Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 10
10 Irjálsi, úhád dagblað Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. RKstjóri: Jönas Kristjénsson. Fróttastjórí: J6n Birgir Pétursson. RttstjómarfuHtrúi: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannes RaykdaL íþróttir HaUur Simonarson. Aöstoóarfréttastjórar Atli Steinarsson og ómar ValdF marsson. Menningarmál: Aðaistainn IngóHsson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Blaðamann: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefénsdóttir, Gissur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur HaUsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Httnnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður VUhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkari: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- aratjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Slöumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadaild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðablmi biaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2500 kr. á mánuðl innanlands. Í lausasttki 125 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og pltttugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. Lán verði opinberuð í hamaganginum á alþingi fyrir jólin, þegar efnahagslög og fjárlög voru keyrð í gegn, hurfu ýmis góð mál í skuggann. Þau verða væntanlega tekin til með- ferðar á þessu ári, þótt ljóst sé, að efna- hagsmálin munu taka mestan tíma al- þingis. Frumvarp Kjartans Ólafssonar um upplýsingaskyldu banka og annarra lánastofnana er eitt þessara mála. Markmið frumvarpsins er, að almenningur geti kynnt sér og haft á þann hátt eftirlit með útlánum stofnana. í frumvarpinu segir, að árlega skuli birta lista yfir öll veðlán, einnig önnur lán hærri en fjórar milljónir og til lengri tíma en tveggja ára, ásamt upplýsingum um láns- kjör og fleira. Ennfremur skuli birtur listi yfir þá, sem skulda meira en sex milljónir í viðkomandi lánastofnun. Upphaflega var þetta frumvarp flutt á síðasta þingi af Ragnari Arnalds, en varð þá ekki útrætt. Hugsunin að baki frumvarpsins er sú, að hvert einasta lán er gjöf að hluta til. Þetta ástand hefur ríkt áratugum saman hér á landi, en einkum keyrt um þverbak í óðaverðbólgu átt- unda áratugarins. Ljúflingar lánakerfisins hafa með þess- um hætti eignazt skattfrjálsar stóreignir. Við slíkar aðstæður er bankaleynd greinilega forkast- anleg, þótt hún kunni að vera afsakanleg við þær að- stæður, að lán séu endurgreidd með jafngildum verð- mætum. Enda eru lán Framkvæmdasjóðs og Byggða- sjóðs birt opinberlega, án þess að neinum erfiðleikum hafi valdið. í opinberri birtingu felst töluvert viðnám gegn ríkjandi spillingu í lánveitingum á íslandi. Frumvarpið er því gott og nauðsynlegt. Afturvirkni verði bönnuð Annað jafnþarft mál er frumvarp Matthíasar Á. Mathiesen og Geirs Hallgrímssonar um, að hvorki megi setja íþyngjandi reglur um skatta á tekjur eða eignir liðins árs né afturvirkar og íþyngjandi reglur um breytta eða nýja skattstofna. Frumvarp þetta er flutt að gefnu og alvarlegu tilefni. Ríkisstjórnin hefur brotið af sér á þessu sviði, af því að það er „ekki beinlínis bannað” í stjórnarskránni, svo að notað sé siðklént orðbragð Ólafs Jóhannessonar for- saetisráðherra. Nauðsynlegt er að auka réttaröryggi á þessu sviði. Menn gera á hverjum tíma ráðstafanir um fjármál í trausti þess, að skattlagning á tekjur og eignir verði í samræmi við þágildandi lög. Nýjar og íþyngjandi reglur ætti aðeins að setja fram í tímann, en ekki aftur í tímann. Núverandi ríkisstjórn er ekki hin eina, sem