Dagblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978.
Þau eru talin fyrstu feðginin, sem stjórna farþeganugvél saman í áætlunarflugi,
Debra Ann Powers tuttugu og fjögurra ára bandarfsk stúlka lauk nýlega
prófum sem vélstjóri á DC 8 þotur og hefur nú hafið störf með föður sinum
Art Powers flugstjóra hjá bandarfska flugfélaginu United Airlines.
Fletti ofan af Springerpressunni:
Á NÚ ERFITT
MEÐ AÐ FÁ
VINNU
Giinter Wallraff hinn þekkti blaðamaður, sem undanfarin ár hefúr stundað það
að ráða sig til ýmissa starfa undir fölsku flaggi og skrifa síðan um reynslu sfna á
orðið erfitt með að fá vinnu nokkurs staðar f Vestur-Þýzkalandi. Hann starfaði
meðal annars sem tyrkneskur verkamaður um nokkurt skeið og vakti sú reynsla
hans, sem hann kynnti Þjóðverjum í greinum sinum, mikla athygli og benti hann á
margan vanda þessara farandverkamanna. Frægastur varð Wallraff þó fyrir að
ráða sig 1 já Bild, stærsta blaði Vestur-Þýzkalands sem er i eigu blaðakóngsins
SpringersSagði hann frá ýmsum vafasömum aðferðum við fréttaöflun og störf á
blaðinu og hlaut litla þökk útgáfunnar eða samstarfsmann sinna þar. Wallraff
hefur skrifað bók um störf sin hjá Springer blaðahringnum en hefur átt f erfiðleik-
um við útgáfu hennar vegna stöðugra málaferla á hendur honum.
Fjárhagur New
York enn í fári
Edward Koch borgarstjóri yfirheyrður hjá þingnefnd ídag
Enn einu sinni eru fjármál New York nefnd á vegum öldungadeildar banda-
borgar í fári og borgarstjórinn Edward rískaþingsinstilaðgeragreinfyrirstöðu
Koch mun í dag mæta til yfirheyrslu hjá borgarinnar. Formaður þeirrar nefndar
er öldungadeildarþingmaðurinn William
Proxmire, sem hefur verið mjög and-
stæður frekari aðstoð bandarísku alrikis-
stjórnarinnar við New Yorkborg. Telur
hann enga þörf á frekari lánum.
Fundinum verður sjónvarpað beint op
bíða New York búar spenntir eftir að sjá
hvernig Koch borgarstjóra þeirra gengur
að verja mál sitt en meðal þess sem hann
verður vafalaust krafinn skýringa á eru
nýgerðir launasamningar við starfsmenn
borgarinnar. Þar fengu þeir meiri
hækkun en Koch vildi fallast á í byrjun.
Þau lán og fjárhagsaðstoð, sem
alríkisstjórnin veitti New York renna út
í lok þessa mánaðar. Hafa þau þó ekki
gert meira en að sjá fyrir brýnustu
greiðslum þannig að rekstur og nauðsyn-
legustu framkvæmdir stöðvuðust ekki.
Framtíðin er aftur á móti svört og
enginn er talinn vilja lána New York
borg án ábyrgðar alrikisstjórnarinnar.
Þó vitað sé að margir þingmenn í
Washington sét: fylgjandi aðstoð við
stórborgina eru andmælendur margir.
Óttast þeir meðal annars að slík aðstoð
gefi slæmt fordæmi og engan veginn er
vitað hvernig þingmannanefndin, sem
tekur málið til rannsóknar i dag, muni
snúast við þvi er til atkvæðagreiðslu
kemur að lokum.
Hitunarkerfió
sprakk í skrif-
stofubygging-
unni
Einn lézt og sextán manns
slösuðust, þar af þrír mjög alvar-
lega, er mikil sprenging varð í
skrifstofubyggingu í miðborg
Aþenu á laugardaginn. Upptökin
virðast hafa verið í kjallara
hússins og eru talin stafa frá
hitunarkerfi. Eldur brauzt út við
sprenginguna og skemmdir urðu
miklar.
