Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 11
Hérlendis sem erlendis er gerður greinarmunur á einkalífi manna og opinberu lífi þeirra. Á sama hátt er gerður greinarmunur á einstaklingum, sem gegna opinberum störfum og öðru fólki. Þeir sem gegna opinberum störf- um eru allajafna í sviðsljósinu vegna starfa sinna, en í vissum tilvikum geta augu almennings beinzt að óbreyttum einstaklingum, t.d. þegar þeir brjóta lög eða eru grunaðir um slíkt. í nokkrum greinum hér I Dag- blaðinu hef ég fjallað um meinta okur- lánastarfsemi Guðbjarts heitins Páls- sonar. Hann er dæmi um einstakling, sem kemst í sviðsljósið vegna meintra saka. í sömu greinum hef ég fjallað um persónuleg viðskiptatengsl Guðbjarts og Einars Ágústssonar, fráfarandi utanríkisráðherra. Einar er opinber persóna, hann gegnir opinberu starfi og hefur verið til þess kjörinn af almenningi. Þess vegna verður hann að sæta þvi að vera undir smásjá almennings. 1 þessum sömu greinum hef ég fjallað um þátt Kristleifs Jónssonar, bankastjóra Samvinnubankans, í þessu máli. Hann er einnig opinber persóna. Hann gegnir starfi í þágu þúsunda manna, sem eru félagar í samvinnuhreyfingunni. Engan þarf því að undra þótt um þessa menn hafi verið fjallað opinber- lega. Á fyrstu dögum útvarpsins var þetta vandamál tekið til umræðu. Einn þeirra, sem lagði orð í belg var Jónas Þorbergsson, þáverandi útvarps- stjóri, fyrrverandi ritstjóri Tímans. Um menn í opinberri þjónustu sagði Jónas: „En opinbert líf þessa manns, hver sem hann er, opinber persóna hans er þjóðinni allri viðkomandi og er skylt að rannsaka þá hlið á persónu hans og lífi, þegar nauðsyn ber til að skapa haldbæra almenningsskoðun um hæfi- leika hans til að takast á hendur trúnaðarstörf fyrir þjóðina.” Það er vert að hafa þessi orð Jónasar í huga i Ijósi allra þeirra dóma, sem felldir hafa verið um gagnrýni mína á aðilja Samvinnubankamálsins, m.a. Einar Ágústsson, fráfarandi ráð- herra. Úlfur í sauðagæru Guðbjartur heitinn Pálsson nýtur að sjálfsögðu sérstöðu. Hann er látinn. En þótt hann sé látinn hafa þær sakir, sem á hann voru bornar í lif- anda lífi og ég endurtekið og stutt gildum rökum, ekki gleymzt. Þessar sakir hafa fyrst og fremst verið endurteknar til þess að sýna fram á, að fjármálaumsvifum Guðbjarts, sem Samvinnubankinn fjármagnaði, tengj- ast tugir manna. Þær hafa ekki verið settar fram til þess að sverta minningu látins manns. Þær hafa verið settar fram til þess að benda á, að órann- sökuð eru meint sakamál tuga manna og viðskiptahættir bankastofnunar. Þess vegna er það hræsni, þegar Þórir Stephensen, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, gagnrýnir mig fyrir skrif um Samvinnubanka- málið. Og það er enn meiri hræsni hjá sálu-, sorgaranum að birta gagnrýni sína opinberlega. Mér er fullkunnugt um, að vandamönnum Guðbjarts heitins eru engin þægindi að skrifum, þar sem hann kemur við sögu. En við þvi get égekkertgert. Mál hans er í svæfingarmeðferð hjá saksóknara. Þess vegna hef ég viljað vekja athygli á því opinberlega. Skrif um Guðbjart heitinn eru ekki tilefnis- laus. Hann hefur verið blaðaefni um nokkurra ára skeið, bæði fyrir og eftir andlátsitt. Hafi sálusorgaranum Þóri Stephen- sen blöskrað skrif min um látinn mann, hefði hann átt að leita beint til mín. Sjálfur er ég ekki i beinu sam- bandi við himnaríki. Ég er ekki einu sinni áskrifandi að Morgunblaðinu þessa dagana. Hins vegar hef ég síma. Mér er næst að halda, að það sem vakti fyrir prestinum hafi verið að vekja upp andúð gegn skrifum minum og um leið dreifa athygli fólks frá kjarna málsins. Þetta