Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 37

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978. 37 Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar (D-lista); UEGSTU ÚTSVÖR Á LANDINU MESTA VELFERÐARMÁUÐ Magnús Erlendsson á heimili sinu. DB-mynd: R.Th. „Sú ákvörðun bæjarstjórnarmeiri- hluta sjálfstæðismanna að leggja 10 af hundraði lægri útsvör á skattgreiðendur hér I bæ en þekkist hjá nokkru öðru bæjarfélagi á landinu öllu er mér efst í huga,” sagði Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar og 2. maður á D-listanum. Þessi ákvörðun okkar sjálfstæðismanna gerir það að verkum að mikill meirihluti íbúðaeigenda hér i bæ getur greitt fast- eignagjöld sín með þeim fjárhæðum, sem bæjaryfirvöld spara þeim með þess- ari lágu útsvarsálagningu. Á timum óðaverðbólgu og þenslu í þjóðfélaginu teljum við sjálfstæðismenn nauðsyn að flýta sér hægt, en halda þó uppi fullum framkvæmdum, þótt að sjálfsögðu verði ekki jafnmikið fram- kvæmt og ella hefði orðið, ef bæjar- sjóður hefði haldið þeim tugum milljóna, sem eftirgefnar eru i útsvörun- um. Hafin er bygging heilsugæzlu- stöðvar, málefni yngstu og elztu borgar- anna eru næst á dagskrá. Ég treysti íbúum Seltjarnarness til að hrista af sér sambræðingsframboð vinstri mannanna þar sem kommúnistar hafa tekið forystu, og fráleitt þekki ég Seltirninga ef þeir veita slikum mönnum brautargengi við kosningarnar i vor. -G.S. Guðmundur Einarsson framkvæmda- stjóri við heimili sitt að Tjarnarbóli. DB- mynd R.Th. Guðmundur Einarsson (H-lista): SKIPULAGSMÁUN VERDI YFIRVEGUÐ VANDLEGA Mín viðhorf eru að hver bæjar- stjórnarmaður þurfi helzt að hafa áhuga á bæjarmálunum sem heild. Stærsta málið á Seltjarnarnesi nú er aðalskipu- lagið, enda tengist það flestum eða öllum öðrum þáttum. Ég álít tilgang skipulagsins eiga að vera að skapa lif- andi, blandaða byggð er ekki beri svip svefnbæjar, eins og nú má segja," sagði Guðmundur Einarsson 2. maður á H- listanum. Fjölga þarf atvinnutækifærum til muna í bænum án þess að skapa mengun eða ónæði, slíkt þarf alls ekki að fylgja atvinnurekstri. Þá ber að vanda mjög til skipulagningar nýs mið- bæjar, sem fyrirhugaður er. í því tilviki má alls ekki rasa um ráð fram, eins og stundum vill brenna við. Með nýjum miðbæ ætti þjónusta að stórbatna og bærinn að verða meiri heild. Þó legg ég á það áherzlu að byggarlög á höfuðborgarsvæðinu hafi sem nánast samstarf um skipulagsmál sín og er með- niæltur einni þróunarstofnun fyrir svæðið. Áð lokum vil ég geta þess að á Sel- tjarnarnesi er að finna óspillt svæði hentug til útivistar og ber að varðveita vesturhlutann þannig að byggðin verði ekki látin halda áfram inn á það svæði frekar en oröið er. - G.S.! Gunnlaugur Árnason, verkstjóri (H-lista): HEITA- OG KALDAVATNSVEITURNAR BRÝNUSTU ÚRLAUSNAREFNIN „Að sjálfsögðu mun ég styðja öll mál, er verða íbúum og bæjarfélagi til vel- farnaðar, en af einstökum málum er mér efst í huga ástand heita og kalda vatns- ins hér,” sagði Gunnlaugur Árnason verkstjóri, 3. maðurá H-listanum. „Hitaveituvatnið hefur