Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 40
Innf lutningsbann á olíu er yfirvofandi: BENSINBIRGÐIR ENDAST FRAM í JÚNÍ - GASOLÍA TIL EINS MÁNAÐAR Mannfjöldinn á úlifundinum á l.ækjartoui 1 • maí hlýddi á boðskap Guðmundar J. þar sem hann tilkynnti um bann við uppskipun á oliu. — DB-mynd Hörður. „Það munu vera til bensínbirgðir til rúmlega eins mánaðar, eða fram i miðjan júní,” sagði Ragnar Kjartans- son hjá Skeljungi í viðtali við Dag- blaðið í morgun er kannað var hversu miklar birgðir oliu væru til í landinu, með tílliti til yfirvofandi innflutnings- banns á oliu, sem Verkamannasam- bandið boðaði i gær. „Það er væntanlegt bensinskip um miðjan mánuðinn, en hvað þá verður vitum við ekki, enda hefur boðskapur Verkamannasambandsins ekki borizt okkur ennþá.” Ragnar sagði að þær birgðir af gasoliu, sem til væru ættu aðendast út mánuðinn og af svartolíu væru til birgðir sem endast ættu fram á.sumar. „Innflutningur á oliu er auðvitað reglubundinn þannig að það eru væntanleg skip með olíufarma,” sagði_ Ragnar ennfremur. „En við vitum ekki hvernig þessu banni verður fram- fylgt, eða hversu lengi það á að standa.” Því má bæta hér við til skýringar, að olíuinnflutningsbann þetta virðist við fyrstu sýn bitna hvað helzt á báta- flotanum þvi að millilandaskipin stöðvast ekki, enda taka þau olíu i erlendum höfnum. Hættast er við að togararnir færu að sigla með aflann til þess að slá tvær flugur i einu höggi og þá eru áhrif innflutningsbannsins á oliu orðin mun viðtækari og alvarlegri. -HP. SKARTGRIPUM STOLIÐ FYRIR 4-5 MILUÓNIR Þjófurinn fannst sofandi í kyndiklefa | Einn mesti skartgripaþjófnaður sem framinn hefur verið í Reykjavík átti sér stað aðfaranóft 1. maí. Vegfarandi sem átti leið framhjá Skartgripaverzlun Vals Fannar i Hafnarstræti 18 sá þar brotna rúðu i hurð og gerði Iögreglu aðvart. Þegar var allt sett í gang og eigandi verzlunarinnar taldi ránið nema 4—5 milljónum króna að verðmæti við fyrstu sýn. Rannsóknarlögreglumenn fundu þeg- ar greinileg fingraför eftir þjófinn og kom í Ijós að fingraförin voru af manni sem lögreglan þekkir vel til og hefur áður lent i ránum og innbrotum. Höfðu lögreglumenn mynd af hinum seka er þeir hófu leit að honum. Um kl. 10 að morgni hins I. mai hringdi húsvörður að Austurbrún 6 til lögreglu og kvartaði yfir manni sem farið hefði inn j kyndiklefa hússins og lagt sig þar. Er lögreglumenn komu á vettvang kom í Ijós að þarna var skart- gripaþjófurinn kominn. Bar hann 2—3 úr á sér, einnig hálsmen og dýrindis hring hafði hann troðið á fingur sér og gekk erfiðlega að ná af honum. Maðurinn viðurkenndi þjófnaðinn og vísaði á þýfið í svörtum plastpoka, sem hann hafði falið skammt frá húsinu að Austurbrún. Þar fólust verðmæti yfir 4 milljónirkróna. -ASt. Á myndinni sést hvar þjófurinn hefur brotið gler i hurð verzlunarinnar og farið inn. Að sögn Hönnu Aðalsteinsdóttur, eiginkonu Vals Fannar, er ekki þjófabjalla í verzluninni en rimlar að aftanverðu. Hins vegar er gott fyrir þjófa að athafna sig nú vegna hárrar girðingar fyrir framan verzlunina, en girðingin er umhverfis nýbyggingu á Lækjartorgi. Mest af þýfinu kom fram, en að sögn Hönnu vantar þó eitthvað enn. DB-mynd RagnarTh. Haukur Guðmundsson hefur játað að hafa lagt gildruna með aðstoð „huldumeyjanna” Haukur Guðmundsson fyrrum lögreglumaður í Keflavík hefur nú játað aðild sína að handtöku Guðbjarts Pálssonar og Karls Guðmundssonar í Vogum á Vatns- leysuströnd. Hann hefur einnig játað að hafa undirbúið hana og síðan reynt með ýmsum hætti að leyna hinu ólög- lega athæfi. Meðal annars fékk hann stúlkur tvær, „huldumeyjarnar” til þess að taka þátt i því að leggja gildru fyrir þá Guðbjart og Karl að þvi leyti að þær fengu þá til að áka sér þá leið sem farin var. Endaði sú ferð með handtöku þeirra félaga. Jáning ViðarsOlsen fyrrum fulltrúa bæjarfógetans í Keflavík liggur einnig fyrir um sumt það sem „huldu- meyjarnar" báru i staðfestum skýrsl- um fýrir dómi. Meðal annars viðurkennir hann að hafa verið sam- ferða þeim Hauki Guðmundssyni og stúlkunum tveimur frá Keflavík til Reykjavíkur daginn, sem handtakan fór fram iVogununt. Annars erjátning \ iðars Olsen að flestu öðru leyti annars eðlis en Hauks. Eftir heimildum sem DB telur öruggar, kveðst Viðar Olsen alls ekki hafa vitað um handtökuundirbúninginn og það hvernig að var farið. