Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLl 1978. 3 Hljómburður á sirkussýningunum er til háborinnar skammar! Jónkokkur hringdi: Ekkert skil ég í þeim, sem fengu enska sirkusinn hingað til lands, að útvega honum ekki almennilegt hátalarakerfi i stað húskerfisins .í Laugardalshöllinni. Hljómburðurinn þar á sunnudaginn var alveg fyrir neðan allar hellur og til hreinnar skammar. Það var ekki nóg með að söngurinn væri eyðilagður með þessu ónýta kerfi, heldur líka kynningarnar hjá íslenzku stúlkunni. Þetta var eins og maður væri kominn upp í fyrstu flugvélina sem fékk hátal- arakerfi og að það væri bilað að auki. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Það er hneyksli að bjóða fólki upp á þetta — og er náttúrlega ekki gert nema vegna þess að þeir treysta á að krakkarnir geri engan greinarmun á góðum og slæmum hljómburði. Hins vegar var mjög gaman að sýn- ingunni sjálfri og ekkert út á hana að setja. Sirkusinn hefur vakið geysilega hrifn- ingu meðal barna. DB-mynd Hörður einn smið? stjórnarliðsins, sem vildu glíma við Breta til þrautar. Enn munu menn vafalaust minnast ýmissa forystu- greina Mbl., þar sem ákaft var hvatt til samninga við þá. Skrif Tímans voru á aðra leið. Þá munu áreiðanlega margir minnast þess, að breskir fjölmiðlar felldu þann dóm að Ólafur Jóhannes- son væri harði maðurínn I stjórninni og samkomulag strandaði mest á honum. Tveir þingflokksfundir mættu einnig verða minnisstæðir. Þegar þeir Einar Ágústsson og Geir Hallgrímsson komu heim af Natófundi i Osló með uppkast að Oslóarsamkomulaginu, voru haldnir um það fundir i þing- flokkum stjórnarflokkanna. Fundur var örstuttur sjá Sjálfstæðisflokknum Það er sannfæring brcfritara, að þeir Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson scu ekki smiðir heldur bakarar, eins augljóslega og borgarstjórinn I Rcykjavik er saklaus bakari! DB-mynd Hörður. HREINSIÐ RUSLIÐ í „HLÍÐABÆ”! Kona í Hlíðunum hringdi: Við Hlíðaskólann hefur vprið opn- aður starfsvöllur fyrir krakka á aldrin- um 6—12 ára. Við ibúar í hverfinu fögnuðum þvi þegar þessi völlur var opnaður þvi ekkert leiksvæði var þar fyrir. En við höfum orðið fyrir miklum í „Hliðabæ”. DB-mynd Bj.Bj. 'vonbrigðum með þennan starfsVöll. Rusl er út um allt og lítil hirðusemi sýnd. Er ekki hægt að ráða á þessu bót? Hvernig væri að starfsfólkið sem fylgist með krökkunum léti hendur standa fram úr ermum og tæki sér fyrir hendur að hreinsa staðinn og lag- færa svo að þessu hverfi i hverfinu verði prýði en ekki óprýði eins og nú er. og menn þar sammála um uppkastið. Hjá Framsóknarflokknum var fundurinn langur og það mjög gagnrýnt að ekkert var að finna í uppkastinu um það, sem ætti að taka við eftir að samningurínn rynni út I desember 1976. Þetta leiddi til þess, að það ákvæði fékkst inn I samninginn, að Bretar hétu þvl að þeir myndu ekki eftir þann tima veiða innan íslensku fiskveiðilögsögunnar nema með sam- þykki íslendinga. Þetta varð mikil- vægasta ákvæði Oslóarsamningsins.” Þrír bakarar hengdir fyrir einn smið Rétt eftir borgarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík lét einhver glöggur maður í ljós i þessu blaði, að þar hefði borgarstjórinn okkar, Birgir ísleifur Gunnarsson, verið settur i spor bakarans, sem var hengdur saklaus fyrir smið, sem var víst erkifantur. Sami höfundur lét þó að því liggja, að smiðirnir hefðu I þessw tilfelli verið tveir heldur en emn og vildi gefa i skyn, að þetta hefðu verið höfundar febrúarlaganna, Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson. t upphafi þessarar ritsmiðar var sagt frá því áliti glöggrar konu, Sigurlaugar