hefur brotið af sér á þessu sviði. Hún hefur aðeins farið grófar að því. Virðist ljóst, að fórnardýr aðgerða hennar muni hefja prófmál gegn þeim fyrir dómstólum landsins. Hvernig sem því máli kann að lykta, er nauðsynlegt að koma framvegis á réttaröryggi í þessu efni. í greinargerð benda fiutningsmenn á, að hliðstæð afturvirkni sé vandamál á fleiri sviðum, t.d. í tollum. Menn skuldbinda sig til innflutnings á ákveðinni vöru, sem síðan hækkar í tolli, meðan varan er á leið til kaup- anda. Flutningsmenn gera ekki sérstakar tillögur á þessu sviði, þótt þess væri sennilega einnig þörf. OAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. JANÚAR 1979. Aðfarir Kúbu- og Sovétmanna íAfríku lítt að skapi Kínverja Kínverjar hafa verið lítt hrifnir af að- gerðum Kúbumanna og Sovétrikjanna i Afríku á undanförnum árum. Sjálfir hafa þeir að visu veruiegan áhuga á þessum heimshluta. Þeir hafa þó að þvi mörgum finnst verið mun hófsamari heldur en tvö fyrsttöldu rikin. Skoðun þeirra, i það minnsta sú opinbera, kemur fram í eftirfarandi grein, sem rituð er af kinverskum blaðamanni. Síðustu fáein ár hefur Kúba hvað eftir annað sent herlið til að berjast í Afríku fyrir áeggjan Sovétríkjanna. Fjöldi kúbanskra herliða i Afríku hefur komizt i fimmtíu þúsund. Kúbanskir leiðtogar hafa hástemmd- um rómi staðhæft, að þeir hafi sent Kúbumenn til Afríku „til að uppfylla skyldur alþjóðahyggju” og „til að styðja þjóðfrelsishreyfmgar” þar. Er eitthvað hæft í þessum fullyrðingum? Lítum nánar á gjörðir Kúbu í Afríku síðustu árin. Undir merkjum þess „að uppfylla skyldur alþjóðahyggju” hefur Kúba jbeitt sér í ásælni og eyðileggingarstarf- semi í Afríku. í samstarfi við Sovét- ríkin stóð Kúba að grímulausum inn- rásum í Zaire, sem hafði sýnt sovézkri drottnunarstefnu óhlýðni. Málaliðar, búnir sovézkum vopnum og undir stjórn kúbanskra herliða og þjálfaðir af þeim, réðust inn í Shaba-fylki í marz 1977 og í maí 1978. Með því skertu þeir alvarlega sjálfstæði og sjálfs- ákvörðunarrétt Zaires og ollu truflun á gangi mála í Afríku. Forseti Zaires, Móbútú Sese Sekó, hefur bent á að Rússar og Kúbumenn hafi gert sam- særi sín á milli um eyðileggingarað- gerðir gegn Zaire. Innrásin i Zaire hefur sýnt að Kúba notar merki „al- þjóðahyggju” til að framkvæma „skyldur” sínar við árásarstefnu og út- þenslu I Afríku. Kúba og Sovétríkin notfærðu sér landamæradeilur Eþíópiu og Sómalíu, sem eiga sér sögulegar rætur, og æstu til styrjaldar i Ógadeneyðimörkinni í fyrra. Fyrir áeggjan Sovétríkjanna hafa kúbönsk herlið flykkzt inn í Afríku-hornið (Norðaustur-Afríku) og beitt stórfelldri vopnaðri íhlutun. Landamæradeilur Eþiópiu og Sómalíu hefði mátt leysa með friðsamlegum viðræðum að hætti Afríkuríkja. En af- skipti og ihlutun Sovétríkjanna með því að senda á vettvang mikinn fjölda kúbanskra herliða, hefur skerpt Ógadendeiluna og fært þjóðum Afríkuhornsins ómældar hörmungar. Þótt stríðinu þar sé nú lokið, dvelja meira en sautján þúsund kúbönsk her- lið þar ennþá. Þetta sýnir að íhlutun Sovétrikjanna og Kúbu í málefni Afríkuhornsins byggist engan veginn á því að „framfylgja skyldum alþjóða- hyggju”, heldur á þvi að bola undir sig stjórnlistarlega mikilvæg svæði og hafa stjórn á oliuflutningaleiðum til Vesturlanda. Sami tilgangur er að baki því að Sovétríkin og Kúba hafa nýlega kynt undir skemmdarverkum á Arabíu- skaganum gegnt Afríkuhorninu. Þjóð- höfðingjar Suður- og Norður-Jemens voru myrtir á þrem dögum. Almenn- ingsálitið meðal araba benti á að óheillahendur Sovétríkjanna og Kúbu ættu þátt í þessum blóðugu atburðum og kúbönsk herlið hefðu tekið þátt í árásinni á forsetahöllina