Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 IImmtiZL Svipmvnd safnsins og frá borgarbölcasafni. Bókaunnandi hælir mjög þjónusfu starfsfólks telur hana til fyrirmyndar. Raddir lesenda GOÐ ÞJONUSTA ÁBORGAR- BÓKASAFNI Bókaunnandi hringdi: Ég vil endilega fá tækifæri til þess að þakka þá góðu þjónustu og kurteisi sem ég varð aðnjótandi af hálfu bóka varða Borgarbókasafnsins nú eitt kvöldið fyrir skömmu. í nokkur ár hef ég dvalið erlendis en fluttist siðan hingað á nýjan leik fyrir ekki ýkja löngu síðan. Fyrir skömmu átti ég siðan leið á bókasafn. nánar tiltekið Borgarbókasafnið í Reykjavik. og það í fyrsta sinn eftir að ég kom heim. Sú þjónusta og kurteisi gagnvart viðskiptavinunt sem starfsfólk bóka- safnsins sýndi þann tíma er ég staldraði við er þvi miður nær eins- dæmi hérlendis. Bókaverðirnir visuðu mér þegar á livar bækur þær er ég þarfnaðist væri helzt að finna og gerðu sér fúslega ferð niður í kjallara til þess að grennslast fyrir um hvort þar fyndust þær bækur er ég leitaði að. Þá er ég skyldi kaupa nýtt bókasafnskort kom í Ijós að ég hafði gleymt ávísanaheftinu heima. Það vandamál varð þó brátt úr sögunni. Ég fékk að skulda þessar 500 krónur þar til næst. Þjónustustörf eru nú meðal þeirra starfa er mest kveður að i okkar nútimaþjóðfélagi. Lipurt. þægilegt og kurteist þjónustufólk er veit hvernig viðskiptavininum verður bezt þjónað i það og það skiptið er þvi æ mikilvæg- ari hlekkur i þjóðfélagskeðjunni. Ekki á þetta hvað sízt við um starfsfólk opinberra stofnanna. Stundum hefur verið talað um að góða þjónustu geti íslendingar seint eða aldrei tamið sér. Hér, eins og á svo mörgum sviðum öðrum er það viljinn sem mestu ræður. Hafi menn vilja til þess að vera kurteisir og almennilegir og þjóni af fyllstu einlægni, þá ætti allt að geta gengið eins og í sögu, án sífelldra kvartana. Mér heyrðist detta svartur ullaríagður Vísurograbb um útvarp Jón Gunnar Jónsson Hafðu skarpa skömm fyrir. segir enginn. hvað þá heldur meir. Svo orðuðu menn i gamla daga vonbrigði sin. þegar þeir fengu hvorki lof né lasl fyrir það, sem þeir þóttusl vel hafa vandað. Eins mættu þeir hugsa og segja. sem sjá um dagskrár útvarps og sjónvarps. annast þar fasta þætti eða tala þar. leika. lesa. syngja. dansa. Oftast er þögn. eins og ekkert hafi gerst. Helst að mcnn fái hrakyrði frá úrillum hlust anda. sem kannski er ekki einu sinni sendibréfs- fær. cn lætur rnóðan mása í síma. Þreyttur blaðamaður fær svo að pikka á ritvélina sina misjafnlcga gáfulegar athugasemdir um leið og sibyljan malar. Mikil var þolinmæði ritstjóra síðdegis blaðanna, sem birtu í vetur og vor hugleiðingar fólks um þulina gamalkunnu Pétur og Jón Múla og veðurfræðinginn. sem fór sinar eigin leiðir. braut hefð félaga sinna, lét barasta vera að heilsa. Ekki get ég stillt mig um að segja. að mér fannst það ágætt hjá honum — og ætla ég þó ekki að lasta kveðjumennina. Fólk á auðvitað að fá að ráða því sjálft, hvort það heldur i heiðri. meiningarlausar hefðir eða lætur þær róa. — Þulir eru að sjálfsögðu misjafnir. eins og aðrir menn. en rnér finnst við nicga vera þakklát fyrir það. hve vcl og lengi þcir Pétur og Múli endast okkur. bæði við að þylja og flytja sitt góðlátlega morgunrabb. Auk þess flytja þessir ágætu útvarpsmenn oft fróðlegaogskemmtilcga þætti, Pétur viðtöl og sögulegar minningar og Múli talar um sin tónlistarmál. — En það er stundum. ef þeir ætla að gera eitthvað annað. t.d. lesa upp sögur cða kvæði. að þeim bregst bogalistin. Manni finnst rödd þeirra minna á auglýsingar. þá daga þegar þeir hafa þurfl að lala óvenju lengi. Það á við þá félaga—og þó öllu freniur suma fastráðna dagskrárgerðarmenn útvarpsins — að þeir mættu. finnst mér. hugsa sig vel um. áður en þeir ganga til liðs við aðra umsjónarmenn þálta og gcgna kalli þeirra um að hlaupa i skörð fyrir þá. Þeir. sem taka að sér að sjá um þætti fyrir útvarpið. verða sjálfir að leysa sinn vanda. Ef einhver bregst, sem á var