valdið tæringu i kyndikerfum húsa, mörgum bæjarbúum til stórtjóns. Sá meirihluti sem nú ræður ríkjum á Seltjarnarnesi (5 sjálfstæðismenn af 7 fulltrúum) hefur litið gert í málinu til þessa. Nú þegar þarf að taka þetta mál föstum tökum. Kalda vatnið fáum við frá Reykjavík skv. sérstökum samningi. Farið er að bera á of lágum þrýstingi í stöku húsum og styttist þá óðum í vatnsleysi. Hefja þarf nú þegar viðræður við Vatnsveitu Reykjavíkur um úrbætur í þessu máli, en sinnuleysi forsvarsmanna bæjar- félagsins undanfarin ár mun hér mestu um valda. Vandamálin eru til að leysa þau en ekki til að stinga þeim undir stól.” G.S. Gunnlaugur Árnason verkstjóri á vinnustað. DB-mynd: Hörður. Seltjarnarnes 1974 1970 1966 1962 Framsóknarflokkur („Frjálslyndir” 1962) Sjálfstæðisflokkur 197—1 782—5 587-3 460—3 172—2 294—3 „Vinstri menn” (A og AB) „Vinstri menn” (A, F og AB) Alþýðuflokkur Alþýðubandalag 234-1 312—2 314—2 72-0 74—2 H-listi, listi vinstri- og framsóknarmanna: Guðrún K. Þorbergsdóttir Guðmundur Einarsson Gunnlaugur Árnason Sigurður Kr. Árnason Edda Magnúsdóttir Stefán Bergmann Vilhjálmur Hjálmarsson Helgi Kristjánsson Njörður P. Njarðvik Felix Þorsteinsson Leifur N. Dungal Njáll Þorsteinsson Auður Sigurðardóttir Njáll Ingjaldsson D-listi sjálfstæðis- manna: Sigurgeir Sigurðsson Magnús Erlendsson Snæbjörn Ásgeirsson JúliusSólnes Guðmar E. Magnússon Jón Gunnlaugsson. Helga M. Einarsdóttir ÁslaugG. Harðardóttir FinnbogiGislason Skúli Júliusson Auður Eir Guðmundsdóttir Erna Nielsen Guðmar Marelsson Karl B. Guðmundsson. Samsetning H-listans H-listinn, listi vinstri- og framsóknar- manna á Seltjarnarnesi, er skipaður fulltrúum þriggja flokka. Efsta sætið á Alþýðubandalagið, næsta Framsóknar- flokkurinn, þriðja Alþýðuflokkurinn og fjórða Framsóknarflokkurinn. - G.S. „Trúarbrögð” í tvennum skilningi Þetta listaverk ákvað bæjarstjórn að gefa Mýrarhúsaskóla er skólinn varð hundrað ára. Verkið gerði Ásmundur Sveinsson og nefnist það „Trúarbrögð”. Gárungar á Nesinu telja að sjálfstæðis- meirihlutinn í bæjarstjórn hafi valið þetta verk með tilliti til að undir vissum hornum má lesa út úr því bókstafinn D, listabókstaf sjálfstæðismanna. — DB- mynd Hörður. Sigurjón Jónsson vélvirki: Eg hef ekki trú á miklum breytingum, enda held ég að bæjarstjórnin sé fremur vinsæl, þótt ýmislegt megi líka að henni finna. Magnús Georgsson, framkvæmdastj. iþróttahússins: Það er ekkert vafamál að Sjálfstæðismeirihluti verður hér áfram enda hefur hann staöið sig vel. Ég spái þrem vinstri- og fjórum hægrimönnum, sjálfstæðismenn hafa gott af aðhaldi. Guðjón Jónatansson vélvirki: Það verða þrír vinstri menn og fjórir sjálfstæðis- menn og hefði orðið það lika siðast ef vinstri menn hefðu staðið óskiptir saman. Meirihluti sjálfstæðismanna nú er of mikill. Sigurður Kristinsson áhaldavörður: Ég spái sömu skiptmgu og nú, tveim vinstri og fimm sjálfstæðismönnum.Sjálfstæðis- menn bæta við sig úr röðum yngstu kjósendanna. Spurning ag Hverju spáir þú um úrslit kosninganna?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.