Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979. BIAÐIÐ Utgofandt DagblaðM hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. (yjólfsion. Ritstjóri: J6nas Kristjánsaon. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RttstjómarfuRtrúL Haukur Halgason. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannes ReykdaL Íþróttir: HaMur Sfmonarson. Aðstoóarfréttastjórar Atli Stainarsson og Ómar Valdi- marsson. Menningarmái: Aðabtainn Ingóifsson. Handrit Ásgrimur Péisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Slgurðsson, Dóra Stsfánsdóttir, Gbsur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Haliur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhánnsson, Bjamleifur Bjamieifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Svoinsson. Drelfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Rhstjóm Siðumúia 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsfmi blaðsins er 27022 (10 Ifnuri. Áskrift 2500 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðiö hf. Stðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HHmlr hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. SkeifunnilO. ____________________________ Á elleftu stundu Stjórnarsamstarfið hefur siglt inn í enn /3 eina kreppuna. Djúpstæður ágreiningur er um mikilvæg atriði í efnahagsstefnu. Áhugamenn um framhald stjórnarsam- starfsins binda eins og fyrr vonir við, að forsætisráðherra takist á elleftu stundu _______________________ að knýja fram málamiðlun í verðbótamálinu og halda vinstri stjórninni á floti enn um hríð. Margt athyglisvert kemur fram í tillögum stjórnar- flokkanna hvers um sig. Á tillögunum mætti byggja nýti- lega efnahagsstefnu, ef samkomulag næðist um hið bezta. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur virðast sammála í mikilvægum atriðum um niðurskurð ríkis- báknsins og fjárfestingar. Menn vonast til, að Alþýðu- bandalagið samþykki þá stefnu, en illu heilli liggur bandalagið enn þversum í grundvallaratriðum. Framlag þess til málanna er að verulegu leyti út í hött. Hlutirnir eru býsna einfaldir í augum alþýðubanda- lagsmanna. Þeir segja sem svo, að ríkisstjórnin hafi nú þegar með aðgerðum sínum náð slíkum árangri í viður- eign við verðbólgu, að menn geti hætt að einblína á hana og snúið sér að öðru. í rökréttu framhaldi af þessari ályktun leggur Alþýðubandalagið fram mikinn fjölda til- lagna um uppbyggingu atvinnuveganna. Því miður er þessi röksemdafærsla röng. Ríkisstjórnin hefur ekki náð neinum merkilegum árangri í glimunni við verðbólguna. Með auknum niðurgreiðslum hefur tekizt að halda verðbólgu eitthvað í skefjum, en niður- greidd verðbólga er engin lausn. Allir ábyrgir stjórn- arsinnar viðurkenna, að til þessa hafa aðeins verið gerðar bráðabirgðaaðgerðir til að halda efnahagnum á floti frá viku til viku. Því er stjórnarflokkunum mikilvægt að bretta upp ermar í baráttunni við verðbólguna og leggja áherzlu á hana umfram annað. Þó má gott eitt segja um óskalista Alþýðubandalagsins um 10—15 prósenta aukningu á framleiðni í fiskiðnaði og almennum iðnaði, sem mundi skila þjóðarbúinu 20—30 milljarða aukningu á fram- leiðslu. Alþýðubandalagið segist geta náð öðrum 20—30 milljörðum með „samræmdum aðgerðum” til sparnaðar í yfirbyggingu og rekstri ríkis og ríkisstofnana og öðrum ráðstöfunum svo sem „fækkun vátryggingarfélaga”, „fækkun olíufélaga”, „hagkvæmari innflutningsverzl- un” og „ódýrari vöruflutningum”. Við lestur þeirra til- lagna kemur mönnum þó fremur í hug uppblástur ríkis- báknsins og skerðing einstaklingsfrelsis úr hófi en raun- hæfur sparnaður. Steingrímur Hermannsson ráðherra Framsóknar reynir nú að koma Alþýðubandalaginu niður á jörðina, þannig að það fáist til að skrifa undir tillögur, sem hinir stjórnarflokkarnir tveir eru nokkuð sammála um og yrðu nýtilegar í baráttu við verðbólgu. Þar má nefna, að ríkis- bákninu yrði haldið innan við 30 prósent af framleiðslu þjóðarinnar, fjárfesting færi niður í 24,5 prósent af þjóðartekjum og niður yrði skorið af fjárlögum þessa