Dagblaðið - 02.09.1978, Page 10

Dagblaðið - 02.09.1978, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2.SEPTEMBER 1978 HMBUÐIÐ frfalst, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðiðhf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pétursson. RKstjómarfultrúi: Haukur Helgason. Skrifstohjstjóri ritstjómar. Jóhannaa RaykdaL íþróttir: HaKiir Simonaraon. Aóatoí rfréttaatjótar Atli Stair.ar.aon og Órnar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. ^_ 'BÍaöamenn: Anria Bjamason, Ásgeir'Tóm'asson, Bragi Sigurösson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur SigurÖs son, Guömundur Magnússon, HaHur HaHsson, Helgi Pótursson, Jónqs Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson( Ragnar Lár., Rugnhoiöur Kristjánsdóttir. Hönnun: Guöjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Kristinfson Ámi Póll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlerfsson, Höröur VHhjálmsson,- Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHssori. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeHd, auglýslngar og skrifstöfur Þverhotti 11. Aöalsimi blaðsins er 27022(10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siöumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skerfunni 10. Víöishús úti um allt Víðishússkumbaldinn, sem nýi menntamálaráðherrann tekur í arf eftir fyrirrennara sinn, er táknrænn fyrir við- skilnað gömlu stjórnarinnar. Slíkir kumb- aldar eru úti um allt. Hraði verðbólgunnar er 45—50 af hundraði á ársgrundvelli. Ríkisfjármálin hafa einkennzt af sífellum hallabúskap og skuldasöfnun við Seðlabank- ann. Nú stefnir í aukinn halla á viðskiptum okkar við út- lönd. Upprennandi kynslóð hefur verið gerður sligandi baggi með skuldasöfnun erlendis. Ofveiði þorsksins hefur verið látin liðast. aðgerðir stjórnvalda hafa mestmegnis verið kák. Þörf er á veru- legri minnkun veiða, þótt það kostaði fórnir víða um land. Hvarvetna sjást merki um vitlausa fjárfestingu. Þar er ekki aðeins um að ræða Víðishús og Borgarfjarðarbrú, heldur spýtingu fjármagns í ríkum mæli til greina, sem gefa lítið sem ekkert í arði. Megingreinar landbúnaðarins strita við offramleiðslu, styrkirnir hafa aukið hana og þar með aukið vandann og skert lífskjör þjóðarinnar. Offjárfesting í fiskiskipaflota er hrikalegt dæmi um vitlausa fjárfestingu. Þorskafla hefur verið dreift milli landshluta á skipulagslausan hátt með styrkjum til of mikilla kaupa á skuttogurum. Af þessu leiðir minni arð- semi fyr.r þjóðarheildina. Eins og um landbúnaðinn hefði því fé betur verið varið til iðngreina, sem gefa meiri arðsemi og mundu því bæta lífskjör þjóðarinnar. í stað eflingar lífvænglegra iðngreina hefur fé verið varið til ýmiss konar ”þörungavinnslna”. Ekki verður aftur snúið með Kröfluvirkjun, þótt vafasöm sé. Menn efast um hagkvæmni fjárfestingarinnar í járnblendiverk- smiðjunni. Almennum iðnaði hefur verið haldið niðri með mis- munun á ýmsum sviðum. Iðnþróunaráætlunum hefur jafnóðum verið fleygt. Af þessum sökum óttast margir, sem þekkja til mála, að lífskjaraskerðing blasi við. Sökin er ekki einungis þeirrar ríkisstjórnar, sem fór frá í gær. Allir stjórnmálaflokkar bera mikla ábyrgð á, hvernig komið er. Foringjar þeirra hafa látið hagsmunahópa í landbún- aði, sjávarútvegi og verzlun stýra höndum sínum. Þeir hafa ekki haft bein í nefi til að beina þróun atvinnulífsins á farsælli brautir. Stjórnmálamenn hafa verið leikbrúður þrýstihópa. Gamla stjórnin tók við slæmu búi úr höndum fyrri ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. En hún ber ábyrgð á framhaldi á stefnu þeirrar stjórnar. Hún hefur ekkert gert til að hverfa frá óheillabrautinni. Fjögur ár hafa farið til einskis, og tíminn rennur frá okkur. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra segir nú, að „nýir vendir sópi bezt”. Fáir munu þó ætla, að stjórn Ólafs sópi miklu. Eins og mál standa í dag, er líklegast, að nýja stjórnin haldi áfram að úthluta dúsum til þrýsti- hópanna af ótta við atkvæðatap að öðrum kosti. Menn óttast, að nýja stjórnin taki bara við „víðishúsunum” frá hinni gömlu og kaupi fleiri slík. JÓNAS HARALDSSON gegn rótgróinni glansmynd. Þaö er eitthvað bogiö viö hina stöðugu kröfu um Kennedy i forsetastól og lítið virðist vinna á Kennedy vinsældun- um. Nafnið Kennedy Enginn efi er á þvi að Edward Kennedy er nú fær og áhrifamikill öld- ungadeildarþingmaður. En það eru aðrir færir öldungadeildarþingmenn sem gætu gjarnan hugsað sér að verða forsetar Bandaríkjanna. Hin raun- verulega ástæða þess að Kennedy er talinn liklegur frambjóðandi til for- setaembættisins, og svo hefur raunar verið undanfarinn áratug, er einfald- lega sú að hann ber ættarnafnið Kenn- edy. Hann varð öldungadeildarþing- maður vegna þess