Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 9
9 \ DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978. DAGBLAÐIÐ kynnir nýju þingmennina: „Það leggst ágætlega í mig, maður reynir að standa sig í starfinu,” sagði Svavar Gestsson, nýkjörinn alþingis- maður Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, þegar DB spurði hann hvernig þingmennskan legðist í hann. „Sem sósíalisti er viðmiðunin anzi stór. Sósíalistar hafa átt mjög hæfa þingmenn eins og Einar Olgeirsson og Magnús Kjartansson, og ég held við þessir nýju megum vera sáttir við ef við komumst með tærnar þar sem þeir höfðu hælana,” sagði Svavar. „Annars tel ég það ekkert merkilegra en hvað annað að gegna þingmannsstörfum fyrir stjórnmála- hreyfingu. Það er sama hvort maðun skrifar frétt i Þjóðviljann, vinnur á flokksskrifstofunni eða við happdrættið, allt er þetta jafn nauðsynlegt. Ég lit á mig sem liðs- mann þessarar hreyfmgar og fyllist ekki fordild þótt ég taki nú við þessu starfi.” Svavar sagðist reikna með að láta af störfum sínum við Þjóðviljann, sem hann hefur ritstýrt undanfarin ár. „Ég „MNGMENNSKA EKKI MERKk LEGRA EN HVAÐ ANNAÐ STARF FYRIR HREYFINGUNA” — segirSvavarGestsson, nýkjörinn alþingismaður Alþýðubandalagsins verð þingmaður i fullu starfi,” sagði hann. „Ég verð eitthvað viðloðandi í sumar og hugsanlega í þinghléum, en eigi maður að sinna ritstjórn af einhverju viti, þá er það fullt starf, alveg eins og þingmennskan.” DB spurði Svavar hvort hann teldi að nýkjörnu Alþingi tækist að endur- heimta traust þingsins, sem óneitan- lega hefði grafizt verulega undan á undanförnum árum. „Kosningaúrslitin voru öllum flokkunum mjög alvarleg lexía í þessu máli,” svaraði Svavar. „Það er komið í Ijós, að kjósendur eru ekki eins og hverjir aðrir eyrnamerktir sauðir, heldur hugsandi fólk. Það hefur verið talað um „lausafylgi” með nokkurri fyrirlitningu, en mín skoðun er sú, að nær allir kjósendur séu að verða „lausafylgi”, þ.e. með opinn hug. Þeir láta ekki teyma sig lengur, heldur taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þingmenn verða áð standa sig í sínu starfi — ef þeir gera það, þá verða þeim áfram falin trúnaðarstörf fyrir kjósendur, annars verða þeir einfaldlega felldir. Ég hef trú á, að heiðarleg vinnubrögð geti endurheimt traust alþingis.” „Ætlar þú á sjóinn i sumarfríum eins og einn nýorðinn starfsbróðir þinn hefur talað um?” „Æ, ég held ég yrði lélegur sjómaður, ég er svo fjandi sjóveikur. Hins vegar gæti ég unnið störf til sveita, til dæmis smalað eða tamið hesta fyrir menn. Nú, ég gæti leyst af við kennslu, sem ég hef fengizt við áður og þykir eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við — sér- staklega ef krakkamir eru hæfilega óþekkir. Mér leiðast halelúja>börn og reyndar allt halelúja-fólk.” Svavar Gestsson er kvæntur Jónínu Benediktsdóttur kennara. Þau eiga 3 börn og ver Svavar frístundum sínum mikið með þeim. „Nú, og svo les ég bækur, tefli og þykir gaman að fara á hestbak. Yfirleitt reyni ég að vera sem mest úti við á-sumrin,” sagði Svavar. „Mikilvægast af öllu,” sagði hann að lokum, „er frelsi einstaklingsins til að lifa og menntast, réttur hans til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Þetta frelsi og þennan rétt verðum við að varðveita eins og fjöregg, við verðum iaö útvíkka lýðræðið og vernda það. svo að lýðræðið sé ekki aðeins til fjórða hvert ár. í því er fólginn sá sósialismi, sem við tölumum.Sósialisma eins og hann er rekinn i Sovétrikjun ,um höfnumvið alfariðog viljum ekkert meðhafa.” -ÓV. „EKKINÓG AÐ GERA RÉTT, HELDUR VERDUR AÐ GERA RÉTTU HLUTINA” — segir Friðrik Sophusson, nýkjörinn alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Friðrik Sóphusson I hópi sjálfstæðismanna að loknum kosningum. — DB-mynd Bjarnleifur. „Ég hefði náttúrlega ekki gefið kost á mér til þingmennsku ef ég teldi mig ekki hafa eitthvað fram að færa, sem gagnar þjóðinni. Ég hlakka til að spreyta mig á þeim miklu verkefnum, sem framundan eru,” sagði Friðrik Sophusson, nýbakaður alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við DB. Við spurðum Friðrik hvort hann kynni til dæmis að leysa verðbólgu- vandann, sem margir telja stærsta verkefni nýkjörins þings. „Þetta er mikið margræðisþjóð- félag,” svaraði Friðrik, „og kannski má segja að allt of lítið vald sé hjá Alþingi. Það eru til forskriftir til að leysa verðbólguvandann, en til þess þarf mjög viðtækt samkomulag. Ég hef ástæðu til að ætla, að það sé hægt að ná þessu samkomulagi núna, en við skulum ekki gleyma því, að samkomu- lag á Alþingi dugir ekki eitt og sér, miklu fleiri aðilar þurfa að koma til.” Friðrik Sophusson er 34 ára gamall og lögfræðingur að mennt. Hann hefur um tiu ára skeið verið einn af forystumönnum ungra sjálfstæðis- manna. Fyrstu stjórnmálaafskipti hans voru i Háskólanum, þar sem hann var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. 