var Brössunum ákaflega mikilvægur. Siðast er þjóðirnar mættust i Brasilíu sigraði Perú 3—1 — þá undir stjórn Cauthino, núverandi þjálfara Brassanna. addas wá best þekktar -mest seldar Knattspyrnuskor: World Champion — World Cup Winner Argentina — Laplata — Chile. Æfingarskór: Reykjavík — Universal — Briissel Stockholm — Madrid.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.