Alþýðublaðið - 08.12.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.12.1921, Blaðsíða 4
4 \ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vea^lumiui HAHRAR FipaiKlsaetíg 7. Hefir ætíð fyrata flokks Hýlendu- vðrur á boðstólum. Óvenjulega ódýrar. — AV. Alþýðumean verzí ið við alþýðumenn, munið þaðl Vinsamlegast l*o3?v. Helgi Jöixssoat- VeralwtiB „Skðp|9ss“ ' Aðalstræíi 8. — Sítni 353. Mýkomið: Kryddvörur al!s konar. Ávextir i dósum. Matvör ur allskonar. Hreinlætisvörur o. m. m fl. Pantanir sendar heim. Samkomusaiur fæst leigður, fyrir samtgjaraa borgun, fyrir íundarhöld, samsæti og kvöldskemtanir. Veitingar á staðnum. Upplýsingar á Lauga- veg 49 (á ka(fihúsinu). Hvar á eg að verzia ? Þannig spyr margur nú. — Svarið verður þó tœplega nema á einn veg, ef málið er vel at- hugað. — Hygnir og athugulir menn verzla auðvitað þar sem verzlunin er hagkvœmust og arðvœnlegust i bráð og lengd. — Enginn getur boðið betri kjör en þau, að geja viðskijtavinun- pm julla hlutdeild í arði verzlunarinnar og fullan atkvœðisrétt í öllum málum fétagsins. — Gerist meðlimir í félagi voru og verzlið við það. Það eru þau kostakjör, sem enginn hér í bœ bgður yður nema vér. — Lálið ekki tœki- fœrið ónotað. — Talið strax við oss á skrif- stofunni á Laug av e g 22 A. — Vér gefum gður fúslega allar nánari upplgsingar. — t Kaupfélag Reyk víkinga. Laugaveg 22 A. S í m i 7 2 8. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. Prentsmiðjan Gutenberg. ivan Turgenlew: Æskuminnlngar. Vangaskeggið var kolsvart, andlitslagið grískt og var- irnar eins og steyptar úr málmi. Eg hafði hálfgerðan beyg af honum og hann er líka eini maðurinn, sem eg hefi óttast, af öllum þeim, er eg hefi kynst á æfinni. Eg hefi síðan heyrt að hann hafi druknað. Það er sagt að einhver spákerling hafi verið búin að spá því, að hano myndi deyja voveiflega, en það er nú líklega vit- leysal Eg trúi því minsta kosti ekkiI Getið þér hugs- að yður Ippolit Sidorovitsch með rýting í hönd?" „Það er nú fyr hægt að deyja- voveiflega, en að mað- ur sé drepinn með rýting," sagði Sanin. „Þetta er alt saman vitleysa! Eruð þér hjátrúarfullur? Það er eg ekkil En það verður ekki hjá því komist sem á að ske! Herra Gaston átti heima 1 húsinu okk- ar, uppi á lofti, beint yfir herberginu mínu. Þegar eg vaknaði á nóttunni gat eg vel heyrt fótatak hans — hann var vanur að fara mjög seint að hátta, og hjart- að í mér hætti blátt áfram að slá af virðingu fyrir hon- um, — eða máske einhverri annari tilfinningu. — þeg- ar eg heyrði til haus. Faðir minn kunni varla að lesa en lét þö veita okkur góða mentun. Vitið þér það, að eg kann latínu?" „Kunnið þér latínu?" „Já, herra Gaston kendi mér hana. Eg las Eneasar- kviðuna hjá honum. Hún er nú heldur leiðinleg — þó er ýmislegt gott 1 henni. Munið þér eftir því þar sem sagt er frá Dido og Eneas 1 skóginum. . . ?" „Já, auðvitað," flýtti Sanin sér að segja. Hann var fyrir löngu búinn að tína niður því litla, sem hann hafði lært í latínu og vissi harla lítið um Eneasar- kveðuna. María Nikolajevna leit til hans hornauga eins og hennar var vani. „En þér skuluð samt ekki hugsa, að eg sé lærð. Nei, guð minn góður, eg er sannarlega ekki lærð os hef heldur ekki hæfileika. Eg kann varla að skrifa, get heldur ekki lesið upphátt, leikið á pianó, teiknað né saumað. Svona er eg núl" sagði hún og breiddi út handleggina, og svo bætti hún við: „Eg segi yður þetta alt, i fyrsta lagi til þess að heyra ekki til þessara fífla," og hún benti á leiksviðið — „og í öðru lagi af því, að mér bar skylda til þess fyrir það, sem þér sögðuð mér um yður í gær." „Tá, þér veittuð mér þá náð, að spyrja mig um æfi- feril minn,“ sagði Sanin. Maria Nikolajevna snéri sér snögglega að honum, „Langar yður alls ekkert til þess að vita, hverskonar kona eg er? Annars furða eg mig þó ekkert á því. . .. Þér eruð f þann veginn að gifta yður af ást og eftir einvígi í þokkabót. . . . Vitanlega kemst þá ekkert annað að f huga yðar.“ Og Maria Nikolajevna sökti sér niður í hugsanir sfnar og beit í blævænginn sinn með mjallahvítum tönnunum. Sanin fanst eins og að tilfinningar þær sem hann hafði verið að berjast við í gær, væru aftur að rísa upp í huga hans. Hann talaði í hálíum hljóðum við Maríu Nikolajevnu og það gerði hann enn þá æstari. Hvernig ætlaði þetta að enda? Þeir sem veikir eru fyrir, gera aldrei endi á neinu, heldur bfða eftir því að það endi af sjálfu sér. . . . Öðru hvoru hafði Sanin enga hugmynd um hvort hann var glaður eða hryggur, reiður eða leiður. Ef að Gemma hefði séð hann! „Það er annars sannarlega einkennilegt,“ sagði Marfa Nikolajevna alt í einu, — „menn segja ósköp rólega frá þvl, að þeir ætli að fara að gifta sig. En enginn segir, að hann ætli að stökkva út í óstætt vatn. Og hvaða munur er þó á því? Þetta er sannarlega ein- kennilegt!" Sanin gramdist þetta. „Jú, á því er mikill munur! Það er alls ekkert ægilegt að stökkva út í óstætt vant, þegar t. d. menn kunna að synda. Og viðvfkjandi þvf, að hjónabandíð sé einkennilegt . . . þá . . .“ Hann þagnaði alt 1 einu og beit í vörina. María Nikolajevna sló með blævængnum á hendina á sér. „Látið það bara'koma, Dmitri Pavlovitski; eg veit hvað þér ætluðuð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.