Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 1
fijálst, úháð dagblað 4. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 — 92. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.— AÐALSÍMI 27022. í Handtökumálið: 1 Lögreglumaður leystur frá störfum um stund Skarphéðinn Njálsson lögreglu- maður á Ísafirði, sem var einn hinna þriggja lögreglumanna er stóðu að handtöku Guðbjarts Pálssonar og Karls Guðmundssonar á sínum tíma hefur verið leystur frá störfum um stundarsakir. Skarphéðinn var lögreglumaður í Keflavík er hand- takan fór fram en fluttist síðan til ísa- fjarðar, þar sem hann hefur gegnt störfum lögreglumanns. Viðar Olsen laus úr gæzluvarðhaldi Skarphéðinn er nú kominn til Reykjavíkur til skýrslugerðar, en eins og fram kom i DB í gær hefur Haukur Guðmundsson fv. rannsóknar- lögreglumaður í Keflavik játað að hafa lagt gildru fyrir þá Guðbjart og Karl. Viðar Olsen fv. fulltrúi baejar- fógetans í Keflavík breytti framburði eftir að hann gaf sig fram við rann- sóknarlögreglu rikisins og leiddi hinn breytti framburður til þess að Haukur var handtekinn. Viðari Olsen var sleppt úr gæzlu- varðhaldi um miðnætti sl. eftir langar yfirheyrslur, að þvi er Steingrimur Gautur Kristjánsson setudómari upplýsti i samtali við DB í morgun. Ekki þótti ástæða til þess að halda honum lengur, enda þótt gæzluvarð- haldstíminn væri ekki liðinn. Haukur situr hins vegar áfram í gæzluvarð- haldi. JH STRANGLERS, brezka hljómsveitin sem kemur fram á tónleikum i kvöld I Reykjavik, kom til landsins I gær. Á myndinni tekur Kristján Pétursson frægasti tollvörður landsins á móti þeim. „Kyrkjararnir” eins og nafn þeirra mun útleggjast fóru um græna hliðið og i farangri þeirra þurfti ekkert að róta. Á myndinni er Kristján Pétursson fyrir innan borðið en brczku hljómlistar- mennirnir fyrir utan — DB-mynd Ragnar Th. Sig. Sjá bls. 15. KR niðurí2. deildí handbolta: FÉLL FYRIR LITLAHK!! — sjáíþróttiríopnu o HESTUR, oggóðurhestur — sjá bls.8 o Hvað vilja þeir? Dagblaðið heim- sækirmenn íkosningaham í Garðabæ — sjábls. 4og5 o Uppkomast svik um síðir: Draugagang- urinnvaraf segulbandi Ákærðir umkaffismygl frá Mexico — sjá erl. fréttir ábls.6og7 Orkustof nun f ór ekki eftir heimildarákvæðum — segirforsætisráðherra—180 milljónir teknaraf rannsóknarfé stofnunarinnar Slæm fjárhagsstaða Orkustofnunar kom til umræðu utan dagskrár á sam- einuðu Alþingi i gær. Helgi Seljan kvaddi sér hljóðs vegna bréfs hagsmuna- samtaka starfsmanna Orkustofnunar, þar sem fram kemur að rikisvaldið hefur notað I801mírjónir af fjárveitingu Orku- stofnunar til greiðslna á vanskilaskuld- um sem safnazt hafa upp vegna fram- kvæmda við Kröfluvirkjun. Hópurinn telur skuldir þessar hluta af stofnkostnaði Kröfluvirkjunar og óvið- komandi rannsóknaráætlun Orkustofn- unar. í svari forsætisráðherra kom fram að leitazt verður við að útvega stofnuninni fjármagn til rannsókna þannig að sta.rf- semin gangi eðlilega fyrir sig. Ráðherra gat þess þó að fjármál Orkustofnunar væri ekki í lagi og að stofnunin hefði ekki farið eftir settum starfsáætlunum og m.a. ráðið til sin fleiri starfsmenn en heimild væri ti. JH Karvel varði Hannibal — sjá bls. 9 Stöðugaukning samskipta Sovétríkjanna ogV-Þýzkaland — sjá bls. 10 TEKIÐ AÐ SEKTA 0G KYRRSETJA FYRIR NAGLADEKK Nú er ekki til setunnar boðið fyrir þá sem enn aka á negldum dekkjum að skipta um. Lögregluaðgerðir eru hafnar og verða auknar í dag og næstu daga gegn þeim sem enn eru á nöglunum. Hætta verður þá á að ökumenn geti fengið sekt eða verði kyrrsettir — svo þægilegt sem slíkt er við ýmsar aðstæður. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.