Bjarnadóttur, fyrrverandi alþingis- manns, sem að vísu lýsti ekki beinlínis vigi sínu sem þingmanns á hendur þessum höfðingjum, en hikaði þó ekki við að rekja ófarír stjórnarflokkanna, og þar með fall sitt sem þingmanns (sem margir munu harma einnig utan Vestfjarða og handan Sjálfstæðisfl.). til þess „að ekki var staðið rétt að verðbótaskerðingunni i febrúarlögun- um” Þá taldi hún, að „eðlileg gremja fólks hefði brotist út” og taldi það sýni- lega ekki að ófyrirsynju. Hrikalegt er nú að líta yfir valinn að tveimur stórorustum loknum: Borgar- stjórinn í Reykjavik fallinn alsaklaus og tíu þingmenn með honum, 16511 atkvæði töpuð eftir 4 ára setu i full- komnu grandaleysi. En það sem tekur út yfir allt: Hershöfðingjarnir tveir — þeir sem öllu réðu í sinum hersveitum eins og vera ber — leiddir út til hengingar! Búnir að segja af sér með þeim „rökum”, að þeir séu komnir í minni- hluta með þjóðinni, þar sem þeir hafi aðeins fengið 48.7% atkvæða þeirra sem komu á kjörstað. Samt hefir stjórnarandstaðan ennþá minni hluta sömu manna. Skýringin er sú, að 8750 köstuðu atkvæðum sínum á glæ. Þau atkvæði hefðu nægt fyrir 4 þing- mönnurn, ef þau hefðu komið að notum. En þar sem stjórnarflokkarnir hafa enn 4 — fjögurra — þingmanna meirihluta á Alþingi — alls 32 þing- menn af 60 — mundi margur sál- fræðingur telja það bera vott um sjúk- lega „sjálfseyðingarhvöt" að hlaupa frá öllu saman og segja af sér Og biðja minnihlutann — 28 þingmenn — að mynda stjórn!. Þetta gera menn með svo ágæta stefnu sem Einar Ágústs- son lýsir, menn sem hafa enn öruggan meirihluta á Alþingi. meira að segja ríflegan meirihluta miðað við margar fyrri stjórnir. Að öllu þessu athuguðu. er það örugg sannfæring þess, sem þetta ritar, að þeir Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson séu ekki smiðir heldur bakarar, eins augljóslega og borgarstjórinn í Reykjavik er saklaus bakari. En ef ekki á að hengja þrjá bakara fyrir einn smið, á þá ekki að gcra leit að smiðnum og hengja hann? Er hægt að komast á slóð hans án aðstoðar vísindalögreglumanns frá Þýskalandi? Það er komið i Ijós, að „smiðurinn” heldur ekki til við Lækjartorg heldur milli Austurstrætis og Hafnarstrætis, a.m.k. á daginn, áður en fer að skyggja og siðdegisblöðin fara að koma út. Það er upplýst með fullri vissu, að það er smiðurinn, er hefir læðzt að foringjum okkar, þeim Ólafi og Geir, og hvíslað að þeim, hvernig ætti að „standa að verðbótaskerðingunni I febrúarlögunum í vetur” og frýjaði þeim hugar þangað til þeir fylltust vígamóði og vildu sýna, að þeir væru ekki hræddir, þó að stutt væri til kosninga. Þeir Olafur og Geir hafa nú gengið út og beðið um að verða hengdir. Smiðurinn aftur á móti gcngur laus ■og hlær. En hver er smiðurinn? Spurning dagsins Erturík(ur)? Ólafur Finnsson viðskiptafrsðingun |Nei, og þó. Ég er ekki rikur af peningum, en mörgu öðru. Sveinbjörn Zophaniasson skipasmiðun Já, það fer eftir því hvort þú meinar and- lega eða veraldlega. Égtel mig frekar efnaðan. Ég kemst vel af fyrir mig. Þorbjörg Gunnarsdóttir sendill: Nei, ég erskoekki rík. Snjólaug Arnardóttir sendill: Nei, ég er nú ekki rik. Ég er nýbúin að fá útborgað, en það dugir ekki lengi, kannski iviku. Ingunn Björnsdóttir húsmóðir: Nei. ég mundi heldur ekki segja að ég væri fátæk. Haukur Eyþórsson hílstjóri: Ja, það fer eftir því hvernig mat er lagt á það. Spurningin er víðtæk. Ég tel ekki að maður á íslandi sem á íbúð sé ríkur. Ég tel aftur mann sem á fyrirtæki, sem gefur af sér hundrað milljónir á ári, rikan, því það eru til menn hér sem eru það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.