Dagblaðið - 06.06.1978, Side 5

Dagblaðið - 06.06.1978, Side 5
A|M92_ReW**''* ■5SS--"5- - * SJT óskaO :grsíminn 8. síða. — Þriðjudagur 6. júní 1978. Eittaf stefnu- Myndin er af frambjóðendum Stjórnmálaflokksins I Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar 25. júni. Fremri röð: sitjandi, talið frá .vinstri: Sigfús Eiríksson, múrari, Hafnarfirði, 8. sæti, Sigriður Hanna Jóhannesdóttir, læknaritari, Kópa- vogi, 9. sæti. Eirikur Rósberg rafmagnstæknifræðingur, Kópavooi, 1. sæti. Vilborg Gunnarsdóttir, húsmóðir, Hlégarði Mosfellssveits, 3. sæti Anna Kristjánsdóttir, húsmóðir, 6 sæti. Standandi, talið frá vinstri: Davíð Ólafsson bilasali, Hafnar- firði, 4 sæti. Sigurður Þorkelsson, iðnrekandi, Kópavogi, 10. sæti. Einar Dagbjartsson, skipstjóri, Grindavík, 5. sæti. Sveinn Sigurjónsson verkamaður, Keflavik, 2. sæti, Ásgeir Heiðar, sölumaður, Seltjarnarnesi, 7. sæti. Breytingá skattalögunum öldruðumí vil — rætt viö Eirík Rósberg, rafmagnstæknifræöing, sem skiparl. sætiá lista S tjórnmálaflokksins í Reykjaneskjördæmi 1. Fyrir hverju ertu að berjast? Ég berst fyrir því að hér komi sterk stjórn, sem þorir að horfast i augu við aðsteðjandi vandamál, með það fyrir augum að leysa þau, veltir þeim ekki á undan sér eða leiðir þau hjá sér eins og svo algengt er. 2. Hvað ætlarðu að gera á þingi? Á þingi vil ég beita mér meðal annars fyrir eftirfarandi:. a) Að lagt verði aðstöðugjald á her- stöðvar NATO hér á landi og að tollvernd og önnur fríðindi þeim til handa verði afnumin. b) Að stjórnarskránni verði breytt þannig að iöggjafar- og framkvæmda- vald verði aðskilið. c) Að iðnaður hér á landi verði efldur stórlega. d) Að stuðla að því að eldra fólkið I þjóðfélaginu geti lifað við ákveðið öryggi þegar eftirlaunaaldrinum er náð, en það er hægt meðal annars með því að breyta skattalögunum þannig, að þegar fólk hefur náð 67 ára aldri, þá hætti það að greiöa öll opinber gjöld ncma ef til vill eignaskatt. Einnig er hægt að láta bankana koma til móts við þetta fólk með því að leyfa því að leggja ákveðna upphæð á mánuði hverjum inn á verðtryggða bankabók eftir að ofangreindum aldri er náð. 3. Af hverju Stjórnmálaflokkinn? Vegna þess að Stjórnmála- flokkurinn er flokkur með nýjum og ferskum blæ og er ekki bundinn I báða skó af pólitískum hagsmunaklíkum. Einnig vegna þess að stefnuskrá flokksins er mér mjög að skapi. 4. Hvað hefurðu gert áður? Ég hef gert ýmislegt um ævina. Verið sendill og blaðasali á unga aldri, unnið verkamannavinnu hhjá Reykja- víkurborg, unnið við afgreiðslu hjá Sláturfélagi Suðurlands, lært rafvirkj- un og að siðustu lært rafmagnstækni- færði I Danmörku. málunum Stjórnmálaflokkurinn gerir sér Ijóst, að verðbólga getur að vissu marki verið gagnleg. Hún getur flýtt fyrir framkvæmdum og örvað menn til dáða. En sé verðbólgan komin á það stig, sem hún er nú hér á landi, er hún bæði hrollvekjandi og skaðleg. í stað þess að .örva til dáða ýtir hún undir hvers konar spákaupmennsku og spillingu. Miklar umræður hafa átt sér stað um þetta vandamál og sýnist sitt hverjum. Stjórnmálaflokkurinn telur ekki- mögulegt að ráða bót á þessu mikla verðbólgumeini nema með niður-. færslu I einhverri mynd. Gengisfelling og styrkjakerfisleiðin eru skaðlegar eins og deyfilyfjalækningar, sem bein- línis lama þjóðfélagið enn meira og ýta undir áframhaldandi verðbólgu og spillingu. Stjórnmálaflokkurinn leggur hér með fram ofangreind málefni sem baráttumál sín I komandi al- þingiskosningum. En auk þeirra mun flokkurinn taka ákveðna afstöðu til annarra málaflokka, svo sem sjávarút- vegsmála, landbúnaðarmála, iðnaðar- mála, viðskiptamála, húsnæðismála, menntamála, heilbrigðismála, elli- og örorkumála, félags- og umhverfismála. Með því að efla