Dagblaðið - 20.10.1978, Side 24

Dagblaðið - 20.10.1978, Side 24
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1978. Rufus Reid bassaleikarí og Eddie Gladen trommuleikarí reyndust þegar þeir „hitnuðu” vera prýðisgöðir hljöðfæraleikarar. Myndin er tekin i miðju trommu- sölöi Gladens. Frá upphafi tönleikanna. Hljöðfæraleikararnir koma sér fyrír og Dexter Gordon veifar saxanum sinum til áheyrenda. DB-myndir Árni Páll. og trymbillinn Eddie Gladen fóru á kostum og hlutu að launum lang- vinnt lófatak hrifinna áheyrenda. Sjálfur stóð Dexter Gordon fyrir sinu. Hann riðaði reyndar dálítið á fótunum, en ekkert til skaða, kynnti lögin bráðskemmtilega á samblandi ensku og dönsku og gerði að gamni sínu. Sviðsframkoma Gordons var bráðsmellin. Hann gekk fram og aftur um sviðið, lagfærði hátalara, ef honum þótti þurfa, hrasaði um snúrur, saug uppí nefið með áherzlum og var i alla staði hinn skemmtilegasti. Fram að hléi blés hann eingöngu í tenórsaxófón, en mætti að því loknu með sópransaxann. í lokalögunum skipti hann aftur yfir á tenórinn. Hljómleikarnir fóru hægt af stað og tilþrifalitið. Hljóðstjórinn átti greinilega í erfiðleikum við að blanda rétt, allavega vona ég að hann hafi ekki reynt það viljandi að sprengja hljóðhimnur áheyrenda i upphafi. En brátt fóru hljóðfæraleikararnir að taka við sér. Einn af öðrum sönnuðu þeir ágæti sitt með hressilegum og oft bráðfyndnum tilþrifum. Dexter Gordon lét hafa það eftir sér í viðtali fyrir nokkru að þeir Cablis, Reid og Gladen væru beztu ungu mennirnir sem hann hefði haft.i hljómsveit sinni. Þetta eru stór orð manns með áratuga reynslu að baki í jazzheiminum. En þremenningarnir sönnuðu orð meist- arans svo að ekki varð um villzt. Þeir voru sigurvegarar kvöldsins. -ÁT- VEL HEPPNAÐIR HUÓMLEIKAR DEXTERS G0RD0N OG FÉLAGA Hljómleikar Dexters Gordon og félaga hans tókust prýðilega. Ekki tókst þeim að trekkja svo vel að Há- skólabíó fylltist — þvi miður — en hrifning þeirra, sem sáu sér fært að leggja út tæplega fimm þúsund krónur til að vera viðstaddir jazzviðburð, var fölskvalaus. Meira að segja jazzsnobbin, sem telja það í tízku að amast við Ijósmyndurum, létu ekki á sér kræla, — hafa sennilega ekki átt aura. Það sem mest kom á óvart á hljóm- leikunum var hæfni meðspilara Gordons. Þeir George Cablis píanóleikari, Rufus Reid bassaleikari Flúði Bandaríkin vegna eituríyfjadóms Býr nú og starfar í Kaupmannahöfn lullóílufinji s.i(i*ao| M teMfr 0(| Mfl r-Lm'“num‘siln JÓ(MUn GarðlfSSOn MiaíU" lli hann vifl di>H|uvandamll i oliMarmrnn BotlO IW 5Efí I Evrópu Fyrirsögnin var ekki frá greinar- höfundi komin 1 Dagblaðinu á síðasta föstudag ritaði Jónatan Garðarsson grein um líf og störf jazzleikarans Dexters Gordons. — Hún var samin sam- kvæmt beiðni undirritaðs. Fyrir- sögnin „Flúði Bandaríkin vegna eiturlyfjadðms” varð aftur á móti til 'á ritstjórnarskrifstofum blaðsins án nokkurs samráðsviðJónatan. Þar eð hann hefur orðið fyrir nokkrum óþægindum frá „sönnum” jazzunnendum sem ekkert Ijótt mega heyra né sjá á prenti um list- greinina, þá er yfirlýsing þessi gefin. Ásgeir Tömasson. Isfírzku fíokkamir X-BAXÍ skrifar frá ísafirði: „Eitt sinn las ég það I poppsíðu Dagblaðsins að þið óskuðuð eftir bréfum frá landsbyggðinni með frétt- um af músíklífinu. Ég hef ákveðið að verða við þeirri bón og krota nokkrar linur. t dag eru starfandi þrjár hljóm- sveitir á ísafirði, BG-flokkurinn, Líparít og Villi, Gunnar og Baldur. Sú fjórða er í fæðingu. Tvær hljóm- sveitir hafa verið lagðar niður á árinu. Það eru hljómsveitirnar Ýr og Ásgeir og félagar. Það er svipað með félagana hans Ásgeirs og hljómsveit- ina Hauka aö meðlimatalan er komin á fimmta ef ekki sjötta tug. — Ýr mun ætla að koma saman í lok ársins og æfa prógramm undir væntanlega breiðskífu. BG-flokkurinn er því eina hljóm- sveitin okkar Isfirðinga sem við getum kallað góða um þessar mundir. Flokkurinn flytur góða og vandaða tónlist sem fellur flestum í geð. 1 fremstu víglínu flokksins eru söngvaramir Ólafur Guömundsson, sem einnig leikur á gítar, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Svanfríður Arnórsdóttir. Óhætt er að fullyrða að þar séu á ferðinni mjög góðir og lifandi söngvarar. Aðrir í flokknum eru Baldur Geir- mundsson — B.G. sjálfur — hljóm- borðsleikari, Samúel Einarsson bassaleikari, Karl Geirmundsson gítarleikari og Rúnar (Þursari) Vil- bergsson sem ber húðirnar. Allt eru þetta vandaðir hljómlistarmenn eins og vinsældir þeirra hvar sem er á landinu bera með sér. Hljómsveitina Líparit skipa sjö manns. Stærsti ókostur þeirrar hljómsveitar er reynsluleysi hópsins sem enn er ekki farinn að skila sínu hlutverki nægilega vel. Ljósasti punkturinn við Líparít er bassaleik- arinn. Hann sýnir oft á tíðum ágætis tilþrif. Villi, Gunnar og Baldur, sem eru i „old boys” flokknum, hafa að undanförnu verið húshljómsveit í Gúttó okkar tsfirðinga og staðið sig með mestu prýði. Enda eru þeir góðir músíkantar, þótt komnir séu vel á miðjan aldur. Ný hljómsveit í fæðingu Og þá er það rúsínan í pylsuend- anum: Því hefur heyrzt fleygt hér á ísa- firði að ný hljómsveit væri í fæð- ingu. Hún mun hefja æfrngar um miðjan október og spilamennsku um mánaðamótin október-nóvember. BG-FLOKKURINN — bezta hljömsveit Isfirðinga um þessar mundir, að mati bréfritara. Þessi nýja hljómsveit saman- stendur af þremur liðsmönnum úr Ýr, þeim Rafni Jónssyni trommu- leikara, Reyni Guðmundssyni gitar- leikara og söngvara og Erni Jónssyni bassaleikara. Nýju mennirnir munu vera Sven Arve gítarleikari, fyrrver- andi Haukari, og Jóhannes Johnsen fyrrum hljómborðaleikari i Logum og Haukum. Með þessu kroti mínu vona ég að þið séuð einhverju nær en áður um isfirzku flokkana.” 4. október 1978.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.