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki sannað að fulltrúi bæjarfógetans hafi kveðið upp gæzluvarðhaldsúrskurðinn yfir Guðbjarti Pálssyni vitandi vits um hið ólögmæta atferli lögreglumanna. - Stúlka sú sem böndin bárust loks að var ein þeirra sem leidd var fyrir þá Guðbjart og Karl við sakbendingu. Enda þótt þeir treystu sér ekki til að fullyrða um það töldu þeir ekki útilokað að hún hafi verið önnur „huldumeyjan". Hún var þvi grunuð frá upphafi. Það vakti athygli rannsóknarmanna að hin grunaða hafði tilbúna fjarvist- arsönnun þegar hún var boðuð til sak- ' bendingar. Samkvæmt yfirlýsingu sem hún hafði meðferðis átti hún að hafa verið að vinna að ræstingu í opinberri stofnun i Keflavik þegar handtakan fór fram. Hún var eina konan sem fjarvistarsönnun hafði. Er nú komið fram að vinkona hennar hafði að beiðni Hauks Guðmundssonar gefið hina fölsku yfirlýsingu til þess að villa um fyrir rannsóknarmönnum, sem og tókst. Allmargir menn hafa verið yfir- heyrðir vegna málsins. Hefur verið unnið sleitulaust alla helgina að rannsókn málsins. Er húnnúsvovelá veg komin að sennilegt má telja að henni verði lokið innan skamms. Kann þvi svo að fara að ekki reyni að réttmæti gæzluvarðshaldsúrskurða yf- ir Hauki og Viðari fyrir Hæstarétti, en þeir voru kærðir, eins og fram hefur komið. -BS. mmJ frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 2. MAt 1978 Árás og rán íHallarmúla Ráðizt var á mann sem leið átti um Hallarmúla aðfaranótt 1. mai um kl. 2. Árásarmennirnir voru ungir menn, meðalmenn á vöxt, báðir klæddir leður- jökkum Slóguþeir vegfarandann niðurog rændu veski hans. Árásarmennirnir hafa enn ekki fundizt. ASt. | Féll nidur9 hæðin Kisa lifði — enda hefur kötturinn níu líf Það bar til tíðinda við eitt háhýsa i Asparfelli í Breiðholti um helgina að köttúr féll þar af þakbrún en húsið er 8 eða 9 hæðir með „penthúsi” efst. Féll kisa niður á malbikaða stétt. öllum til furðu sá ekki á kisu eftir þetta fall, sem teljast má hundruð kattarhæðir. Var farið með kisu í dýraspítalann og virtist hún óbrotin og ómeidd. Urðu eigendur fengnir að fá kisu sina heila úr þessu heljarstökki. Það hefur verið sagt að kötturinn hafi níu lif. Ekki vitum við hversu mörg þessi kisa hefur notað sér, en áreiðanlega fór þarna eitt þessara níu. ASt. Vegimiraustanfjalls varhugaverðir: Bílvelta í Þingvalla- sveitígær Bilvelta varð á Þingvallavegi um fimm leytið í gærdag nálægt Miðfelli. Fernt var i bilnum og urðu lítilsháttar meiðsli á fólki samkvæmt upplýsingum Selfosslögreglu. Sagði lögreglan að vegirnir í sýslunni væru varhugaverðir um þessar mundir er klaki er að fara úr þeim og kantar viða lausir. Betra er þvi að gæta vel að. Tals- verð umferð var um helgina austanfjalls ;ins og gjarnan er í góðu veðri. A.Bj. Unglingaólæti l.maí Töluvert bará unglingaólátum 1. maí. Hófust þau rétt áður en skrúðganga verkalýðsins lagði af stað frá Hlemmi. 15—18 ungmenni hópuðust saman og |fóru fyrir gönguna með svartan fána. Ákveðið var að taka forsvarsmennina tvo sem fánann báru úr umferð. Veittu þeir harðvítuga mótspyrnu en voru að lokum teknir og fluttir i aðalstöð og geymdir þar meðan hátiðahöldin fóru fram. Þetta voru 16 og 18 ára piltar. ' Tveir aðrir 14 og 15 ára klifruðu upp á styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og hengdu þar upp fána sem á var letrað: „Varið frelsi”. Þeir voru teknir og foreldrar látnir sækja þá. Þá gerði hópur unglinga hávaða og læti við brezka sendiráðið. Voru þeir teknir og foreldrar látnir sækja þá á stöðina. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.