er ekki i anda kristinnar kenningar. Um Þóri eiga vel við þessi orð úr Mattheusarguðspjalli: „Gætið yðar fyrir falsspámönnum, er koma til yðar í sauðaklæðum, en Harald Blöndal. Hann þarf ekki að ímynda sér að ná með tærnar, þar sem Ingjaldsfíflið hafði hælana. Hann er í hæsta lagi ritglapi — eða bara glapi. Hann þarf ekki að ímynda sér, að honum verði kápan úr því klæðinu að hafa uppi á htimildum mínum. Það er ekkert glapaverk. Enda myndi Þórður, rikissaksóknari, aldrei fást til sliks. En gott dæmi um glapaverk Haralds voru skrif hans í Visi á dögunum, málaflokki, nýjasta flokki Jóns). Nú sá Jón sér leik á borði og birti grein Þóris prests óstytta með formála og eftirmála á Víðavangi Tímans, sem allajafna er vettvangur pólitískra klámhögga blaðsins. í eftirmálanum tekur Jón fram, að hvert einasta orð í „áminningu” prestsins sé „gullvægt”. En hræddur er ég um, að Jón hefði ekki sagt þetta, hefði hann lesið betur, verið nákvæmari Því í upphafi greinar og skjðl Guðbjorts 1 kjölfar kosninganna hafa orð- iö miklar umræður um fjölmiðla og menn hafa réttilega bent á, aft blöftin hafa meft öftrum hætti áhrif á skoftanir fólks nú en fyrir nokkrum árum. Þaft er hins vegar ekki rétt, aft blaftamenn séu fyrir- ferftarmeiri i stjórnmálum nú en áftur. Blabamenn hafa alltáf verift mjög fjölmennir meftal stjórn- málamanna.og er þab eblilegt. Almenningur vill ætift vita ein- hver deiliá frambjóftanda sinum, og blaftámenn eru nokkuft þekktir menn, — a.m.k. eiga þeir auft- veldara raeft aft vera i svjþai*^! inu en aftrir. Mi *ó *ff *r. - . aóttl*irkju. áminnii h<J eru hið innra glefsandi vargar." — Matth. 7:15. Ég hafði í rauninni ekki hugsað mér að eyða orðum á Þóri Stephensen, prest. Hins vegar hafa fleiri hræsnarar hent orð guðsmannsins á lofti og umturnast í ólundarskrifum alls konar. Ingjaldsfíflið Einn þessara manna heitir Haraldur Blöndal. Hann skrifaði Visisgrein, þar sem hann reyndi að ímynda sér einhverjar illar hvatir að baki skrifum mínum. Hann óð á súðum. Hann kallaði mig heimskan og illgjarnan, sakaði mig um ónákvæmni og hug- takarugling o.s.frv. án þess þó að nefna eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings. Hann vildi meira að segja, að fram færi opinber rannsókn á því hvar ég hefði aflað mér heimilda. í íslenzkri bók kemur við sögu persóna, sem kölluð er Ingjaldsfíflið. Fífiinu er svo lýst, að það væri afglapi sem mestur mætti verða — fifi. (Svona lýstu kristnir menn látnu fólki í pápisku). Þetta eru alltof sterk orð um °g*stí»imadur'líi * * sJaIfsatrf w a* d«m, Bofá,r *'»*?**■ “"drað mifir , “ anna« jl,/1' Þaf skril^ þegar hann gerði yfir 100 daga stjórnarkreppu i tíð Sveins Björns- sonar, forseta, að nokkurra daga vandamáli. Á þessum glöpum byggði hann svo, þegar hann réðst ómaklega að störfum Kristjáns Eldjárns, forseta, í yfirstandandi stjórnarmyndunarvið- ræðum. Eftir lestur skrifs ritglapans komu mér í hug vitur orð úr þeirri góðu bók Biblíunni: „Gefið gætur að hundunum, gefið gætur að hinum vondu verka- mönnum.” — Filippíbréfið 3:2. „Gullvæg" hræsni Þessi orð fengu enn frekari staðfestingu, þegar mér var bent á hinar og þessar umsagnir í Tímanum. Þá varð mér ljóst, að ótrúlegustu mönnum virðist auðvelt að hræsna í skjóli kristilegs kærleiksboðskapar. Jón Sigurðsson, ritstjórnarfulltrúi Tímans, hafði i skrifum sínum ráðizt að mér á fiokkspólitiskum forsendum (og undraði mig ekkert á’því, enda þótt gagnrýni mín beindist ekki að stjórn- Þóris segir hann, að það síðasta sem hann hafi lesið um Guðbjartsmálið hafi ábyrgir bankastjórar um fjallað. Siðan segir