Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979. Þungaskattur fyrir 1979 ákveðinn: Enn verður mun hagstæðara að eiga dísilbíl en bensínbíl — Þungaskattur hækkar milli ára um 62,5% — Bensínverðið hækkaði um 60.7% á árinu 1978 og nú liggja frekari hækkanir í loftinu Þungaskattur bifreiða fyrir 1979 hefur verið ákveðinn með reglugerð fjármálaráðherra. Af minnstu bilum, eða bílum sem að eigin þyngd eru allt að 2000 kíló er skatturinn 276.800 kr. en var árið á undan 170.600 krónur. Hækkunin nemur 106.200 krónum frá í fyrra eða 62,25%. Þungaskatturinn hækkar síðan við hver 200 viðbótar- kiló eigin þyngdar bifreiðar og fyrir bíla sem vega 3800—3999 kg er þungaskatturinn fyrir 1979 435 þúsund krónur. Þungaskatturinn er innheimtur af bifreiðum sem nota annan orkugjafa en bensín. Þeir sem bensínbifreiðar eiga hafa orðið að sæta fimm verðum á bensíni á árinu 1978. í ársbyrjun var bensin- verð hér 113 krónur. Það hækkaði 3. marz i 119 kr., 21. júlí í 145 krónur, 19. september 1 167krónurog 12. des- cmber 1 181 krónu. Bensínverðið var því 60,7% hærra 1 árslok en þaö var í ársbyrjun. Þegar þungaskatturinn var ákveð- inn fyrir árið 1978 var lagt til grund- vallar bensínverð að upphæð 119 krónur. Bensínverðið breyttist siðan, sem fyrr segir, 3. marz en þungaskatt- urinn, sem ákveðinn er með reglugerð, breytist ekki allt árið. Þeir sem bensin- bílum aka sæta þvi verulega hærri skattlagningu en disilbílaeigendur. Til ákvörðunar þungaskatti nú var byggingarvísitala 1. desember sl. Þungaskatturinn fyrir allt árið 1979 er þvi byggður á bensinverði sem er 181 kr. á hvern litra. Ef bensinverð breyt- ist ekkert á þessu ári þá munu bíleig- endur hvort sem þeir aka bensinbil eða dísilbil sitja við sama borð hvað Benstnverðið er á hraöri uppleið allt árið um kring. 1 ------------------------------------ km í stað fastaskatts. Raunar geta eig- endur minni bíla valið um hvort þeir hafa þann hátt á einnig I stað skatts- ins. Gjald fyrir hvern km er 11.10 kr. árið 1979 en var 6.83 kr. Hækkunin milli ára er 4,27 kr. eða 62.5%. Innflutningsgjald af bensíni, eða svokallað bensíngjald, er nú 59.23 krónur en var i fyrra 36.50. Hækkunin nemur 22.73 kr. eða tæplega 62.3%. Innflutningsgjald af hjólbörðum, notuðum og nýjum, og gúmmíslöng- um fyrir bíla og bifhjól er i ár 45 kr. af hverju kílói. Þetta gjald verður einnig að greiða af hjólbörðum og gúmmí- slöngum sem fylgja bifreiðum sem fluttar eru til landsins. - ASt. nemur skattlagningu. En nú liggja tvær bensínverðhækkanir I loftinu og verðbólgan geysist áfram, svo Ijóst þykir að enn muni eigendur bensínbíla sæta verulega verri kjörum en dísil- bílaeigendur. Svo haldið sé áfram með nýju reglu- gerðina um þungaskatt á bifreiðar sem nota annan orkugjafa en bensín, þá segir í henni að lágmarksgjald fyrir bila sem ekið er gegn gjaldi samkvæmt mæli skuli vera 359.800 krónur. Var sá skattur áður 221.780. Hækkunin nemur 138.020 krónum eða 62.23%. Þeir bifreiðaeigendur sem eiga bíla sem að eigin þyngd eru 4000 kg eða meira greiða gjald fyrir hvern ekinn SKÍÐABOOAR fvrir flestar aertíir bifreiöa VERD KR. 5.800.- Allt á sama stað Laugavegi 118 - Símar 22240 og 15700 j EGILL VILHJÁLMSSON HR Flestar árstíðir eiga sína sérrétti. Nú er sá timi þegar hrogn og lifur eru á hvers manns diski. Við ættum að gera okkur það að reglu að hafa það á borðum ekki sjaldnar en einu sinni i viku, því hrogn og lifur eru vítamín- auðug, fyrir utan að vera hreinasta lostæti. Hrognin kosta núna frá 600 kr. og upp i 1000 kr. kg, samkvæmt upplýs- ingum nokkurra fisksala. Fer verðið nokkuð eftir gæðum hrognanna. 1 Hússtjórnarbókinni er gert ráð fyrir 1/2 kg af hrognum fyrir fjóra. Hins vegar er það sennilega nokkuð naumt skammtað, enda er gott að sjóða dálítið magn af hrognum i einu og hafa þau steikt í aðra máltíð. Hrognin eru skoluð vel og þeim vafið inn í hreina léreftstusku eða í ál- pappír og þau soðin í saltvatni. Suðu- timinn fer eftir stærð hrognanna, getur verið frá 15 upp í 45 mín. ef um stórar „brækur” er að ræða. Með hrognum eru bornar fram soðnar kart- öflur og brætt smjör. Einnig er Ijúf- fengt að borða hollenzka sósu með soðnum hrognum. Langflestir bera lifur og nýjan fisk fram með hrognunum, en þá er vana- lega ekki keyptur nema lítill biti af lifur. Hún þarf yfirleitt mun minni suðu en hrognin, ekki nema um 15 mín. Það er ekkert því til fyrirstöðu að sjóða hrogn, lifur og fisk I sama pottin- um, — en munið að fiskurinn þarf enn minni suðu eða ekki nema um það bil 5—7 mín. A.Bj. Disilskatturinn er ákveðinn I ársbyrjun og breytist siðan ekki fyrr en að ári. DB-mvnd Ragnar Th. Hrognog lifur eru sprengfull af bætiefnum Þorleifur Sigurðsson, fisksalinn i Starmýri 2, hefur á boðstólum mjög smáger hrogn, sem hann selur á 800 kr. kg. — Þau eru mjög Ijúffeng og þurfa ekki langa suðu. DB-mynd Jim Smart. Uppskrift dagsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.