Dagblaðið - 15.08.1978, Síða 3

Dagblaðið - 15.08.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978. 3 Þarf lagaheimild til þess að lána út skrúfjárn? Lesandi hringdi: Margar „skemmtilegar” sögur eru jafnan í gangi manna á meðal um hið mikla fyrirtæki Bifreiðaeftirlit ríkisins. Á annatímum má hitta þarna marga viðskiptavini sem eru um það bil að sleppa • sér. Menn eru sérlega viðkvæmir gagnvart bílum sínum og öllu sem þeim viðkemur. Um daginn kom kunningi minn til þess að láta umskrá bifreið sina. Þurfti þar af leiðandi að skipta um númers- plötu. Ætlaði hann að fá skrúfjárn lánað en það var ekki hægt. Ekkert skrúfjárn fyrir viðskiptavinina. Var honum bent á að fara á verkstæði i ná- grenninu og fá skrúfjárn að láni. Þar fengust hins vegar þau svör að verkstæðismenn væru löngú búnir að gefast upp á þvi ónæði sem fylgdi að lána viðskiptavinum Bifreiðaeftir- litsins skrúfjárn! N ú voru góð ráð dýr! Loks kom þar að kunningi kunningja míns, en sá var persónulega kunnugur einum af starfs- mönnum eftirlitsins. Gat hann fengið skrúfjárnið að láni hjá þessum vini sín- um! Þegar starfsmenn eftirlitsins voru spurðir hvers vegna þeir hefðu ekki skrúfjárn á staðnunvþar sent ógerlegt er að skipta um númersplötu nema hafa þennan margumrædda grip, var því svarað til að „það væri ekki heimild til þess í lögum að lána út verkfæri eftirlitsins!” Bifreiðaeftirlitið VANTAR UMFERÐARUÓS A GATNAMÓT VESTURLANDSVEGAR OG BÆJARHÁLS Anna skrifar: Ætli yfirvöld i umferðarmálum séu að biða eftir dauðaslysi á gatnamótum Vesturlandsvegar og Bæjarháls til þess að þeim finnist ástæða til að koma þar fyrir umferðarljósum? Þráttað og deilt Allt er þráttað um og deilt, aldrei rökin þrjóta, það sem ýmsir ætla heilt, aðrir niður brjóta. Allar deilur eiga tvenn, ólik sjónarmiðin. Bágt er þegar bestu menn, blindar önnur hliðin. Megi vandað tungutak tala sáttar máli, þar sem óheilt orðaskak olli heiftar báli. Raddir lesenda Það sem útlendingum leyfist en landanum ekki Ferðamaður hafði samband við DB og sagðist hafa ekið yfir Hitarárbrú á mánudag, um verzlunarmannahelg- ina, kl. 14.30. Sá hann þá að verið var að veiða þarna en þessi timi er hvíldar- timi í ám (ýmist frá 12—15 eða 13— 16). Sagðist hann gera ráð fyrir að þarna hefði verið um útlendinga að -ræða þar sem það væru fyrst og fremst útlendingar sem veiddu í þessari á. Þess vegna vaknaði sú spurning hvers vegna útlendingum leyfðist að veiða á hvildartímanum, en yfirleitt er gengið mjög hart eftir að hann sé haldinn. Þetta eru stórhættuleg gatnamót, sama i hvora áttina -er ekið eftir Vesturlandsvegi. Árbæingar, eða þeir sem koma úr Árbæ, eru hroðalega óþolinmóðir á gatnamótunum og oft á aðeins þeir sem eru á vinstri akreininm i áttinatil Reykjavíkur heldur einnig hinir sem eru á hægri akrein! Þeir koma þá beint í veg fyrir þá er koma eftir Vesturlandsveginum á leið í Það nálgast kraftaverk aðekki skuli verða fleiri slys á þessunt gatnamótum en raun ber vitni.Viðkomandi yfirvöld eru vinsamlegast beðin að koma þarna upp umferðarljósum og það hið allra miklum annatímum beygja ekki bæinn! fyrsta. co Græna veltan áSELFOSSI Einn af hinum fjölmörgu og athyglisverðu þáttum Land- búnaðarsýningarinnar 1978 á Seifossi, er vafalaust Græna veltan, hlutavelta garðyrkjubænda. Á Grænu veltunni gefst þér tækifæri til að vinna ríflega útilátin sýnishorn afurða garðyrkjubændanna, — fallegt grænmeti fyrir sama og ekkert verð. Sýningin er opin 11.-20. ÁGÚST Virka daga kl. 14 — 23, kl. 10 — 23 laugardaga og sunnudaga. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978 Ævintýri lyrir alla Ijolskylduna Ertu ánægðtur) með sumarið? Sigurlaugur Sigurðsson leigubílstjóri: Já, að vissu leyti er ég ánægður með sumarið. Það sem mér hefur helzt þótt að er hve sólarlitið það hefur reynzt þó það hafi nú, ef á heildina er litið, verið með bezta mótið, a.m.k. miðað við sl. sumur. Það ánægjulegasta er náttúrlega það að ekkert leiðinlegt eða hryllilegt hefurskeð. Rcgina Gisladóttir húsmóðir: Ætli það mætti ekki segja mér að sumarið væri að koma. einmitt núna. og þá er betra seint en aldrei. Annars hefur það nú verið heldur betra nú en i fyrra eða kannski ég segi sl. tvö ár. Vorið var að visu kalt, maí og júni. Tryggvi Arason rafvirki: Ja. það er alla vega fint veður í dag. Annars held ég að ég geti sagt að ég sé nokkuð ánægður með sumarið, það hefur a.m.k. verið betra en sl. sumur. Ég hef alltaf farið út i garð i hádeginu. mér finnst sent einungis hafi rignt svona nokkurn veginn mátulega fvrir gróðurinn. Brynja Vermundsdóttir, bara húsmóðir: Ég er mjög ánægð með sumarið. það hefur einmitt verið ágætt að keyra úti með barnið. Þetta sumar er mun betra en sl. sumur, sólardagar eru fleiri, að minu áliti var júlí beztur. eftir er að sjú hvernig ágúst kemur út. örn Guömundsson skrifstofustjóri: Jú. ég er ánægður með sumarið, þó var júni nokkuð kaldur, en júli aftur á móti góður. Það er annars hvergi eins gott að vera og á íslandi, eða eins og maðttr segir við útlenzku túristana: „ll' you do’nt like the weather in lceland. just wait a minute." (Ef þú kannt ekki við veðrið á Islandi biddu þá eina mínútul. Kjartan Jóhannesson tölvari: Eg er mjög ánægður með sumarið, það hefur nefni- lega verið bliða. Ég myndi segja að það hafi verið svipað og sl. sumur. Annars hef ég nú dvalið erlendis siðustu tvö árin.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.