Þórir: „Framkvaemdir lánastofnunarinnar eru, samkvæmt skrifum þessum, tald- ar gruggugar mjög.” (!?) En Tíminn lætur sér ekki þetta nægja, heldur leggur spurningu fyrir fimm einstaklinga: „Hver er réttur hinna dauðu?” Spurningin er þannig lögð fyrir, að hún minnti mig strax á fræga tilboðsaðferð frægra glæpasam- taka, sem ekki var hægt að hafna. Aðalatriðin í málinu Nú vil ég benda lesendum þessara orða á eina staðreynd. Allt það, sem hér hefur verið sagt fjallar ekki um Samvinnubankamálið. Gagnrýnendur mínir hafa drepið málinu á dreif. Snúum okkur að aðalatriðum málsins. . Málið snýst um okurlánastarfsemi Kjallarinn Halldór Halldórsson höggi á Samvinnubankann < Einar Agústsson og er aft reyr aft sýna fram á glæpsamlegar a ferftir bankans efta Einars I þest sambandi. Ekki hefur hann þó sýpt frai á, aft Einar hafi Dgjii^^^sal unnift anna£^^^^^ \Gu biari. ♦ §éð ^ £?*?*** m*xv**&* »v''% s-'' Guðbjarts heitins og fjölda annarra manna. Meintar sakir eru í fjöl- mörgum tilvikum ekki fyrndar. 2. Málið snýst um mútuþægni hátt- scttra embættismanna hjá rikinu. bankastjóra, útibússtjóra, gjaldkera, lögfræðinga, framkvæmdastjóra o. fi. 3. Málið snýst um það, að bankastjór- ar Samvinnubankans, bankaráð hans og endurskoðendur hafi viáð hvað var á seyði og beinlinis stuðlað að þessari staffsemi til að bjarga eigin skinni. 5. Málið snýst um spillt bankakerfi, spillingu, sem þrifst í skjóli banka- leyndar. 6. Málið snýst um það hvernig einn maður, aðeins einn maður, getur velt hundruðum milljóna út og inn af reikningum í einum banka án þess að stunda reksturaf neinu löglegu tæi. 7. Málið snýst um það hvernig Sam- vinnubankinn gerði nokkrum mönnum kleift að kaupa víxla og verðbréf með afföllum, sem bankinn keypti siðan á fullu verði. !8. Málið snýst einnig um það, að ríkissaksóknari hefur þæft málið í 1 1/2 ár. 9. Og síðast en ekki sízt snýst málið um það, að utanríkisráðherra íslands, Einar Ágústsson, átti einkaviðskipti við meintan okurlánara þvert ofan í opinbera yfirlýsingu I dagblaði. Miklu fleira mætti tína til. Málið er stórpólitískt. Þess vegna er rikissak- sóknari hræddur við það. Það er sjóðandi heitt. En þetta er bara eitt litið dæmi í sundurspilltu þjóðfélagi. Með kveðju frá Gregorý Að lokum langar mig til þess að segja litla sögu. Þegar Guðbjartur heitinn var á lifi skrifaði ég nokkrar greinar í Dag- blaðið, þar sem hann og félagar hans i fjármálaundirheimunum komu við sögu. Vegna þessa gaf Guðbjartur sig oft á tal við mig. í eitt skipti sagði hann við mig eitthvað á þessa leið: „Þetta sem þú ert að segja i grein- unum er að vísu alveg rétt, en þið, þessir strákar, vitið samt ekki hvað þið eruð að skrifa um. Þið vitið ekki hverjir það eru, sem í rauninni standa á bak við þetta allt saman. Þið eruð að eltast við smákalla, þegar þið skrifið um migogfleiri.” Á þessum tíma tók ég þetta svona mátulega trúanlegt. Nú hallast ég að því, að hann kunni að hafa verið að segja satt. Enda kvaðst hann hafa i hyggju að skrifa um fjármálaævintýri sín og allra, sem kæmu við sögu. Þá bók fáum við þvi miður aldrei að sjá. En hann sýndi mér aðra bók, sem heitir Sannleikurinn sem leiðir til eilífs lifs ” sem er kristileg handbók Votta Jehova. Án þess að hafa um það nokkur orð sýndi hann mér saur- blaðið, lokaði bókinni glottandi og kvaddi. * Asaurblaðinustóð: „Til Guðbjarts Pálssonar, með kærri kveðju frá Samvinnubankanum. Kristleifur.” Halldór Halldórsson. í anda kristindómsins DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978. Samvinnubankamálið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.