velferð atvinnuveg- anna og bæta opinbera stjórnsýslu stefnum við hiklaust að takmarki okkar: Sterkri stjórn. i Stuðningsmenn og veilunnarar! Mikil þörf er nú á fjárframlögum í kosningasjóð. Kosningaráð Athugið! i Þriðjudagskvöldfundur- inn fellur niður í kvöld vegna flokkakynningar í sjónvarpinu. Fimmtu- dagsfundurinn verður á sama tíma og venjulega kl. 20.30 að Laugavegi 84, 2. hæð. Landbúnaðarmáf Það er viðurkennd staðreynd að hverri þjóð, smárri sem stórri, sé nauðsynlegt að búa og byggja á landbúnaði að meira eða minna leyti. AUt fer það þó að sjálfsögðu eftir legu hvers lands. Og jafnvel þótt við íslendingar búum í harðbýlu landi, svo norðanvert í Atlantshafi sem raun ber vitni, er iandbúnaður okkur nauðsynlegur að vissu marki, enda þótt augljóst sé að framleiðslukostnaður landbún- aðarafurða hér á landi sé mun hærri en meðal margra ann- arra nærliggjandi þjóða, sem við hagstæðari aðstæður búa. Það er fyrst þegar kemur að útflutningi ýmissa þátta land- búnaðarins sem hann ekki er réttlætanlegur, svo sem sann- ast best, þegar litið er á andvirði sumra vöruflokka og hve langt fyrir neðan framleiðslukostnað það er. Eðlilegt má teljast, að dregið verði úr framleiðslu þeirrar tegundar búskapar, sem offramleiðsla er á innanlands, en lögð þess i stað aukin áhersla á þá þætti, sem best duga til útflutnings og gera stórátak í aukinni fiskirækt, sem virðist eiga mikla framtíð fyrir sér. ,.*v Eirikur Rósberg tæknifræðingur, fyrsti maður á lista í Reykjaneskjör- dæmi. Vilborg Gunnarsdóttir hús- móðir, f 3. sæti Reykjaneskjördæmi. Sigurður G. Steinþórsson gullsmiður, 2. á lista i Reykjavik. Steinunn Ólafs- jdóttir uppeldisfræöingur, i 3. sæti í Reykjavík. Ólafur E. Einarsson for- stjóri, fyrsti maður í Reykjavík. STERK STJðRN DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978. AUGLÝSING■ Sljörnn> ^TTform. ) MALA FLOKKURINN Jáj knappt varnú sumum skammtað... — á þeim degi urðuþeirHeródes ogPílatus vinir í útsendingu sjónvarps í kvöld koma fram fimm frambjóð- endur Stjórnmálaflokksins og kynna stefnumálin Eftirfarandi kafli var klipptur úr ræðu síðasta ræðumanns vegna naums tíma. „Við teljum að íslendingar eigi einir að sitja að fiskveiðum um- hverfis landið enda mun hvers konar fiskiðnaður verða ein megin- stoð atvinnulífs okkar um langa framtíð.” Já, knappt var nú sumum skammt- að. Sannleikurinn er sá, að gömlu flokkamir gína yfir sjónvarpinu á hrottalegasta hátt og skammta sjálfum sér tíma að vild en útiloka aðra að mestu leyti, þvert ofan I lög um rikis- útvarp og sjónvarp, þar sem skýrt er tekið fram, að ekki skuli mismuna flokkum eða stefnum í aðgangi að fjöl- miðlunum. Þannig sitja þeir einir að útsendingu framboðsfundar I sjónvarpssal og hringborðsumrœðum. Þetta er vist upphafið að jámtjalds- lýðrœði hér á landi, enda varði fulhrúi Alþýðubandalagsins þessar ákvarðanir gömlu flokkanna á fundi, sem haldinn var um þessar ráðstafanir með fulltrú- um allra frambjóðcnda af miklu kappL Allir fúlltrúar hinna gömlu flokk- anna sátu sem fastast og þögðu, sýni- lega famir að venja sig við að hlýða fyrirmtelum sovétlýðrœðis á lslandL Það er athyglisvert og lœrdómsrikt fyrir kjósendur að þessir menn, sem ekki hafa getað orðið sammála um neitt sl. 4 ár, heldur karpað, þrefað og rifist, stundum eins og illa uppalinn götulýður, um hvers konar málefhL stundum mjög alvarleg, og' skaðað á þann hátt þjóð okkar stórkostlega, skuli nú á síðustu dögum kjörtímabils- ins sameinast og standa sem einn maður um ákvarðanir, sem þverbrjóta lagaákvœðL semþeirsjálfir hafa sett. A þeim degi urðu þeir Heródes og Pllatus vinir. Þau kynna stefnu- málStjórnmála- flokksinsísjón- varpinuíkvöld

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.