Dagblaðið - 29.05.1978, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1978.
vargará Skemmdu hrogn fyrir
ferðá ■ r mm ■■■■ F
* Ihalfa milljon
Umstafla þurfti verulegum hluta af innihaldi gámsins tilað hægt væri að þrífa eftir
skemmdarvargana. DB-mynd Sv. Þorm.
„Þetta var mjög bagalegt, bæði fjár-
hagslega og einnig þar sem ég var nú í
fyrsta sinn að senda hrogn út í kæligámi
og auk þess í plasttunnum og lagði allt
mitt stolt í að útbúa sendinguna eins vel
og snyrtilega og unnt var,” sagði Jón Ás-
björnsson í viðtali við DB í gærkvöldi.
Undanfarin ár hefur hann flutt
verulegt magn grásleppuhrogna á
Bandaríkjamarkað og var hann að
ganga frá slíkri sendingu i gámi á
Grandagarði síðla vikunnar. Þegar hann
kom að gáminum á laugardags-
morguninn hafði verið brotizt inn í hann
og átta tunnum velt um.
Síðan rótuðu og spörkuðu skemmdar-
vargarnir hrognunum um allt, auk þess
sem tveggja tunna er saknað. Er beint
fjárhagstjón yfir hálfa milljón króna auk
geysilegrar aukavinnu við að þrífa
gáminn upp og búa til sendingar.
Skemmdarvargarnir eru ófundnir.
■GS
Aðkoman var Ijót inni i gáminum á laugardag, tunnur á hvolfi og hrognaslettur um
allt. DB-mynd Sv. Þorm.
Slapp lítið meiddur eftir
20 m fall í Bjarnarnúpi
Slökkviliðsmaður og varnarliðsmaður bera hinn slasaðafrá þyrlunni , i sjúkrabíl á
Reykjavíkurflugvelli. DB-mynd Sv. Þorm.
Fertugur Patreksfirðingur var hætt
kominn við bjargsig í Bjarnarnúpi, milli
Látravíkur og Breiðuvíkur, skammt
norðan Látrabjargs í fyrrakvöld, er hann
hrapaði 15 til 20 metra í bjarginu og
slasaðist. Ekki var hætt á að hreyfa
manninn af ótta við bakmeiðsli og hafði
Slysavamafélagið milligöngu um að út-
vega þyrlu með lækni frá vamarliðinu.
Flaug hún fyrst að Látrum og tók þar
björgunarkempuna Þórð Jónsson um
borð og flaug síðan á slysstað. Sjúkraliði
seig niður úr þyrlunni og náði mannin-
um upp.
Að þvi búnu var Þórði skilað aftur
eftir leiðsögnina og hinum slaáaða flogið
rakleitt til Reykjavikur á sjúkrahús.
Meiðsli hans reyndust furðu lítil þrátt
fyrir hið mikla fall og er hann á góðum
batavegi.
Sem kunnugt er var Þórður á Látrum
ein aðalhetjan í björgunarafrekinu við
Látrabjarg 1947, við vægast sagt lakari
aðstæður en við þessa björgun, en það er
haft eftir honum að áhöfn þyrlunnar
hafi verið leiknir menn og færir mjög.
•G.S.
Ungfrú ísland krýnd
í gærkvöldi
DB-myndir R. Th. Sig.
Ungfrú Reykjavík, Hall-
dóra Björk Jónsdóttir, ætt-
uð úr Vestmannaeyjum,
var kjörin og krýnd sem
ungfrú ísland í hófi miklu
sem haldið var á vegunr
Ferðaskrifstofunnar Sun nu
á Hótel Sögu í gær-
kvöldi.
Sú sem krýndi Halldóru
Björk var engin önnur en
ungfrú alheimur, Janelle
Commissiong.
í öðru sæti varð Ásdís
Loftsdóttir, Reykjavík,
þriðja Silja Allansdóttir,
Akranesi, í fjórða sæti
Sigrún Björk Sverrisdóttir,
Reykjavík, og fimmta varð
ungfrú Suðurland Svava
Kristinsdóttir.
Myndirnar eru frá
keppninni í gærkvöldi.