Alþýðublaðið - 09.12.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.12.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐtJBLAÐIÐ Jólavörur. Reykt kjöt, Kæfa, ísl. smjör, Hveiti og sykur og alt sem þarf til að búa til reglulega góðar Jólakökur. Nýir ávextir, Kex og Kökur. — Hagið verzlun ykkar þannig, að kaupa fyrir 5 kró ur í einu, þá fáið þið kaupbætis rniða, s-m gefur ykkur tækifæri til að fá í nýársgjöf 50, ioo, 300 eða 500 krónur, ef heppnin er með. Engin getur sagt um hver sá lukkulegi verður, þvf ætti engin að láta ófrestað að leita hamingjunnar. Morgundagur inn getur gert ykkur efnaða. — Jób.* 0gm. Oddsson Laugaveg 63. Simi 339, Handvagn óskast til kaups Upplýsingar í kaupfélaginu í Gamla bankanum. Hvar á eg að verzfa? Pannig spgr margur nú. — Svarið verður þó tœplega nema á einn veg, ej málið er vel at- hugað. — Hggnir og athugulir menn verzla auðvitað þar sem verzlunin er hagkvœmust og arðvœnlegust í bráð og lengd. — Enginn getur boðið betri kjör en þau, að gefa viðskijtavinun- um fulla hluldeild í arði verzlunarinnar og fullan atkvœðisrétt í öllum málum félagsins. — Gerist meðlimir í félagi voru og verzlið við það. Pað eru þau kostakjör, sem enginn hér í bœ bgður gður nema vér. — Látið ekki tæki- fœrið ónotað. — Talið strax við oss á aðalskrif- slofunni á Laugav. 22 A og í Gamla bankanum. Vér gefum gður fúslega allar nánari upplgsingar. Kaupfélag Reykvíkinga. Laugaveg 22 A. S í m i 7 2 8. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Hallbjörn Halldórsson. Prentsmiöjan Gutenberg. tvsif Turganlaw: Æakumfiinlngar. að segja: Ur því að við erum farin að tala um þetta efni, frú Polosof, ætluðuð þér að segja, — þá verð eg að láta í ljósi, að vart muni einkennilegra hjónaband til en einmitt yðar — því eg hefi þekt manninn yðar frá því að hann var drengur! Þetta ætluðuð þér að segja!" „Leyfið mér,“ byrjaði Sanin. „Er það ekki satt?“ spurði hún og leit djarflega á hann. „lítið þér framan í mig og segið, að það sé ekki satt.“ Sanin vissi ekkert hvað til bragðs skyldi taka. „Jæja látum svo vera úr því að þér endílega viljið,...“ tautaði hann að lokum. María Nikolajevna hallaði undir flatt. „Gott! En hafið þér, sem haldið að þér getið synt — spurt sjálfan yður, hvaða ástæða geti verið til slíks til- tækis af konu, sem ekki er fátæk, ekki heimsk . . . og ekki ljót? Ef til vili er yður alveg sama um það; en hvað um það; eg skal segja yður ástæðuna, ekki þó strax, heldur þegar miðþátturinn byrjar eg er alt af á nálum um að einhver korni hingað upp.“ María Nikolajevna var varla búin að sleppa orðinu, þegar hurðin opnáðist og inn kom maður með rautt andlit, ungur en þó tannlaus, með sítt hár, langt nef, eins stór eyru og á leðurblöku og með gleraugu í gyltri umgjörð. Okunni maðurinn leit í kring um sig og er hann kom auga á Maríu Nikolajevnu brosti hann og kinkaði kolli. María Nikolajevna veifaði með vasaklútnum sínum: „Eg er ekki viðstöddl Ich bin nicht zu Hause, Herr P. . . .1 Ich bin nicht zu Hause . . . Kischl Kisch!“ Maðurinn setti upp undrunarsvip, hló vandræðalega og flýtti sér að segja: „Sehr gutl Sehr gut!" og hvarf. „Hvaða mannræfill er nú þetta?" spurði Sanin. „Það er leikdómari, eða þjónn eða hvað þér viljið hafa það. Hann er í þjónustu leikhússtjórans og á því að lofa sjónleikina. í eðli sínu er hann verulega ön- ugur, en þorir ekki að láta bera á því. Eg er smeik um að hann sé voðaleg þvaðursskjóða, og að hann segi nú öllum, að eg sé hér. Hvað á svo sem að gera til að verjast svona fólki?" Hljómsveitin lék vals og tjaldið var aftur dregið upp. Aftur fóru leikendurnir að væla uppi á leiksviðinu. „Jæja,“ sagði María Nikolajevna og settist aftur í sóf- ann. „Fyrst að þér eruð nú flæktur í snörunni og verðið að vera hér hjá mér í stað þess að njóta sælunnar hjá unnustu yðar — ekki nú að reiðast — eg skil yður svo fjarskalega vel og hefi líka lofað að sleppa yður hér um bil strax. En nú skuluð þér hlusta á meðan eg skrifta. Viljið þér fá að að vita, hvað það er sem eg elska rhest af öIJu?“ „Frelsið," svaraði Sanin. María Nikolajevna lagði hönd sfna á hönd hans. „Já Dimitri Pavlovitsch,“ sagði hún með viðkvæmri röddu, — „frelsið nmfram alt annað! Þér skuluð ekki halda að eg sé að gorta af því. En svona er eg nú og verð á meðan eg lifi! Eg held þetta af því, að eg sá í æsku minni svo mikinn þrældóm og fékk sjálf að kenna á honum. Og auk þess hefir herra Gaston opnað augu mín. Og nú skiljið þér ef til vill, hvernig stendur á þvf, að eg hefi gifst Ippolit Sidorovitsch! Eg get verið svo gersamlega frjáls fyrir honum. . . . Það vissi eg vel áður en eg giftist honum! María Nikolajevna þagnaði og kastaði blævægnum til hliðar. „Svo ætla eg að segja yður eitt enn. Eg hefi gaman af því að hugsa. . . til þess er okkur líka gefið vitið. En eg er aldrei að brjóta heilann um það, hvað eg hafi gert og hvað muni af því leiða. Fari illa, þá hlífi eg mér ekki — og kvarta .heldur ekki. Kjörorð mín eru: „cela ne tire pas á consquence!" Hér á jörðinni á eg engum reikningsskil að gera fyrir gerðir mínar og maður verður að láta fara eins ,og fara vill hinu megin. Þegar dómur verður kveðinn upp yfir mér þar, þá er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.