Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. MAl 1978. Æskulýðs- og skólamál gatna- og atvinnumál — erþað sem leggja berhöfuðáherzlu á segirSigurður Sigurjónsson lögfræðingur „Að minni hyggju eru það æskulýðs- og skólamál, gatnamál og atvinnumál sem næsta bæjarstjórn verður að leggja höfuðáherzlu á,” sagði Sigurður Sigurjónsson lögfræðingur, sem skipar fjórða sæti á lista sjálfstæðismanna í Garðabæ. „Mörg verkefni eru eðlilega óleyst í bænum, sem er í örri þróun og vexti, en áðurnefnd mál hljóta að teljast forgangsmál.” Hann kvað bæjarfélaginu bera skyldu til að annast vel um þarfir barna og unglinga og leggja bæri á það aukna áherzlu. Auka þyrfti fjölbreytnina og gefa unglingum sjálfum tækifæri til að móta starfsemina og bera ábyrgð og framkvæmd hennaraðeinhverju leyti. Dagvistunarmálum þyrfti að gefa betri gaum og koma þeim i eins gott lag og bezt gerist annars staðar. Þá þarf og að efla skólahald í Garðabæ að dómi Sigurðar. Sigurður kvað Flatirnar og Túnin bera þess glögg merki að Garðabær bæri af öðrum sveitarfélögum hvað snertir gatnagefð. Dregið hefði úr þeirri áherzlu sem lögð var á gatnagerð og yrði nú að gera geýsilegt átak til að fullgera götur og gangstiga í nýrri hverfum. í baráttu fýrir uppbyggingu aukins atvinnurekstríir mætti heldur hvergi eft- ir gefa. Fá yrði aukinn atvinnurekstur, t.d. léttan iðnað til bæjarins og auka á þann veg hlut atvinnurekstrar i tekju- stofnum bæjarfélagsins samfara at- vinnutryggingu fyrir ibúana. -ASt. Hér sést yfir hluta Garðabæjar af Arnarneshæö. Til vinstri er eitt einbýlishíisa- hverfanna. í miðið blokkir í byggingu með smáíbúðum fyrir ungt fólk, sem hrökklast hefur margt úr bænum vegna einhæfrar byggðar. T.h. er gamla DB-mynd Hörður. „Túnahverfið”. Lega Hafnarfjarðarvegar var helzta deilumálið — og röðun óleystra verkef na er það sem f yrst og f remst verður kosið um í Garðabæ voru íbúar 4420 hinn 1. desember sl. og hafði fjölgað um 796 á því kjörtímabili sem nú ér á enda. Engum sem um Garðabæ Ter dylst hversu mjög Garðabær er þáður öðrum byggðarlögum. Þorri vinnandi íbúa starfar utan bæjarfélagsins og margs konar nauðsynlega þjónustu kaupa Garðbæingar frá nágrannabyggðar- lögum. Sjálfstæðismenn hafa um langa hríð haft öruggan meirihluta i byggðarlaginu og sú bæjarstjórp sern nú lætur af störfum var skipuð 4/sjálfstæðismönn- um og einum fulltrúá Alþýðubandalags- ins. Raddir annarra flokka heyrðust ekki í bæjarstjóm Garðabæjar. Fulltrúar meirihlutans segja það lang- timamarkmið að skapa jafnmörg at- vinnutækifæri í Garðabæ og fólkið er margt. Stærstu atvinnufyrirtækin nú eru bæjarfélagið, Vífilsstaðaspítali, Stálvík, Frigg, vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar, Garða-Héðinn, Rafboð og Nökkvi. Iðnaðarlóðir standa til boða hverjum sem vilja og á næstu árum verður skipulagt og hafnar byggingar á framtíðariðnaðarsvæði sem verður i tengslum við ný iðnaðarsvæði í Hafnar- firði. Helzta