treyst, verða þeir að gera ráð fyrir forföllum og hafa tihækar aðrar varaskeifur en þær, sem eru starfandi i út varpshúsinu. Og úr þvi að ég er að tala um þetta er rétt að ég minnist aðeins á hinar svokölluðu samfelldu dagskrár, þar með taldar kvöldvökurnar og dag- skrárstjórn i klukkustund. Yfirleitt er dagskrárefni útvarpsins vel kynnt. meira að segja óþarflega oft þulin lýsing á þeirri beinagrind, sem liggur á borði þulariris. Þar mætti nú að skaðlausu koma til meiri fjölbreytni. orðabreytingar og sums staðar fara fljótar yfir sögu en gert er. En þegar um er að ræða þær dagskrár. er ég var að nefna. er oftast ein allsherjarfyrirsögn látin nægja. Einmitt þá þyrfti fólk að vita á hverju það á von, svo það sé ekki að biða allt kvöldið eftir einhverju áhugaverðu, sem kannski kcmtir aldrei. Við upphaf slikra þátta ætti stjórnandi að lesa efnisyfirlit. Annars er það undravert hve margir dag- skrárstjórar, sem fá langan tima lil umráða eru háðir smekk útvarpsmannanna. Þar er oftast sami grauturinn í sömuskálinni. Og þótt góður sé kannski I sjálfu sér. mætti það vera meiri fjölbrcytni. Dagskrá eftir dagskrá cr fyllt með efni eftir Halldói Laxness, Þórberg. Gunnar Gunnarsson og Jón prófessor Helgason. Oft meira að segja fluttir sömu bókakaflarnir með stuttu millibili og þá gripið til þeirra lesara. sem best hafa reynst áður. Þá ekki sist valdir úrvals- lesarar úr starfsliði útvarpsins sem ættu annaðhvort að vera til spari eða geymdir til að hlaupa undir bagga hjá fjarrstöddum fræðaþulum. Sjálfsnotkun góðra útvarpsmanna hefur frá upphafi verið ofnotkun og rnikið mcin. Sumir þeirra hafa á undanförnum árum farið svo hryllilega i taugarnar á mér. að ég hef ekki oftar staðið upp fyrir nokkrum mönnum — til þess að skrúfa fyrir þá.Og ég er ekki einn uni það. Hafa þeir þóallir sér til ágætis nokkuð. Fyrir nokkrum dögum kom í heimsókn til okkar hjóna gömul kona ættuð af Ströndum vestra. Hún er nokkurnveginn jafngömul öldinni og eiginlega var hún komin mest vegna annarrar aldraðrar konu, sem hjá okkur er. sú er sunnlensk og rúmlega níræð. Eitt af þvi, sem þær eiga sammerkt um. er áhuginn á veðrinu. Þær láta aldrei framhjá sér fara veðurfréttirnar. Strandakonan sagði: En alhaf tek ég þó meira mark á barómctinu mir.u en veðurfræðingun- um. Hefurðu átt það lengi? spurði ég. Alla mina tið. held ég. svaraði hún. Þið hafið verið svona snemma i tækninni á Ströndum? Já. svaraði hún. En þó vissi ég cinn merkishónda og for- mann. sem ekki mátti heyra barómetið nefnt. og sonur hans fékk ekki að kaupa það á meðan karl lifði og hefur kannski aldrei gert það. Á sjó hlekktist þeim aldrei og á landi þekktu þeir öll veður. Hjá öllum öðrum vestra var barómetið uppáhaldstæki. En það var annað með skilvindurnar, eins og þær spöruðu nú mikið vinnu. Það var nefnilega nokkuð algeng trú. að skilvindurnar gætu valdið berklum. Á sumum bæjum fór fólk að veikjast af þessum voðalega sjúkdómi um líkt leyti og skilvindurnar komu. Þeir. sem lögðu ekki beint trúnað á þetta. fóiu þó ósköp gætilega með þær. Mjólk. sem cftir varð í skilvindukarlinum. var alltaf hent og eins skolinu, fólk gaf það ekki einu sinni hundum. Svona var nú óttinn sterkur. En eldavélarnar. þær komu á tveimur þremur áratugum á hvem bæ. Sama var að segja með útvarpið, þegar það kom til sögunnar. Mikla ánægju og margskonar blessun er nú útvarpið búið að veita. Útvarps- fólkið var eins og okkar bestu vinir í fásinninu. Hér eru svo að lokum þrjár visur. er Helga Halldórsdóttir á Dágverðará. Snæfellsnesi sendi Pétri Péturssyni úlvarpsþul fyrir 35 árum. Þær birtust i Útvarpstiðindum á sínum tima. Gesti að fá er geði kært, gefst ei oft í vetur. Útiþósé engumfært. alltaf kemur Pétur. Þegar klukkan orðin er Yfir tólf, ei skeikað getur, efég tækið opnafer að þá kemur Pétur. F.itthvað gestum æ er veitt, að þeim reynt að buga, en hann þiggur ekki neitt — aðeins þökki huga.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.