Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978. 23 I d Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Tvöfalt hjá konum Fram - Fram sigraði tvöfalt í ár, sigraði FH í úrslitum bikarsins 13-11 íslandsmeistarar Fram I handknatt- leik kvenna sigruðu á sunnudag i Bikar- keppni HSÍ, sigruðu FHI úrslitum 13— 11. Glæsilegur árangur, tvöfalt hjá Fram undir stjórn hins kunna kappa, Guðjóns Jónssonar. Raunar eru yfirburðir Fram i ís- lenzkum kvennahandknattleik hreint ótrúlegir. Síðastliðin tvö ár hefur félagið aðeins „misst” af einu móti — það var bikarinn í fyrra. Fram hefur orðið íslandsmeistari tvö síðastliðin ár, bæði utan- og innanhúss. Fram hefur orðið Reykjavíkurmeistari tvö síðastliðin ár og nú bætist bikarinn i safnið. Já, glæsilegur árangur Fram og sigur KR bar hærri hlut gegn HK — ífyrri leik liðanna í baráttunni um sæti í 1. deild, sigraði HK 22-15 KR sigraði HK 22—15 i baráttunni um sæti i 1. deild tslandsmótsins i hand- knattleik næsta vetur. Öruggur sigur KR en HK kom veruiega á óvart I fyrri hálfleik með Uflegum handknattleik, skemmtilegum leikfléttum og hafði yfir lengst af I fyrri hálfleik, aðeins fyrstu mínúturnar að KR hafði yfir, 2—0. HK náði þá upp góðri baráttu, bæði í vörn og sókn og í markinu varði Einar Þorvarðarson mjög vel. HK jafnaði 2— 2, siðan var jafnt, 4—4, en HK náði þriggja marka forustu, 8—5 og siðan 10—7. Leikmenn HK virtust hafa öll tromp í hendi sér — en hina ungu leik- menn liðsins skortir enn alla reynslu. Ótimabær skot, knettinum tapað klaufa- lega — og KR náði að minnka muninn i eitt mark fyrir leikhlé, 10—9. KR tók síðan öll völd í síðari hálfleik, yfirspilaði reynslulítið lið HK þar sem suma leikmenn skortir úthald. Á 25 fyrstu mínútum síðari hálfleiks skoraði HK aðeins 2 mörk en KR hins vegar 11, staðan breyttist i 20—12. KR-ingar slökuðu þá á — það hefði getað reynzt þeiiri dýrkeypt því á aðeins tveimur mín- útum skoraði HK þrjú mörk, breytti stöðunni i 15=20 og komst síðan i hraðaupphlaup en Emil Karlsson varði af línu. Á síðustu sekúndunum skoraði KRjvivegis — sjö marka sigur er ætti að nægja fyrir siðari leikinn í kvöld í Mos- fellssveit kl. 9.30. • Handknattleiksfélag Kópavogs ávann sér rétt i 2. deild i haust og árangurinn hefur verið mun betri en nokkur átti von á. Undir stjórn Karls Jóhannssonar hafa hinir ungu leikmenn sýnt skemmtilega takta en sennilega er enn of snemmt fyrir HK að komast i I. deild — til þess þurfa leikmenn að harðna meira, öðlast meiri reynslu. Símon Unndórsson skoraði flest marka KR, 7, þeir Haukur Ottesen’og Björn Pétursson 5 hvor. Hjá HK skoruðu þeir Ragnar Ólafsson, snjall JohnnyGiles írskurbikar- meistari Johnny Giles, fyrrum leikmaður Leeds, United, Manchester United, fram- kvæmdastjóri WBA vann sinn þriðja bikarsigur um helgina nú með írska liðinu Shamrock Rovers. t úrslitum írska bikarsins mættust Shamrock og Sligo Rovers i Dyflini og Shamrock sigraði 1—0. Eina mark leiksins skoraði Ray Treacy, fyrrum leikmaður WBA úr vítaspyrnu. Johnny Giles er nú einvaldur irska landsliðsins. Hann var enskur bikar- meistari með Manchester United 1963 — 15 árum siðar irskur bikarmeistari. Siðan var Giles I liði Leeds er vann enska bikarinn 1973 auk þess að hann að sjálf- sögðu vann enska meistaratitilinn með Leeds, auk deildarbikarsins. golfleikári, og Karl Jóhannsson flest mörkin, 4 mörk. H Halls tsland og bikarmeistarar Fram — en liðið hefur verið nánast ósigrandi i islenzkum handknattleik. DB-mynd Hörður. Fram á sunnudag var öruggur. Fram hafði yfir i leikhléi 8—5 og komst síðan I 12— 8 i síðari hálfleik, öruggur sigur 13- 11. Guðríður Guðjónsdóttir, dóttir Guð- jóns, Jóhanna Halldórsdóttir og Jenný Magnúsdóttir voru markhæstar hjá Fram, skorðu hver um sig fjögur mörk. Hjá FH skoruðu þær Kristjana Ara- dóttir og Svanhvít Magnúsdóttir 3 mörk hvor og þær Katrin Danivalsdóttir og Hildur Harðardóttir 2 mörk hvor. Besta ferðavaliö 78 Komið og fáið eintak af stóra fallega ferðabæklingnum okkar. Yfir sumartímann er skrifstofan líka opin frákl. 10-12 á laugardögum. Golfferi) til Irlands Vegna eindreginna tilmæla, höfum við ákveðið að efna til sérstakrar golfferðar til írlands 1. - 13. júní. Verð kr. 98.000.-. Innifalið í verði er flug, gisting og morgunverður. Costa del sol Af sérstökum ástæðum hafa losnað nokkursæti í ferð okkar til Costa del sol 13. maí n.k. Af sömu orsökum getum við boðið upp á sérstaklega hag- stæð kjör íþessaferð. Hafiðsamband viðskrifstof- urnar strax. 'TSamvinnu ferðir AUSTURSTRÆTI 12 SÍMI 27077 É| LANDSYN SKOLAVORÐUSTIG 16 SÍMI 28899

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.