deiluefnið í bæjarstjórn á liðandi kjörtimabili var lega Hafnar- fjarðarvegarins. Það mál er nú til lykta leitt með atkvæðum sjálfstæðismanna. Vegurinn færist ekki til en verður breikkaður og umferðaröryggi milli bæjarhluta hvorum megin vegar verður aukið. Margt hefur verið gert á síðustu fjórum árumog má til nefna áfangabygg- ingu Garðaskóla, smábarnaskóla, bygg- ingu safnaðarheimilis, eflingu tónlistar- skóla og stofnun námsflokka; íþrótta- hús var tekið í notkun ásamt sundlaug og gufubaði, knattspyrnusvæði endur- byggt, leikskóli reistur og gæzluvöllur tekinn í notkun, siglingaaðstaða sköpuð við Arnarvog, unnið að gatnagerð, hita- veita lögð í allan bæinn, kaupstaðarrétt indi fengin frá 1. jan. 1975, samið um landakaup úr Hofstaðalandi, fjölbýlis- bús með litlum ibúðum reist fyrir unga fólkið, áhaldahús og skrifstofur bæjarins endurbættar og ýmislegt fleira. En þó Garðabær sé um margt glæsi- legur kaupstaður og snyrtilegur fer þó ekki milli mála að þar skortir margt og mörg verkefni bíða úrlausnar. Um þá verkefnaröð munu kosningarnar snúast öðru fremur. Og þar sem sjö manna bæjarstjórn tekur nú við af 5 manna stjórn er líklegt að bæjarstjórnin verði blandaðri en verið hefur og raddir fleiri flokka heyrist þar. ASt. KEPPT ER AÐ SKOPUN HEILSTEYPTS OG MANNESKJULEGS BÆJARFÉLAGS — segir Garðar Sigurgeirsson bæjarstjóri efsti maðurá lista sjálfstæðismanna „Skipulagsmálin verða áfram eitt mikilvægasta mál bæjarstjómar Garðabæjar. Að leiðarljósi ber að hafa að hér haldi áfram að skapast heilsteypt og manneskjulegt byggðarlag, þar sem íbúarnir kunna vel við sig og vilja eyða ævi sinni i skynsamlegum tengslum við umhverfið,” sagði Garðar Sigurgeirsson bæjarstjóri Garðabæjar og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins við kosning- arnar. „Til skipulagsmálanna telst marg-' vísleg ákvarðanataka um áframhald- andi mótun og útfærslu skipulags bæjarsins í stórum og smáum atriðum. Garðabær (hreppur) Framsóknarfl. 1974 1970 1966 1962 Sjálfstæðisfl. 202-0 175-1 152-1 Kosið Alþýðubandal. 989-4 653-3 388-3 óhlutbundið (Jafnaðarmenn) 220-1 169-1 97-0 Alþýðuflokkur 184-0 134-0 129-1 4 listarí kjöri A-listi Alþýðuflokks- ins 1. örn Eiðsson,fulltrúi 2. Hilmar Hallvarðsson. verkstjóri 3. Haukur Helgason, skólastjóri 4. Erna Aradóttir, fóstra 5. Halldór Steinsen, læknir 6. Jóel Sigurðsson, verkstjóri 7. Bergur Björnsson, bankafulltrúi 8. Magnús Árnason. kjötiðnaðarmaður 9. Rósa Oddsdóttir, póstafgreiðslumaður IB. Óli Kr. Jónsson. múrari I (. Benedikt Sigurbergsson. vélstjóri 12. Jón Einarsson. málari 13. Garðar Ólafsson, læknir 14. Helga Sveinsdóttir. húsmóðir B-listi Framsóknarflokksins 1. Einar Geir Þorsteinsson. framkv. stjóri 2. Svava P. Bernhöft.deildarstjóri 3. Stefán Vilhelmsson. flugvélstjóri 4. ólafur Vilhjálmsson. bifreiðastjóri 5. Ingibjörg Pétursdóttir. hjúkrunarfræðingur 6. Hrafnkell Helgason, yfirlæknir 7. Gunnsteinn Karlsson. deildarstjóri 8. Hörður Rögnvaldsson, kennari 9. Helgi Valdimarsson, byggingameistari. 