Dagblaðið - 03.06.1978, Qupperneq 24
Milljónaverðmæti ísúginn:
Dauðastnðið heldur
áfram að Laxalóni
Regnbogasilungurinn keyiður í gúanó á sama ta'ma sem vottorö eru gefin um algert heilbrigði
„Ég býð ykkur hingað að Laxalóni
til að sjá þegar við færum tonn af
móður- eða stofnfiski regnbogasilungs
upp úr eldistjörnum og ökum með
hann í gúanóverksmiðjuna að Kletti,”
sagði Skúli Pálsson að Laxalóni er
hann hringdi í DBi gær.
Litlu siðar urðu blaðamenn vitni að
áframhaldandi dauðastriði fisks að
Laxalóni. Við sáum spriklandi fiskinn
á bílpallinum. Þar fór gott efni I mjöl-
vinnslu, dýr fiskur fyrir lítið verð.
„Ef hrogn úr þessum fiski yrðu alin
hér á landi mundu þau skila verðmæt-
um sem næmu hundruðum milljóna
króna,”sagði Skúli. „Leyfi til slíks
fæst ekki. Ég hef barizt fyrir slíku leyfi
síðan 1951 að ég fékk hingað hrogn
frá Danmörku og hóf ræktun regn-
bogasilungs. Upphaflegu hrognin voru
dæmd heilbrigð og ósýkt eftir vand-
lega skoðun. Aldrei hefur orðið vart
nokkurs sjúkdóms I regnbogasilungi
hér að Laxalóni og silungurinn hér er
nú talinn einn af örfáum ósýktu stofn-
um þessarar fisktegundar i Evrópu.
Samt sem áður fæst ekki leyfi til eldis
regnbogasilungs hér á landi umfram
það sem er hér í stöðinni. Þetta eru
slíkar og þvilíkar ofsóknir að með öllu
er óskiljanlegt eða skýranlegt. Ég hef
alvarlega hugleitt að biðja um rann-
sókn dómstóla á öllu þessu máli,”
sagði Skúli.
Sá hluti Laxalónsstöðvarinnar sem
geymir regnbogasilunginn fær vatn úr
læk sem á upptök sín i Bullaugum,
einu af vatnsbólum Reykvíkinga. Það
vatn er gott til fiskeldis.
Sá hluti Laxalónsstöðvarinnar sem
geymdi laxaseiði og laxfisk fékk hins
vegar vatn úr uppsprettu á öðrum
stað. Sjúkdómar sem vart varð í laxa-
seiðum stöðvarinnar i fyrra urðu til
þess að úrskurðað var að allur lax-
fiskur skyldi drepinn. Var það gert
undir eftirliti og stjórn dýralækna sem
til þess voru skipaðir.
Nákvæm skoðun á regnbogasilungi
Skúla sýndi heilbrigðan stofn og heil-
brigði seiði og var honum þyrmt í
niðurskurðinum í fyrra.
Skúli hefur alltaf flutt út nokkuð af
hrognum. Hefur hann þá fengið
vottorð yfirdýralæknis um algjört
heilbrigði þeirra ásamt yfirlýsingu um
að aldrei hafi komið upp smitnýrna-
sjúkdómur af völdum sýkla i regn-
bogasilungsstofninum í Laxalóns-
stöðinni.
í vor hefur söluverð hrognanna
verið sem næst helmingi hærra en
markaðsverð hrogna í Evrópu. Stafar
það af því að heilbrigðir regnboga-
silungsstofnar eru orðnir fátíðir i
Evrópu. Skúli getur ekki annað eftir-
spurn eftir hrognum. í gær var hann
t;d. beðinn um 10000 hrogn á sýningu
í Nice í Frakklandi. Þau á hann ekki
til. Hann getur ekki stækkað stöðina á
Laxalóni og aukið framleiðsluna og
leyfi til að flytja annað fær hann ekki.
„Ég er fórnardýr manna sem taka
geðþóttaákvarðanir varðandi fiskeldi.
Þetta eru hreinar ofsóknir opinberra
embættismanna gegn mér þótt þeir
sjálfir hafi lýst þvi yfir að þá skorti
þekkingu til töku ákvarðana, sem þeir
þó hafa tekið,” sagði Skúli.
Skúli kvað það undarlegt hve sér
hefði verið haldið niðri. Fiskeldi væri
viðurkennd atvinnugrein um allan
héim. Hann sagði að Danir flyttu út
regnbogasilung fyrir andvirði 7
milljarða isl. króna á ári. Það væri
svipuð upph. og fengist fyrir mjólk-
urframleiðslu á öllu svæðinu frá
Hornafirði til Snæfellsness. 1 flestum
eða öllum lækjum á allri suðurströnd
íslands mætti koma upp regnboga-
silungsrækt. Fengju bændur fiska í
ákveðinni stærð frá stórri sameigin-
legri eldisstöð mætti breyta búskapar-
háttum islenzkra bænda til miklu betri
og traustari fjárhagsafkomu en þeir
Skúli Pálsson og starfsmaður hans við
slátrun laxanna. — DB-mynd R.Th.
Sig.
hafa nú af umdeildri offramleiðslu
landbúnaðarvara.
Sjómannadagurinn
hátíðlegurhaldinn
Sjómannadagurinn er á morgun.
Verður hans minnzt viðast hvar um
landið en mestu hátiðahöldin verða
trúlega í Nauthólsvík i Reykjavik.
í Keflavík verður minnismerki
Ásmundar Sveinssonar afhjúpað og i
Hafnarfirði verður mikil hátíð sem
stendur frá morgni til kvölds.
Um kvöldið munu sjómenn og
konur þeirra skunda á dansleiki víða
og munu fagna yfirstaðinni vertið
enda þótt hún hafi ekki reynzt þeim
öllum mjög affarasæl.
