Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978. 25 Haukar eru ódrep- andi „Einhvern næstu daga gerum við með okkur samning um samstarf fram á haustið. Við leikum af fullum krafti á dansleikjum í sumar, en ætlum að stoppa í haust og athuga okkar gang.” Þannig fórust Gunnlaugi Melsted orð, er Dagblaðið ræddi við hann um hljómsveitina Hauka. Haukarnir hafa nú tekið að sér að leika alla fimmtu- daga og föstudaga í Klúbbnum út maí. Þann tíma er lítið að gerast á sveita- böllunum vegna vorprófa. Þeim sem fylgjast með islenzku hljómsveitunum er vel kunnugt um þann barning, sem Haukarnir hafa átt í það sem af er árinu. Það eru stöðugar mannabreytingar, sem ég er að tala um. Frá áramótum hafa þrir hljóm- borðsleikarar og þrir trommarar leikið í hljómsveitinni. Meðal annars þess vegna þykir vissast að meðlimirnir geri með sér samstarfssamning. Reyndar er það svo sem ekkert nýtt að mannabreytingar verði i Haukun- um. Nýjustu meðlimirnir eru, sam- kvæmt talningu, meðlimir númer 70 og 71. Gárungarnir hafa það að orði að fínt þyki að hafa gott númer í Haukum! „Við tókum okkur gott fri eftir að þeir Ásgeir Óskarsson og Pétur Hjalte- sted gengu yfir I Poker og leituðum að mönnum, sem við vorum vissir um að geta haldið,” sagði Gunnlaugur. „Við enduðum síðan á því að ná í Jóhannes Johnsen til Vestmannaeyja, sem kom yfir með alla fjölskylduna, og síðan réðum við Davíð Karlsson trommu- leikara.” Aðrir meðlimir Hauka eru áður- nefndur Gunnlaugur, Engilbert Jensen og Sven Arve Hovland. Þeir eru nú búnir að ná saman dágóðu dansleikjaprógrammi, sem að sögn Gunnlaugs er I stöðugri endurnýjun þessa dagana. — Hann var spurður um hljómplötuáform hjá Haukunum: „Við erum ekkert farnir að velta þvi fyrir okkur og ætlum ekkert að stressa okkur upp vegna svoleiðis. Ef það dettur i okkur að taka upp plötu, þá mótast hún á svo sem viku. „Annars eru allir möguleikar opnir hjá okkur,” hélt Gunnlaugur Melsted áfram. „Valgeir Skagfjörð, gamli píanóleikarinn okkar, er staddur á landinu núna. Þegar hann fer aftur til Sviþjóðar ætlar hann að athuga mögu- leikana á að við förum út. Valgeir myndi þá ganga i hljómsveitina sem sjötti maður. Skilyrðið fyrir þvi að við förum til Sviþjóðar er þó að við göngum að einhverju föstu, en verðum ekki í einhverri ævintýra- mennsku þar.” Haukar. NVju meðlimirnir, Davíð Karlsson og Jóhannes Johnsen eru lengst til vinstri og hægri, en Haukakjarninn, Engilbert, Gunnlaugur og Sven, i miðjunni. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. > Hljóml e ikar . Þursa . flokkurinn Póker - ÁT- Laugardalshöll 3. maf kl. 21 Það leynir sér ekki að áhuginn á HOT ICE hljómleikunum með STRANGLERS, POKER, ÞURSUNUM og HALLA OG LADDA er gífur- legur. Enginn tónlistarunnandi ætlar að láta þennan merka atburð fram hjá sér fara því miðasalan hefur gengið frábærlega og nú þegar er rúmlega helmingur miða seldur. Það verður gaman að sjá hvemig erlendu blaðamönnunum og fulltrúum United Artists líkar íslensk hljómleikastemmning. Óhætt er að segja að þetta sé tónlistarvið- burður sem enginn má láta framhjó sér fara og nú er um að gera að tryggja sér miða strax á þriðjudag. 3ja tíma stuð fyrir aðeins 3.000 krónur FORSALAN ER Á ÞESSUM STÖÐUM: Xarnabœ hljómplötudeild: Fólkanum: Sklfunni Akranesi: Laugavegi 66, s. 28155 Suðurlandsbraut 8, s. 84670 Laugavegi 33, s. II508 Versl. Eplið Austurstræti 22, s. 28155 Laugavegi24 Keflavik: Akureyri: Glæsibæ, s. 81915 Vesturveri Fataval Versl. Cesar ■■ . . 0,1 -A' . Vaatmannaayjum: Versl. Eyjabær Hafnarfirði: Versl. Skifan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.