Dagblaðið - 02.06.1978, Síða 23

Dagblaðið - 02.06.1978, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978. Ct 27 Otvarp Sjónvarp i Gantli og nvi tíminn, úlfaldinn og bif- reiðin, i Saharaeyðimörkinni. Ljósm. Lennart Carlén. Sjónvarpíkvöld kl. 21.00: Stærsti sandur * *■' ' ■' < % * ~ -- veraldar Sahara : „Myndin segir frá brezkum leiðangri sem fer þvert yfir Afríku, þar sem hún er breiðust, frá vestri til austurs,” sagði Gylfi Pálsson okkur en hann er þýðandi og þulur myndarinnar Stærsti sandur veraldar, sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöldkl. 21.00. Gylfi sagði einnig að leiðangursmenn, sem eru 8 talsins, færu þes^p ferð á alveg nýrri gerð Land Roverjeppa. Margt getur hent á slikum ferðum og mæta þeir félagar ýmsum erfiðleikum á þessum auðnum Sahara. Þeir fara yfir Auða hornið i Máritaníu sem ferðalang- ar forðast að koma nálægt. Eyðimörkin er viða vatnslaus og reynir þá á vatnsút- búnað þann sem þeir hafa nteðferðist. Einnig er þar viða laus sandur sem er erfiður yfirferðar fyrir Land Roverinn. Þarna er að finna ýmsar aðrar torfærur, stórgrýti, fjöll og kletta. Einnig mæta þeir á leiðinni úlfaldalest sem reyndar til- heyrir gamla timanum núna. Tilgangur með ferðinni var aðallega að spreyta sig á eyðimörkinni og gera ýmsar rannsóknir og kannanir. Söfnuðu leiðangursmenn þvi ýmsum sýnum úr jarðveginum sem þeim þóttu verðug rannsóknarefni. Myndin, sem er i litum, er 30 minútna löng. RK. Útvarp Föstudagur 2. júnf 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Glerhásin” eftir Pinn Söeborg. Halldór S. Stefánsson les þýðingu sina(lO). 15.00 Miðdegistónleikar. Willy Hartmann og kór og hljómsveit Konunglega leikhússins i Kaupmannahöfn flytja tónlist úr leikritinu „Einu sinni var", e. Lange-MQller; Johan Hay- Knudsen stjórnar. Gávleborg sinfiniuhljóm- sveitin leikur „Trúðana” svitu fyrir litla hljómsveit op. 26 eftir Dmitrij Kabalevski^ Rainer Miedel stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu vlku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popp. 17.20 Hvaö er að tama? Blandaður þáttur um náttúruna og umhverfið, ætlaður átta til tiu ára bömum. Fyrsti þáttur fjallar um sauðburð. Umsjón:Guðrún Guðlaugsdóttir. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Eyjan fræga I Eyrarsundi. Gunnar M. Magnúss rithöfundur flytur gamla ferða- minningu og hugleiðingar. 20.00 Frá tónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands 11. mai sl. Stjómandi: Páll P. Pálsson. „Furutré Rómaborgar", — sinfóniskt Ijóðeftir Ottorino Respighi — Jón Múli Ámason kynnir. 20.30 Hákarlaútgerð Eyfirðinga á siðari hluta 19. aldar. Jón Þ. Þór sagnfræöingur flytur fjórða og siðasta erindi sitt. 20.55 Konsert fyrir selló og hljómsveit nr. 2 op. 126 eftir Shostakovitsj. Mstislav Rostropovitsj leikur með Sinfóniuhljómsveitinni i Boston; Seiji Ozawa stjórnar. 21.30 Myllugarðurinn. Séra Árelius Nielsson segir frá umsjónarmiðstöð fyrir öryrkja. 21.50 Skóiakór Garðarbæjar syngur nokkur lög. Söngstjóri: Guðfinna Dóra Ólafsdóttir 22.05 Kvöldsagan:Ævisaga Sigurðar lngjalds- sonar frá Balaskarði. Indriöi G. Þorsteinsson lessiðari hluta (16). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Gleðistund. Guðni Einarsson og Sam Daniel Glad sjá um þáttinn. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp í kvöld kl. 21.30: Hörkutólið Kojak — Myndaf lokkurinn hefst þriðjudaginn6. júní „Sjónvarpsmyndin sem sýnd verður i sjónvarpinu í kvöld er undanfari myndaflokks um ofan- greindan lögregluforingja sem starfar i lögregluliði New York borgar. Segja má að harka hans sé aðallega í þvi fólgin að krefjast þess af öllum sam- starfsmönnum sinum, reyndar bæði undirmönnum og yfirmönnum, að þeir vinni starf sitt af alúð og kost- gæfni og láti m.a. ekki annarleg sjón- armið hafa áhrif á rannsókn og með- ferð afbrotamála, hvorki yfirhylmingu á afbrotum lögreglumanna í starfi, svo sem grófar aðferðir við yfirheyrslur, né pólitiskar framavonir embættis- manna.” Þetta sagði Bogi Arnar Finnboga- son okkur m.a. en hann þýðir mynd- ina um Kojak sem verður sýnd í sjón- varpinu kl. 21.30 i kvöld. Einnig sagði Bogi: „Brugðið er upp takmarkaðri en þó mjög skýrri mynd af dómsmálakerfi Bandarikjanna og svnt hver meðferð litilmagnans er þeg- ar fordómar hafa sterk áhrif á gang mála. Reyndar er myndin byggð á sann- sögulegum atburðum og dómsmáli i Bandaríkjunum, sem vakti gífurlega athygli á sínum tima þar í landi og víð- ar um heim. Hér er átt við Miranda- málið, sem var prófmál fyrir hæsta- rétti Bandaríkjanna og snerist aðallega um rétt sakbornings til þess að neita að bera vitni gegn sjálfum sér. Segir i myndinni að það mál hafi orðið til þess að breyta hugsunarhætti og af- stöðu fólks um allt land til þessara mála. Af forsmekknum ræð ég að þetta muni reynast hörkugóðar sakamála- sögur.” Myndin er í litum og er rúmlega tveggja klukkustunda löng. rk Telly Savalas fer með hlutverk Kojaks í kvikmyndinni og myndaflokknum um samnefndan lögreglumann BAST LJOS 1 VERDFRÁ KR. 6.965, RIS- KULUR Ýmsar gerðir Kr. 1870.- Landsins mesta /ampaúrva/ LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.