í Aden. Allt þetta sýnir að kúbönsk herlið hafa orðið við áeggjan Sovétrikjanna og gerzt sek um ásælni í garð Afríku- landa og valdið hverjum blóðugum at- burðinum á eftir öðrum. Og þetta kalla þeir „að uppfylla skyldur al- þjóðahyggju”! Kúba hefur í Afríku „uppfyllt” þær „skyldur” að ráðast á og eyðileggja, þær „skyldur” að bera eld að þeim kolum sem Sovétríkin út- vega. „Að styðja þjóðfrelsishreyfingar” er annar fyrirsláttur sem Kúba notar til að skýra vopnaða íhlutun sína í mál- efni Afríku. Angólska þjóðin leit fyrstu geisla sjálfstæðis árið 1975 eftir langvarandi hetjulega baráttu gegn nýlenduherrunum. En Sovétríkin höfðu uppi ráðagerðir um að notfæra sér stjórnlistarlega mikilvæga legu Angóla og hin miklu náttúruauðæfi eftir uppgjöf nýlenduherranna. Þau eggjuðu kúbanskan herafla því til af- skipta þar. Kúbönsk herlið gerðu sér mat úr þeim mismuni sem var á ang- ólskum frelsishreyfingum og studdu eina þeirra til harðra árása á hinar tvær, rufu samstöðu þeirra og kyntu elda borgarastyrjaldar. Árangur þessa varð sá að 150 þúsund Angólabúar létu lífið og horfurnar minnkuðu á friði i landinu og á sjálfstæði þess. Meira en tuttugu þúsund kúbönsk her- lið eru enn I landinu til að halda niðri angólsku þjóðinni og frelsishreyftng- unum. Kúba sver og sárt við leggur að hún „styðji þjóðfrelsishreyfingar”, en í raun veldur hún klofningi hreyftng- anna og kúgar þær frelsishreyfmgar sem henni sjálfri geðjast ekki að. Kúba hefur látið stjórnast af Sovétríkjunum og leikið hlutverk sem er enn fyrirlit- legra en hefðbundin nýlendustefna. Atburðirnir í Angóla þjóna sem af- hjúpun á hlutverki Kúbu sem slátrara sem drepur afríska alþýðu og sem peð Sovétrikjanna í að auka drottnunar- vald þeirra í Afriku. Kúba teygir í dag arma sína til Suður-Afríku, og enn er það i nafni „stuðnings við þjóðfrelsishreyfingar”. Þangaðkoma mikils fjölda sovézkra þungavopna og kúbanskra hernaðar- starfsliða mun valda enn meiri óróa á svæðinu. Almenningsálitið i heimin- um hefur bent á að „fimmtíu þúsund herliða „Afríkuherafli” Fídels Castrós sé í rauninni að undirbúa sig í laumi fyrir valdarán í Suður-Afríku”. Suður- afríska þjóðin hefur unnið stuðning al- þýðu alls heimsins I réttlátri baráttu sinni gegn nýlendustefnu og kynþátta- misrétti og fyrir þjóðlegu sjálfstæði. En hún verður að gæta sín á þeirri að- ferð risaveldisins að beita ásælni og auka eigin yftrráð undir merkjum stuðnings. Afrikuþjóðir — og þá einkum suður-afríska þjóðin — verða að ihuga vandlega þau vandamál sem hljótast af því að reka úlfinn út um framdyrnar, en hleypa tígrisdýri inn um bakdyrnar. Kúbönsk herlið búin sovézkum vopnum eru uppspretta hörmunga í heimsálfunni Afríku. Vopnuð innrás í Angóla, innrásin I Afríkuhornið, inn- rás málaliða í Zaire og skemmdar- verkaaðgerðir í löndunum við Rauða- haf eru afrekaskrár stórglæpamanns. Yfir þessum glæpaverkum hefur Kúba veifað þeim fögru fánum sínum sem á er letrað „uppfylling skyldna alþjóða- hyggju” og „stuðningur við frelsis- hreyfingar”. Kúba hefur þannig flett ofan af duldu hlutverki sínu sem leppur og tæki sovézkrar drottnunar- ásælni. Afríkuríki fyrirlita glæpaverk Kúbu og óttast um eigið öryggi. Al- menningsálitið I Afriku hefur líkt Kúbu við „úlf í sauðargæru hreyfing- ar hlutlausra ríkja” og nefnt hana „skaðvald Afríku”. Ýmsir leiðtogar Afríkuríkja hafa á opinskáan hátt for- dæmt ásælni Sovétríkjanna og kúbanskir málaliðar þeirra hafa ógnað afrisku heimsálfunni.” Og í rauninni er það svo í dag, að öll afríska heims- álfan tekur undir vígorðið: „Kúbönsk herlið burt frá Afríku!”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.