1969 var hann kosinn í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og átti þátt í þeim breytingum og umbótum á innra starfi flpkksins, sem ungir sjálfstæðismenn beittu sér fyrir. Formaður SUS varð Friðrik á frægu slagsmálaþingi sambandsins á Egilsstöðum '13, þar sem hann vann nauman sigur yfir Birni Bjamasyni (Benediktssonar), skrifstofustjóra forsætisráðu- neytisins. „Mín viðhorf til Iandsmála mótast mjög af stefnumótun ungra sjálf- stæðismanna — sem kannski er þekktust af slagorðinu„Báknið burt”,” sagði Friðrik. „Það er mjög vel unnið prógramm, byggt á rækilegri úttekt á ýmsum stofnunum og fyrirtækjum ríkisins. Það sem við gerðum var að endurmeta markmiðin í hinum opin- bera rekstri — við könnuðum hver var upphaflegur tilgangur fyrirtækjanna og athuguðum siðan hvernig til hafði tekizt. Það má raunar segja að hugmyndin á bak við allt saman hafi verið, eins og góður maöur sagði einhvern tíma, að það sé ekki nóg að gera rétt, heldur verði að gera réttu hlutina. Það þarf nefnilega ekki endilega að vera nóg að fyrirtæki beri sig. Kannski getum við gert eitthvað annað fyrir það sama fé. eitthvað, sem kemur okkur betur. Þess, stefnumótun tekur einnig til húsnæðismála og kjördæmamála: við höfum lagt áherzlu á jafnari atkvæðisrétt manna og persónubundnar kosningar.” 1 samtali sem DB átti við fallinn þingmann Sjálfstæðisflokksins á kosninganótt, lét hann þau orð falla að litið vit væri í að vera að tala við sig. — Talaðu við Friðrik Sophusson, sagði hann, — talaðu við fulltrúa unga fóiksins. „Ég hef ekki trú á að menn séu fulltrúar ákveðinna aldurshópa á Albingi.” sagði Friðrik um það hvort hann væri sérlegur fulltrúi unga fólksins á þingi. „Ég lit ekkert frekar á mig sem fulltrúa hinna yngri. Hver þingflokkur þarf náttúrlega að hafa sem breiðasta yfirsýn, hafa menn á öllum aldri, en ég ímynda mér svosem að í þingflokknum verði kannski heldur litið á mig sem fulltrúa unga fólksins.” Áhugamál Friðriks eru fyrst og fremst stjórnmál og félagsmál almennt. „Ég hef líka gaman af að spila fótbolta og er tryggur Vals- maður. Við spilum stundum fótbolta saman ég og Ellert Schram. Finnur Torfi og Albert eru stundum með, þannig að knattspyrnulið þingsins er ekki mjög slæmt. Bjarni Guðna hefði bætt það talsvert ef hann hefði komizt inn.” Friðrik er kvæntur Helgu Jóakimsdóttur hárgreiðslumeistara og eiga þau samtals fimm börn — þar af tvö í „sameign", eins og Friðrik orðaði það. ÓV. Sorpeyðingarstöðin lögð n'iður Á fundi borgarráðs nýlega var samþykkt að hætta rekstri sorpeyðingar- stöðvarinnar við Ártúnshöfða í Reykja- vík. Samþykktin var gerð með fjórum at- kvæðum borgarráðsmanna, en Albert Guðmundsson sat hjá. DB hafði samband við Ingimar Vigfússon verkstjóra i sorpeyðingar- stöðinni og sagði hann að stöðin hætti nú um miðjan mánuð, er starfsmenn færu í sumarfrí. Nú er unnið að því að tæma vélar og ganga frá. Ingimar sagði að ekki fyndist rekstrargrundvöllur fyrir stöðina og áburður, skarni, hlæðist upp. Nú væru til birgðir af skarna, sem nægja munu næstu tvöárin. Þegar þaér birgðir eru uppurnar verður ekki lengur hægt að fá skarna. Ingimar sagði eflaust að margir yrðu fyrir vonbrigðum vegna þess, þar sem — skamabirgðirtil tveggja ára skarni hefði líkað vel sem áburður. Fólk tæki skarna mikið á vorin á tún sín og þar væri notaður finn skarni, sem er glerlaus. Sérstakur gúmmísleikjari greinir glerið frá öðrum hlutum í skarnanum. Þá er minni lykt af fina skarnanum. Að sögn Ingimars hafa átta menn unnið í sorpeyðingarstöðinni, þar af sjö á vegum borgarinnar. Starfsmenn munu tvístrast nú að loknu sumarleyfi, en ekki munu allir búnir að fá vinnu. Eftir á að ræða þau mál nánar. Þetta mái hefur verið til umræðu allt sl. ár, en endanleg ákvörðun var ekki tekin fyrr en nú í júnílok. Ekki sagðist Ingimar hafa orðið var við óánægju meðal starfsmanna stöðvarinnar vegna þessarar ákvörðunar. -JH. Verslið þar sem varan er góð og verðið hagstætt Stjörnu ★ litir sf. Málningarverksmiöja er flutt í Höfðatún 4, Reykjavík, sími 23480. — Við seljum eins og áður, á verksmiðjuverði, okkar viðurkenndu Stjörnumálningu. — Sendum í póstkröfu út um landið. — Fjölbreytt lita- úrval. — Sérlagaðir litir. — Góð þjónusta! — Reynið viðskiptin — Næg bílastæði. Öll okkar málning á verksmiöjuveröi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.