Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979. 3 Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Bjarm Pálmarvson hljóðfærasmiður Á tæssum tima árs er það þorramatur. Steinn LVðsson, vinnur hjá ISAL: Þorramaturinn er beztur svona í svip- inn. Hann finnst mér mjög Ijúffengur. Laufe.v Valdimarsðöttir húsmóðin Ég er nú einmitt að kaupa kjúklinga, og aetli þeir séu ekki uppáhaldsmaturinn minn. Jóhannes Ámason, 5 ára: Það cru kjöt- bollur. Hvaða áhrif hefur hass á fólk? Alla dagavikunnar Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt að austan og vestan. Að morgni næsta vinnudags eru pappírarnir tilbúnir. Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga vikunnar. ■fflíngifrakt FLUCFÉLAC LOFTIEIDIR ISLANDS Sunnuda Mánudaj Þríðjudai Miðvikui Fimmtut Föstrn Laugardagur Kristjana Snæland afgreiðslustúlka: Lambahryggur með öllu. Þorvaldur Finnbogason rafvirki: Það er nautakjötið. Ég borða mjög mikiðaf þvi. Ég vil hafa það með öllu tilheyrandi og bernaisesósu. En það er skilyrði að konan min matreiði það, því hún ersnill ingur í matargerð. Neytandinn verður á engan hátt hættulegur Gunnar Ó. skrifar: Mikið hefur verið skrifað í Dag- blaðið um hass undanfarið. Virðist mér þama vera á ferð tveir aðilar sem annaðhvort dásama efnið eða óska þvi norður og niður. Ekki hefur mikið komið fram sem snertir efnið sjálft og virðist mér þekkingarleysi beggja aðila eiga sök þar á. Þykir mér tími til kominn að athuga hvað hass er og hvernig áhrif það hefur á fólk. Efnin sem hér um ræðir eru nefnd Marihuana (Bhang) Hashish (caaras) og Retrahyd Raccannabinois (THC). En THC er raunverulega efnið sem skapar áhrifin og gefur vímuna. Marihuana er blanda af laufblöðum, stönglum og blómum af plöntunni Canabisis Sativa sem aðallega kemur frá Mexico. Styrkur þessara blandna getur verið talsvert breytilegur og fer það eftir loftslagi og veðráttu þar sem plönturnar eru ræktaðar, einnig hefur meðferð í framleiðslu og aðrir þættir áhrif á styrk blöndunnar. Hashish er mikið fínni blanda eða úrdráttur unninn úr viðarkvoðu plantnanna. Kemur það aðallega frá Miðaustur löndum. Hashish getur innihaldið allt að sex til tiu sinnum meira magn af THC en jafnmikið magn af Marihuana. Vegna eðlisfræðilegra erfiðleika á að einangra THC úr efninu hefur litið af því verið á hinum svarta markaði. Samt hafa einhverjar blöndur er innihalda aðallega phencyclidine (notað af dýralæknum) verið seldar undir nafninu THC. Við rannsókn á áhrifum efnisins Hashish og Marihuana á neytandann hafa aðeins tvær likamlegar breyting- ar komið í ljós í sífellu. Rauðleit augu og aukinn hjartsláttur og fara slögin Heimilis- iæknir fiaddir lesenda taka við skilaboðum tíl umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Gunnar Ó. fjallar um hvað hass sé og hvernig það verki á mannslikamann. allt upp í hundrað og fjörutiu á mínútu. Aukinn hjartsláttur hefur reynzt bezta mælingin til að ná fram auknum áhrifum við aukna neyzlu. Hálf Joint eða hálf sígaretta af Marihuana gefur milda vímu (sem helzt mætti líkja við Alkohól-vimul, kemur fram aukin vellíðan og þægileg tilfinning hjá neytandanum. Allt verður mun rólegra og yfirvegaðra, hann verður einnig afslappaður og skilningur hans á sjálfum sér og öðrum eykst. Reyndir neytendur geta bælt niður eða hafnað áhrifunum að mestu eftir vild og að vera í vímu af þessum efnum virðist vera miklu viðráðanlegra heldur en að vera í vimu, t.d. af alkóhóli eða LSD. Þrefölduð aukning á inntöku, um ein og hálf Joint, virðist auka skynjunar- möguleika, eftirtekt og meðvitund og einnig skilning á umhverfinu. Skoðun venjulegs neytanda er að þetta sé óviðjafnanlegra, öðruvísi en önnur reynsla hans og miklu ánægjulegra, auðgandi og aukandi. Sjónnæmi eykst og myndir verða skýrari (með augu opin eða lokuð), bragðskyn eykst einnig (og sækjast neytendur gjaman eftir sætindum). Snerting, litir og hljóð skerpast og taka á sig nýja mynd. (Sumir halda því fram að þeir sjái hljóð og heyri liti). Þegar inntakan er komin á þetta stig getur allt farið að snúast á annan veg. Eftirtekt getur farið að sljóvgast og neytandanum getur farið að reynast erfitt að móta hugsanir og muna hvað var að gerast eða hvað var sagt í kringum hann. Hann fer að einblina aðeins á það sem hann er að gera og timaskyn hans fer að ruglast. Hann hugsar aðeins í nútíð en lætur þátið og framtíð alveg vera. Ef inntakan er enn aukin getur farið að gæta óróleika, hræðslu og skynvillur og ofheyrnir gera vart við sig, einnig fer dómgreind að sljóvgast. Hafa verður það samt í huga að þetta er mjög persónubundið og einnig i hvernig jafnvægi og með hvaða á- setningi neytandinn tekur efnið inn. Litlir möguleikar eru á því að neyt- andinn geti orðið andlega háður eða vanabundinn efninu og likamlegur skaði er enginn. Þol á Hashish eða Marihuana eykst litið eða ekki neitt við langvarandi notkun. Efnin hafa ekki haft neinn læknanlegan tilgang í hinum vestræna heimi, en fram að 1930 var fín úrvinnsla úr efnunum notuð til að losna við ýmsa lasleika eins og t.d. þunglyndi, höfuðverk, litla matarlyst, svefnleysi og fleira. Reynt hefur verið í Austur-Evrópu að nota úrvinnslu úr Marihuana til að mynda móteitur. Fá eða engin dauðsföll hafa verið skráð eða rakin til ofneyzlu á Marihuana eða Hashish. Neytandinn er umhverfi sínu á engan hátt hættulegur undir áhrifum og engin glæpa- né árásarhneigð rennur á hann heldur. Ég vona svo að fólk sé einhverju visara um hið margumtalaða hass eftir lestur þessarar greinar. Margt fleira mætti tína til og mörg önnur lyf mætti taka til viðmiðunar, en ég læt þetta duga að sinni. Heimildir eru Drugs of Abuse, an introduction to their actionsk potential hazards, by Samul Irwin Ph. D. og min eigin reynsla og þekking af efninu. Raddir lesenda Spurning dagsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.