Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 7 „Án samstarfs við launþegasamtökin er ekki hægt að tala um virkt lýðræði” —segir Kjartan Jóhannsson, hinn nýi sjávarútvegsráðherra Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráð- herra, er 38 ára gamall. Hann fæddist í Reykjavík hinn 19. desember 1939. Hann varð súdent frá Menntaskólanum i Reykjavík 1959. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra, þingmaöur Reyknesinga. Hjörleif ur Guttormsson orkumálaráðherra: VILL NÝJA STEFNU í ORKUMÁLUM Hjörleifur Guttormsson verður iðnaðar- og orkumálaráðherra I ráðu- neyti Ólafs Jóhannessonar. Hann hefur ekki setið á þingi fyrr, en verið ötull í flokksstarfi Alþýðubandalagsins. Hjörleifur er 43 ára að aldri. Hann varð stúdent frá Akureyri 1955 og lauk prófi i líffræði frá Leipzig. Síðan hefur hann búið á Neskaupstað og unnið við Náttúrufræðistofnunina þar. Auk þess hefur hann sinnt kennslu- og safna- málum. Hann er kvæntur Kristínu Guttormsson lækni og eiga þau 19 ára gamlan son. Hjörleifur hefur lýst því yfir í samtali við DB að hann vilji að Islendingar byggi sem mest á innlendum auðlindum og þjóðin verði sem mest sjálfri sér nóg. Hann er mikill áhugamaður um náttúru- vernd og hefur haft forystu fyrir náttúruverndarsamtökum á Austur- landi. Hjörleifur telur ekki rétt að stefna að rekstri stórfyrirtækja hér á landi, heldur þurfi að byggja á smærri einingum. Hann telur slíkt betur hæfa dreifðri byggð hér og fámennri. Hjörleifur Guttormsson hefur verið eindreginn gagnrýnandi þeirrar orku- stefnu sem fylgt hefur verið af fyrrverandi rikisstjórn og átt þátt í að semja ítarlegt rit um nýja orkustefnu. Því er þess að vænta að hressilegir gustar eigi eftir að leika um ráðuneyti hansog ráðherraferil. GM. Munur á líftryggingu og slysatryggingu Stundum fer illa þegar menn tala saman í sima og báðir halda að þeir skilji hinn en í rauninni skilur hvorugur. Þannig fór fyrir undirritaðri og Sigurði Þ. Guðmundssyni á dögunum. Undirrituð hringdi í Sigurð starfs- mann Liftryggingarfélagsins Andvöku og spurði hann um tryggingar á köppum þeim er stunda rallíþróttir ýmiss konar. Átt var við liftryggingu þeirra. Sigurður veitti miklar og góðar upplýsingar, en gallinn var bara sá að þær áttu allar við slysatryggingu en ekki líftryggingu. Þegar svo blaðagreinin var skrifuð upp úr öllu saman má nærri geta að ekki var hún mjög áreiðanleg. Nú skal leiðrétt: Allir geta keypt sér líftryggingu. Menn borga einungis mismunandi iðgjald eftir því hversu gamlir þeir eru. Ef menn hins vegar kaupa sér slysatryggingu er áhætta við hættulegar íþróttirekki innan hennar. marka nema keypt sé sérstök viðbót. Erfitt er að segja til um hvað sú viðbót kostar því engar taxtar eru til þar um. Einnig er liklegt að sjálfsábyrgð manna yrði eitt- hvað hærri en venjulega en hversu mikið er ekki heldur hægt að segja til um. Slikt yrði metið i hvert sinn sem ákveðinn hópur eða einstaklingur keypti sér tryggingu. Jafnframt myndu tryggingarfélögin endurtryggja sig jafn- harðan. Allir viðkomandi eru beðnir velvirðingar á þessum ruglingi með staðreyndir. DS. Kjartan lauk prófi i byggingaverk- fræði frá Kungliga Tekniska Högskolan i Stokkhólmi 1963. Þá hóf hann nám í rekstrarhagfræði við Stokkhóimsháskóla og í skipulagi framkvæmda við KTH. Að því búnu fór hann til náms í rekstrar- verkfræði við Illinois Institute of Technology í Chicago og lauk þaðan meistaraprófi 1965. Hann hefur verið ráðgefandi verkfræðingur í Reykjavík frá 1966. Hann hefur um langt skeið verið virkur félagi í Alþýðuflokknum og kjör- inn á þing í síðustu Alþingiskosningum fyrir Reykjaneskjördæmi. Foreldrar Kjartans eru Jóhann Þor- steinsson, forstjóri Sólvangs i Hafnar- firði, og kona hans Astrid, f. Dahl. iBIADIB kynnirnýju ráðherrana Kvæntur er Kjartan Elly Irmu Birgittu frá Gautaborg. Þau kynntust á námsár- um Kjartans I Sviþjóð og eiga þau eina dóttur, 15 ára gamla. Þau búa í Hafnar- firði. Efnahags- og atvinnumál eru Kjartani hugleikin og þá alveg sérstak- lega sjávarútvegur og iðnaður. „Án samstarfs við launþegasamtökin er ekki hægt að tala um virkt lýðræði i land- inu," sagði Kjartan er hann var kjörinn þingmaðursl. sumar. — BS Á gamla verðinu! Eigum enn nokkurt magn eldvarnartækja fyrir heimili og vinnu- staði á gömlu verði. Til dæmis: Reykskynjari kr. 11.500.- Duftslökkvitæki 6 kg. kr. 12.500.- 5% afsláttur ef keypter hvorutveggja. I. PÁLMASON h/f Dugguvogi 23, Reykjavík. Sími 82466 UTSALA HEFSTA MÁNUDAG MIÐBÆJARMARKAÐI AÐALSTRÆTI9 J) SÍMI27340 momnnu 8áL Peysurfrákr.500.- Buxur frá kr. 1200.- Ungbarnagallar frá kr. 1000.- Úlpur frá kr. 3500.- Nattmt, skyrtur, nærföt og margt fleira TÆKIFÆRI SÉRSTAKT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.