10. Sigrún Löve. kennari 11. Ingibjartur Þorsteinsson. pipulmeistari 12. Edda Guðmundsdóttir. húsmóðir 13. Hörður Vilhjálmsson, framkv.stjóri 14. Kristleifur Jónsson. bankastjóri D-listi Sjálfstæðisflokks 1. Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóri 2. Jón Sveinsson. forstjóri 3. Markús Sveinsson, framkvæmdastj. 4. Sigurður Sigurjónsson. lögfræðingur 5. Friða Proppé, húsmóðir 6. Ágúst Þorsteinsson, forstjóri 7. Guðfinna Snæbjörnsdóttir. bókari 8. Helgi K. Hjálmsson, viðskiptafræðingur 9. Borgþór Úlfarsson. kaupmaöur 10. RagnarG. Ingimarsson, prófessor 11. Margrét G. Thorlacius, kennari 12. Haraldur Einarsson, húsasmiðameistari 13. Bryndis Þórarinsdóttir, kennari 14. Hjalti Einarsson. verkfræðingur G-listi Alþýðubandalags 1. Hilmar Ingólfsson, kennari 2. Albina Thordarson. arkitekt 3. Birna Bjarnadóttir, kennari 4. Hallgrimur Sæmundsson. kennari 5. Ástriður Karlsdóttir. hjúkrunarkona 6. Viggó Benediktsson. símvirki 7. Guðmundur H. Þórðarson, læknir 8. Ævar Harðarson. nemi 9. Árni Sigurbjörnsson, stýrimaður 10. Björg Helgadóttir, húsmóðir 11. Þóra Runólfsdóttir, verkakona 12. Högni Sigurðsson, verkamaður 13. Sigurbjörn Árnason, stýrimaður 14. Þorgeir Sigurðsson. trésmiður »“*>♦ - Uii-í lllllMi Vií^tr I },!*_({ 1’S landnýting, náttúruvernd, staðarval fyrir íbúðarhúsnæði, atvinnustarfsemi og margvíslegar stofnanir. Garðabær er ungt bæjarfélag sem á stórt og fallegt landsvæði og glæsilega framtíð með óteljandi möguleikum fyrir íbúa sína.” Garðar sagði að fræðslumálin, iþrótta- og æskulýðsmál og dagvistunar- mál yrðu áfram meðal helztu mála bæjarstjómar. Þá yrðu gatnamálin ofar- lega á blaði þvi lengur yrði ekki við unað þann drátt sem orðið hefði á framkvæmdum við fullnaðargerð gatna vegna ýmissa annarra fjárfrekra fram- kvæmda. Áframhaldandi uppbygging vatnsveitunnar og trygging rekstrar- öryggis hennar væri einnig meðal mjög aðkallandi mála. Garðar taldi mörg önnur mál upp sem sinna þyrfti. Má þar til nefna eflingu löggæzlu i bænum og stóraukna samvinnu við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu t.d. í heilbrigðis- málum, brunavörnum og orkumálum. í þessum málum þurfa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að stefna sam- eiginlega að þvi að ná fram hagræði stórreksturs. Garðar lýsti þeirri skoðun sinni að höfuðborgarsvæðið væri eitt vinnu- svæði og atvinnumálin þörfnuðust alvarlegrar umfjöllunar og samræmdra aðgerða allra sveitarfélaganna. Þessi þýðingarmiklu mál Jeystust ekki farsæl- lega nema með nánu og góðu samstarfi. Loks nefndi Garðar sem mikilvægt mál næstu bæjarstjómar verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga. Gera yrði sveitarfélögunum kleift að standa betur og ábyrgar að þeim málum sem þau eiga að annast t.d. að þvi er varðar framhaldsmenntun í landinu. -ASt. cpzn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.