Sex ákærðir
fyrir rán og
morð á Aldo
Moro
Sex menn sem grunaðir eru um
að vera viðriðnir ránið og morðið á
Renault verk-
smiðjur her-
teknar
Verkfallsmenn lokuðu í gær al-
gjörlega öllum aðgangi að tveim
verksmiðja Renault bifreiðaverk-
smiójanna í Frakklandi. Þykir
Aldo Moro fyrrverandi forsætis-
ráðherra Ítalíu hafa verið formlega
ákærðir fyrir verknaðinn. Einn
mannanna gengur enn laus en
hinir fimm eru í gæzluvarðhaldi.
Einn þeirraereigandi prentsmiðju
einnar í Róm en þar fundust hlutir
í eigu Rauðu herdeildanna það er
skæruliðasveitarinnar sem talin er
hafa rænt Moro. Einnig fundust
skjöl tengd hreyfingunni.
þetta benda til að forustumenn
þeirra hyggist halda kröfum sínum
til streitu. Verksmiðjum í
Normandy og í nágrenni París
hefur verið lokað siðustu fimm
daga vegna krafna starfsmanna
um launahækkanir og fimm vikna
sumarleyfi. Dómstólar hafa skipað
verkfallsmönnum að yftrgefa aðra
verksmiðjuna en höfnuðu kröfum
um hiðsamaíhinni.
Blaðamaður
sviptur gögnum
sínum í Pól-
landi
Norskur blaðamaður frá Oslóar-
blaðinu Morgenblad var sviptur
öllum minnismiðum og gögnum,
sem hann hafði safnað á meðan
hann dvaldi í Póllandi fyrir
skömmu. Gerðist þetta er hann fór
úr landinu 28. fyrra mánaðar.
Norska utanrikisráðuneytið hefur
krafizt þess að gögn blaðamanns-
ins Magne Haug veröi afhent
honum aftur.
Fjórir kommar
horfnir spor-
laust í Argen-
tínu
Fjórir félagar í argentínska
kommúnistaflokknum hafa horfið
á undanförnum dögum og ekkert
til þeirra spurzt að sögn félaga
þeirra. Eru mennirnir sagðir hafa
verið sóttir heim af vopnuðum
aðilum, sem sögðust tilheyra
öryggislögreglu Argentinu. Einn
mannanna er í heimsfriðarráði
Sameinuðu þjóðanna.
Öllum litum
hleypt saman i
leikhúsið í
Suður-Afriku
Tuttu og sex leikhúsum í Suður-
Afríku hefur verið heimilað að
selja öllum kynþáttum aðgang að
sömu sýningum. Þykja þetta
miklar framfarir frá því sem áöur
var, er sækja þurfti um leyfi til að
halda slíkar sameiginlegar sýn-
ingar.
Kínverjar ná í
sitt fólk til
Vietnam
Opinberlega var staðfest i
Peking í gær, að tvö kinversk far-
þegaskip mundu sigla á næstunni
til Vietnam og taka þar það fólk af
kínverskum uppruna, sem óskaði
eftir að fara úr landi. Kínverjar
hafa undanfarið ásakað Vietnama
um að hafa ofsótt þetta fólk og
jafnvel skotið á það á leið þess yfir
landamærin til Kína. Stjórn Viet-
nam hefur tilkynnt að hún muni
leyfa kinversku skipunum að
koma til hafnar. Um það bil
100.000 Kinverjar eru sagðir hafa
farið frá Vietnam á undanförnum
vikum.
Sovétkonur
vilja meiri vara-
lit og augn-
skugga
„Við viljum líka vera fallegar,”
sagði i kvörtunarbréfi til sovézks
snyrtivörufyrirtækis, sem barst því
frá stúlkum i Siberiu. Sovézkar
konur virðast vera orðnar leiðar á
að geta ekki fengið eins miklar
snyrtivörur og þær óska. Mikill
skortur er á varalit, ýmsu húð-
kremi og augnskuggum og ekki
eru taldar horfur á að eftirspurn-
inni verði fullnægt á næstupni.
Dagblaðið Izvestia sagði að
franskur málsháttur segði að til
þess að verða fagrar yrðu konur að
þjást. „Konur okkar þjást af
þreytu við leit,” sagði blaðið.
Þrír farast í
snjóskriðu
Þrír ungir fjallgöngumenn
fórust í norð-vesturhluta Júgó-
slavíu ersnjóskriða féll á þá.
REUTER