Dagblaðsmenn óska sjómönnum til
hamingju með daginn.
Hvareru riddararnir?
Þessar ungu dömur voru að bardúsa við hjólbarðaskipti efst á Laugaveginum i
sólskininu í gxrdag. Furðulegt. Enginn „riddari” átti leið um götuna til að rétta
ungu stúlkunum hjálparhönd. Liklega trúa allir karlmenn þvi nú til dags að bless-
uðum konunum þurfi ekki að hjálpa.
DB-mynd R. Th.Sig.
Efla hjörgunar-
starfá Garóskaga
„Tíð skipströnd á Garðskaganum
og önnur óhöpp sköpuðu þörfina fyrir
björgunarsveit hérna í Garðinum,”
sagði Ólafur Björgvinsson, varafor-
maður björgunarsveitarinnar Ægis í
Garði, þegar við hittum hann að máli
fyrir utan reisulegt hús ásamt nokkr-
um öðrum piltum sem voru I óða önn
að raða timbri, „en það er ekki nóg að
hafa þjálfaða sveit, hún verður að búa
við góðar aðstæður, eignast tæki og
húsnæði fyrir starfsemina."
Eins og aðrar björgunarsveitir á
Suðurnesjum kappkosta Ægismenn að
vera sem bezt undir störfin búnir.
Einn liðurinn er bygging húss sem að
miklu leyti er unnið i sjálfboðavinnu
og fyrir fé sem aflað er með mörgu
móti. „Við ætlum að hefja sölu á leik-
fangahappdrættismiðum á laugardag
— þar geta Suðurnesjamenn eignazt
t.d. reiðhjól fyrir 200 kr. og eflt björg-
unarstarfsemina um leið,” sgði Ólafur,
„einnig munum við selja bílrúðu-
merki, teiknað af Kristjönu Kjartans-
dóttur. Ef vel gengur gerum við okkur
vonir um að geta gengið frá húsinu að
utan fyrir haustið og unnið i innrétt-
ingum í vetur.”
Varla þarf að efa að Suðurnesja-
menn taka þeim Ægismönnum vel
þegar þeir ganga í hús á næstunni til
að bjóða merki og miða til að efla
öryggi i héraðinu. Formaður Ægis er
Þórarinn Guðbergsson.
frýálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR3. JÍJNÍ 1978.
Stal fjórum
ökutækjum
sömu nóttina
Tæplega sautján ára Hafnfirðingur
játaði i gær hjá rannsóknarlögreglu-
mönnum í Hafnarfirði tvo bilþjófnaði,
stuld á dráttarvél og tilraun til að stela
einum bíl í viðbót. Pilturinn var undir
áhrifum áfengis og jafnframt er hann
ökuréttindalaus.
Bilarnir sem hann stal voru gamall
Chevrolet og Fiat árgerð 1973. Fundust
þeir báðir nokkuð skemmdir, annar á
Áfltanesi og hinn við Hvaleyrarvatn.
Vinnuvélin sem pilturinn stal var í
eigu Rafveitu Hafnarfjarðar. Hún
fannst óskemmd. Stuttar gönguleiðir fór
pilturinn frá þeim stöðum þar sem hann
skildi stolnu farartækin eftir til næsta
ökutækis er hann réðst að. Loks labbaði
hann frá Hvaleyrarholti og heim að
loknum næturleiknum. Hann var i
fangageymslu í gær eftir játninguna.ASt.
Ungir Reykjavfkurstrákar að leik með
flugdreka á götu úti i gærdag. — DB-
mynd Ari.
Fljúga skal
flugdrekinn...
Flugdrekar eru aftur i tizku, jafnt
meðal yngri sem eldri. Á morgun verða
félagar úr Lionsklúbbnum Tý i Reykja-
vík með árlega sölu á flugdrekum en
ágóðanum verja þeir til að styrkja grein-
ingarstöðina í Kjarvalshúsi á Seltjarnar-
nesi. Hafa þeir unnið þar gott starf í
sjálfboðavinnu og með fjárframlögum.
Drekarnir eru seldir í Hafnarhúsinu, við
Hlemmtorg og í Breiðholti. Án efa
munu Týsmenn verða áberandi og ekki
fara fram hjá neinum vegfaranda.
Aðförað
hunda-
fangelsi
þeir staöráðnir i því að byggja yfir starfsemi sina hjá björgunarsveitinni Ægi 1 Garði,
með aðstoð almennings. Á myndinni standa nokkrir þeirra fýrir framan björgunar-
sveitarhúsið, en þeir eru Ólafúr Björgvinsson, Andrés Jónasson, Tryggvi Einarsson
og Sigurgeir Torfason.
-DB-mynd emm.
Það þekkist víða meðal stórþjóða að
gerð sé atlaga að húsum þar sem þeir
sem lögreglan hefur tekið til fanga eru
geymdir. Slíkt er fátítt hér. En i fyrradag
var gerð atlaga að „hundafanga-
geymslum” gæzlumanns lögreglunnar i
Blesugróf.
Þar innan dyra var hundur sem
tekinn hafði vcrið úr umferð er hann var
einn i leyfisleysi á göngu í Árbæjar-
hverfi. Hundurinn var svo leystur úr
prísundinni í gær og er ekki vitað hverjir
voru að verki. Innbrot var þó framið til
að ná i hundinn. „Ef við sjáum hann
aftur lausan verður hann ekki geyntdur
'lengi,” sagði lögreglumaður í gær.
Hundar mega ekki ganga lausir á
almannafæri, allra sizt i Reykjavik, þar
sem hundabann er ríkjandi.
-ASt.
»-