Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 3. MAl 1978. 7 Líbanon: Miklar árásir áfranska gæzluliðið Frá Byggingasam- vinnufélagi Kópavogs Tekið verður á móti umsóknum vegna stofnunar 15.byggingaflokks. Þeir félagsmenn, sem áhuga hafa á þátttöku, þurfa að sækja um fyrir 13. þ.m. á skrifstofu félagsins að Nýbýlavegi 6. Stjómin. Laus staða Kennarastaða við Menntaskólann 6 ísafirði er iaus tii umsóknar. Kennskigreinan efna- og eðlisfrœði, stnrðfrœði og rafreiknifræöL Nénari upptýsingar veitir skóia- meistari i simum (94-) 3135,3599 og 3767. Umsóknir, Asamt itariegum uppiýsingum um námsferíl og störf, sendist rnennta málaréðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavfk, fyrir 20. mai nk. — Umsóknareyðubiöð fést i réðuneytinu. Menntamélaréðuneytið, 27. apríl 1978. Erlendar fréttir Efnahagsbandalagið: SNÚIZT GEGN OLÍUMENGUN AF KRAFTI Æðsti embættismaður Efnahags- bandalagsins, sem fer með samgöngu- mál, Richard Burke, lagði í gær fram nýjar tillögur til varnar olíumengun í hafinu af völdum olíuskipa. Þegar risa- olíuskipið Amoco Cadiz strandaði á Betagne strönd Frakklands í marz síðastliðnum var ákveðið að bregðast hart við af hálfu Efnahagsbandalags- ríkjanna. Richard Burke gat þess í gær að um það bil eitt hundrað slys og óhöpp hefðu orðið á hafinu síðan risa- olíuskipið Torrey Canyon fórst út af suðvesturströnd Englands árið 1967. Var það eitt fyrsta stórslysið þar sem risaolíuskip átti hlut að máli og vakti heimsathygli. I tillögum Efnahagsbandalagsins er gert ráð fyrir meira eftirliti með olíu- skipum, gert er ráð fyrir að auðveldara verði en nú er að fá dráttarbáta til aðstoðar ef í nauðir rekur. Höfð verði til taks sérstök skip til að berjast gegn olíumengun á hafinu og alþjóðlegt samstarf verði aukið bæði með meiri upplýsingum um vandamálið og gagn- kvæmri aðstoð ríkja á milli. Mengunarvarnirnar verða nánar ræddar á fundum umhverfismála- ráðherra og samgöngumálaráðherra bandalagsríkjanna sem haldnir verða innan fárra vikna. Hárgreiðslustofa Steinu ogDódó Sími24616— Laugaveg 18—Sími24616 — skothríð á stöðvarþess ogfarartæki Emmanuel Erskine frá Ghana yfir- maður gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hraðaði þangað för sinni frá New York, þegar fréttist af bardögum milli franskra gæzluliðsmanna og arab iskra andstæðinga þeirra. Vitað er um að í það minnsta fjórir franskir hermenn hafa falliö og átta særzt, þar á meðal æðsti maður Frakkanna, Jean-Germain Salvan. í fyrstu var hann talinn týndur en siðar var til- kynnt að hann væri kominn á sjúkra- hús særður eftir eftirlitsferð í jeppa- bifreið með líbönskum liðsforingja. Þrír hermannanna féllu þegar árás var gerð á bifreið þeirra. Fjórði her- maðurinn féll og sex særðust þegar skothríð buldi á stöðvum Sameinuðu þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá gæzluliðinu sem send var til aðal- stöðvanna I New York. Ekki er ljóst hvort þeir sem barizt hafa gegn liði Sameinuðu þjóðanna eru Palestinuskæruliðar eða líbanskir vinstri menn. Um aðra er ekki rætt í fréttaskeytum frá Líbanon. Fyrr i vikunni féllu þrír vopnaðir Arabarar, sem taldir voru vinstri menn, þegar franskir gæzlusveitar- menn skutu á þá. Arabarnir sinntu ekki viðvörunum um að fara ekki inn á svæði sem hernumið er af Israels- mönnum í Suður-Libanon. Samkvæmt upplýsingum í New York hefur Yasser Arafat, forustu- maður PLO hreyfingar Araba, heitið Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, fullum stuðningi við að bæla niður bardaga í Suður-Líbanon. KUPPINGAR! - KUPPINGAR! G A ÞAÐ KAFFI- SMYGLIÐ Kaffismygl er arðbær atvinnugrein í Mexico og leggja menn ýmislegt undir til að koma sem mestu af því á ólöglegan hátt yfir tií Bandarikjanna. Nýlega komst upp um fimm mexicanska opinbera starfsmenn og tvo útflytjendur kaffis sem smyglað höfðu þessum ágæta drykk. Sitja þeir nú allir í fangelsi og biða dóms. Að sögn yfirvalda I Mexico eru mennirnir sjö sakaðir um að hafa átt aðild að kaffismygli sem nemur um það bil 10 milljón dollurum og er þá aðeins talið smygl í janúar og febrúar á þessu ári. Mexico: 0G NU ER Mexicönsk yfirvöld hafa farið fram á aðstoð bandarískra lögregluyfirvalda við rannsókn málsins. Hefur henni verið heitið. NUítm A SÖMUHÆÐ 2HÆÐ JLHÚSSINS •*5 I REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.