Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 23

Dagblaðið - 15.08.1978, Qupperneq 23
23 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978. Utvarp Sjónvarp kl. 20.30: Mannlíf á Suðureyjum Sjónvarp Erfitt líf hjá eyja skeggjum í kvöld kl. 20.30 verður sýnd brezk heimildarmynd tekin á eynni Islay, sem er ein Suðureyja (Hebridgeseyja) við vesturströnd Skotlands. Lífsbaráttan hefur löngum verið hörð á eyjunum. Fiskurinn er horfinn úr sjónum og því hafa veiðar lagzt niður. Fólkið flytur frá eyjunum i stórum stil og má nefna að fyrir 150 árum bjuggu 15.000 manns á Islay en nú eru íbúarnir hálft fjórða þús- und. Það er kvikmyndatökumaðurinn Lorens Moore, sem frægur er fyrir að taka heimildarmyndir, sem kynnir sér lífið á eyjunum. Bretar hafa löngum verið á móti keltneskum siðum og venj- um, s.s. að Skotar gangi i skotapilsum og fleira. I myndinni er lýst hvernig fólk lifir á eyjunum nú og talað um fólks- fækkunina og ástæðu fyrir þvi að fólk flyzt svo mikið frá eyjunum. Þessi fá- menna byggð framleiðir viskí fyrir 9 millj. punda á ári hverju, sem aftur er siðan selt á 143 millj. punda. Mismun- inn fær brezka ríkið. Það má taka sem dæmi að eyjabúi kaupir viskíið út úr búð fyrir meira verð en hann getur nokkurn tíma fengið fyrir það. Einnig er komið inn á þá braut að eyjaskeggjar séu of- sóttir af ferðamönnum. Þýðandi og þulur myndarinnar er Björn Baldursson. - ELA Frá eynni Iona. Þar stofnaði heilagur Kólumkilli klaustur á 6. öld. Hann hefur verið nefndur kristniboði Skotlands. Á eynni Iona er enn mjög merkt trúarsamfélag krist- inna manna. Nokkrir tslendingar eru i hreyfingu sem kennd er við Iona. Sagt hefur verið að Iona sé nokkurs konar Skálholt Skotlands. ER KOJAK Á NIÐURLEIÐ? Sagt er að Telly Savalas, „Kojak”, sé á leið niður hvað vinsældir snerti og heyrzt hefur að í Bandaríkjunum séu það núna lögreglumyndir sem hafa kvenmenn i lögregluhlutverkum sem eru á toppnum. Eru kvenmennirnir þá sagðir vera svolítið „sexý” og má þar nefna kynbombur eins og Farah Faw- cett-Majors, Kate Jackson og Jacklyn Smith sem eru í uppáhaldi hjá Könun- um þessa dagana. Telly er nú samt ekki alveg af baki dottinn, þó 53 ára sé, því nú reynir hann að vera „sexý” og klæðir sig eftir sinni eigin tízku og fyrirtækin þjóta upp til að útbúa Telly- eða Kojak- föt sem eiga að vera sérlega „smart”. Telly segir sjálfur að hann hafi verið búinn að leika í 60 kvikmyndum áður en hann hafi farið að leika Kojak og þá • fyrst hafi hann orðið frægur. En hvað með það allt sem Ameríkumenn segja, við horfum enn á Kojak og gerum eitt- hvað áfram og hann heldur sínum vin- sældum á íslandi þangað til eitthvað nýtt kemur. Kojak er á dagskrá í kvöld kl. 21.20 og nefnist þessi þáttur Demantaránið. Þýðandi er Bogi Arnar Finnbogason. • ELA Kynbombur eins og Farah Fawcett- Kojak reynir að vera „sexý” þó að hann Major. Eru þær að taka við störfum sé 53 ára. Kojaks og fieiri álíka lögreglugarpa? Útvarp kl. 21.00: Einsöngur María Markan syngur í kvöld kl. 21.00 syngur María Markan einsöngslög eftir íslenzk tónskáld. Lögin sem hún syngur eru af útgáfuplötu hennar og eru það Svanasöngur á Heiði, eftir Sig- valda Kaldalóns við texta Stein- gríms Thorsteinssonar, Drauma- landið, eftir Sigfús Einarsson við texta Guðmundar Magnússonar, Mamma, eftir Sigurð Þórðarson við texta Stefáns frá Hvítadal, Minning, eftir Þórarin Guðmunds- son við texta Jakobs Jóhannes- sonar. Gott er sjúkum að sofa, eftir Markús Kristjánsson við texta Davíðs Stefánssonar og Mánaskin eftir Eyþór Stefánsson við texta Helga Konráðssonar. Þátturinn er i tuttugu mínútur. Hvassaleiti 4ra herbergja íbúð með bflskúr Vorum að fá í einkasölu 4ra herb. 105 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýli, góður bílskúr með gluggum. Fasteignasalan Bankastræti 6 Hús og Eignir — sími 28611 Luðvík Gizurarson. hrl. Frá fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Stöður sálfræðings og félagsráðgjafa við sál- fræðideildir skóla í Tjarnargötu 20 og í Fella- skóla eru lausar til umsókna. Umsóknir berist Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Tjarnargötu 12, fyrir l. sept. nk. Fræðslustjóri. Tilkynning fró stofnlánadeild landbúnaoarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1979 skulu hafa borist Stofnlána- deild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingar- efni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðs- ráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókar- vottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavik, 14. igúst 1978. Búnaðarbanki íslands Stofnlánadeild landbúnaðaríns Sérhæfum okkur í Seljum í dag: Saab 96 árg. 1975 Saab 96 árg. 1971 Saab 99árg. 1973 Saab 99 árg. 1974 Saab 99 árg. 1975 Saab 99 árg. 1975 Saab 99 árg. 1976 Saab99 árg. 1976 ■Saab 95 árg. 1974 Autobianchi árg. 1977 ekinn 55 þús. km ekinn 120 þús. km ekinn 73þús. km ekinn 70 þús. km ekinn 48þús. km ekinn 68þús. km ekinn 60þús. km ekinn 33 þús. km ekinn 77þús. km ekinn 12þús. km Látið skrá bíla, höfum kaupendur að ýmsum árgerðum. BDÖRNSSON Aco BlLDSHÖFÐA 16 SiMI 81530 REYKJAVIK

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.