að nafnið var Kennedy. Teddy Kennedy er liður i amerískri goðsögn. hvort sem honum líkar það vel eða illa. Og það er þessi goðsögn sem almenningur visar til þegar hann óskar eftir öðrum Kenn- edy sem forseta Bandarikjanna. Kennedy goðsögnin er raunveruleg goðsögn að því leyti að svo virðist sem töfrar fylgi nafninu. Völd eru stöðugt tengd þessu nafni i hugum fólks. Og fjölmiðlar fylgjast stöðugt með Kennedyunum. Og þetta á ekki ein göngu við um Edward Kennedy, hinn síðasta af hinum frægu Kenn- edybræðrum. Fjölmiðlar eru famir að gefa næstu Kennedykynslóð mjög aukna athygli, sérstaklega sonum Roberts Kennedys. Það er ekki eingöngu það að Kennedyarnir séu uppáhöld fjölmiðla og tengdir dramatískum og sorglegum atburðum. Þegar Bandarikjamenn hafa leitað til slikra glansmynda áður sem forsetaframbjóðenda, þá hafa þeir einstaklingar alltaf verið þekktir vegna annarra starfa utan stjórnmála. Her- foringjar, sem gengið hefur vel á víg- velli. eru góð dæmi um slikt. Nefna má bæði Grant og Eisenhower og margir Bandarikjamenn hefðu vafa- laust kosið Mac Arthur fyrir nokkrum árum ef til þess hefði komið. Þá má einnig nefna marga sem hafa staðið utan við málamiðlanir og hrossakaup stjórnmálanna og notið Fjölmiðlar fylgjast mikið með Kennedyfjölskyldunni og fjöiskyldumyndir eru vinsælar i blöðum. Enn einu sinnu nýtur Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður geysilegs fylgis sem líklegur forseta- frambjóðandi við næstu forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum árið 1980. Nýj- ar skoðanakannanir sýna að Kennedy er sterkari frambjóðandi Demókrata- flokksins en Carter Bandarikjaforseti. Stjórnmálamenn i ýmsum rikjum Bandaríkjanna óska frekar eftir þvi að Kennedy komi til þeirra og veiti þeim stuðning en Carter. Og Kennedy virðist fús að veita þennan stuðning. Einn verkalýðsleiðtogi lét hafa það eftir sér að áður fyrr hefði það verið góður stökkpallur að bjóða Kennedy fyrst og síðan sjálfum forsetanum. Nú höfum við ekkert við Carter að gera. Þessar staðreyndir eru umhugs- unarefni um ástand bandariskra stjórnmála í dag. Hér er ekki eingöngu um að ræða vandræði ríkjandi forseta Nú má glöggt greina hverjir ráða þessu landi Þegar Lúðvik Jósepsson lauk ntáli sinu við fréttantenn útvarpsins 23. þ.m. niátti glöggt sjá hvað á spítunni Itékk, fáni hins vestræna velfarnaðar. fylling vonarinnar að deyja fyrir frelsið. Maður á kannski aldrei að verða hissa á þessum timunt þegar ntannlegir verðleikar eru slegnir niður af tuskudúkkum stórvelda. Margir hafa staðið á öndinni af undrun yfir þvi að Lúðvíki varð ágengt við stjórn arntyndun þá sem honunt var l'alin. Hinir voru búnir að gleypa sinar fyrri firrur án þess að fá andköf. Kannski er slíkt auðvelt fyrir menn sem aldrei virðast um tugi ára hafa haft aðra skoðun en þá sem fengin var að láni. Allt virðist hafa strandaö á þvi að Kjallarinn Halldór Pjetursson Lúðvík hafði forystu og hafði komið nteiru frant en flestir gerðu ráð fyrir. Hér á íslandi greindist jafnaðar- stefnan i tvær fylkingar, krata og konima. Um annað var ekki að gera. Siðan urðu vatnaskil þar sem komrnar hættu sambandi við Rússa. Þá var stofnaður Sósíalistaflokkur og siðan Alþýðubandalag. Þessir siðari flokkar hafa algjörlega unnið i þágu alþýðunn- arog íslenzkra hagsmuna. Þegar fjárskil voru gerð milli flokk- anna tókst Stefáni Jó. að draga allar eignir verkalýðsfélagsms yfir í krata- dilkinn, hinir stóðu uppi slyppir og snauðir. Þessar eignir voru Iðnó, Alþýðuhúsið og Alþlýðubrauðgerðin. Eignir þessar ásamt erlendu betlifé hafa siðan verið notaðar til að halda verkalýðshreyfingunni i skefjum vægast orðað. Eins og ég gat um hafa sósialistar unnið á alislenzkum grundvelli og eflzt mikið á eins og flokkurinn sýnir. Nú verður manni á að spyrja hvort það sé glæpur að skipta um skoðun á ýmsu. A Lúðvik Jósepsson aðdæmast eftir öðrum lagabókstaf en landar hans? Eru ekki sumir hinir gönilu íslenzku nasistar í lykilstöðum hér á landi og ekki að fundið, enda ekkert við þvi að segja ef alvara fylgir skoð anaskiptum. Halldór Laxness var af ihaldinu talinn þjóðhættulegur en vegna fákunnáttu í manndrápum hélt hann lífi og þegar aðrar þjóðir settu hann á fyrsta bekk rann allur ofsi af íhaldinu sem fór að hæla honum. Aftur á móti ráku kratar hann úr ræðustól. Ég sá eitt sinn í sjónvarpi að ritstjóri Morgunblaðsins sat við kné Halldórs og horfði á hann i sælli leiðslu likt og frelsaður maður. Ég held að borgaraflokkarnir ættu að safna saman gömlum nasistum og öðrum sjókindum og hefja þá til stjómar i þjóðfélaginu. Kannski fengi þá Lúðvík uppreisn í leiðinni. likt og Búkharin. Halldór Pétursson rithöfundur Lúðvik Jósepsson, — gjalda? hvers á hann að

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.