árs. Arðsemis- og gagnsemismat verði lagt til grundvallar í ákvörðunum hins opinbera. Þá ættu niðurgreiðslur ekki að aukast og stefnt að því, að útsöluverð búvara verði sem næst verði til framleiðenda. Ennfremur verði vísi- tölukerfinu breytt og vísitala meðal annars tengd við- skiptakjörum en óbeinir skattar teknir út úr henni. Náist samkomulag um slík atriði, hefur talsvert unnizt og eftir verður aðeins deilan um verðbætur 1. marz og síðar á þessu ári. Takist að ná Alþýðubandalaginu niður á jörð- ina, geta stjórnarsinnar vænzt þess, að verðbótamálið verði einnig leyst með málamiðlun — en varla fyrr en á elleftu stundu. Noregur:__________________________________ Mjög aukin við- skipti við Víet- nam á næstunni — Norðmenn bjóða aðstoð við f iskveiðar og f iskvinnslu, virkjun fallvatna, skipasmíðar og olfuvinnslu Norsk fyrirtæki munu á næstunni ríkisvaldsins. Mun það einkum hafa fjárfestingum í væntanlegum olíuiðn- auka samstarf sitt við Víetnam og þá í vakið áhuga Norðmanna hve miklir aði Víetnam. Þessi áhugi Norðmanna nánu samstarfi og með aðstoð norska möguleikar eru taldir á hagstæðum var sérstaklega undirstrikaður með / ' Því er að sjálfsögðu töluvert velt fyrir sér þessa dagana, hvað muni ske í efnahagsmálum þjóðarinnar nú þegar Alþingi kemur saman á ný. — Verður gerður sá uppskurður sem nauðsyn- legur er á öltum hliðum efnahagslífs- ins til að ná niður verðbólgunni? Eða verður látið reka á reiðanum fram til 1. marz, og þá endurteknar bráða- birgðaráðstafanir undanfarinna mánaða og ára? Þær hafa fyrst og fremst einkennst af því að höggva sí- fellt í launin og hlaupast undan vandanum, án raunhæfrar tilraunar til langtímamarkmiða i efnahags- málum, þar sem tekið er á öllum þátt- um þeirra — sem er sú eina færa leið til að skila okkur umtalsverðum ár- angri i baráttunni við verðbólguna. Langlundargeð launafólks Alþýðuflokkurinn hefur allt frá þvi í stjórnarmyndunarviðræðunum í sumar gert margar tilraunir til að fá hina flokkana til samstarfs um lang- timamarkmið í efnahagsmálum, þar sem ráðist er að rótum vandans, en ekki stöðugt einblínt á laun fólksins i landinu, þegar reynt er að ná einhverj- um árangri í viðureigninni við verð- bólguna. Launafólk hefur margoft sýnt stjórnvöldum langlundargeð — og gefið þcim umþóttunartíma til að gera raunhæfar breytingar til lausnar verðbólguvandanum, með því að gefa eftir af sínum launum. Það gaf síðustu ríkisstjórn tækifæri á fyrstu árum kjörtimabilsins, sem ekki var notað, og það hefur einnig gefið núverandi rikis- stjórn nokkurt svigrúm, svo engan skyldi undra þó þolinmæði þess fari að þrjóta, ef þess fara ekki að sjást merki, að við fyrirheit um breytta efnahags- stefnu verði staðið. Launafólk var blekkt Síðasta ríkisstjórn fékk 4 ár til að glíma við verðbólguna, án þess að ná nokkrum varanlegum árangri, og skildi að lokum við efnahagslífið í rúst — yfir 50% verðbólgu, tóma sjóði, mikla erlenda skuldasöfnun, auk þess sem mikil ólga var á vinnumarkaðin- um. Tilraun hennar til að hafa hemil á verðbólgunni, þegar eyðsla langt um- fram þjóðargetu hafði magnað svo upp verðbólguna, að við blasti oft stöðvun helstu undirstöðuatvinnuveg- anna og þar með atvjnnuleysi, var að krukka sífellt i launin án nokkurra al- varlegra tilrauna til að takast á við aðra þætti efnahagslífsins, sem verð- bólgunni valda. — Sá leikur að biðja launafólk sífellt að færa fórnir, án þess að af sannfæringu sé snert við öðrum þáttum efnahagslífsins, er leikur sem leikinn hefur verið of lengi. Síðasta ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðis- flokksins blekkti þjóðina með þeim leik á síðasta kjörtímabili. Ætli núver- andi ríkisstjóm að erfa þær leikreglur eftir hana verður ekki langt þangað til hún verður að pakka saman. Launin og verðbólgan Launafólk er upplýstara en svo, að það sjái ekki gegnum þá blekkingu, að laun þess séu orsök verðbólgunnar. Það biður ekki um 50—60% krónu- töluhækkun launa sinna á ári, aðeins að kaupmáttur launa þeirra sé tryggður. Sú hækkun sem til þess þarf er afleiðing óstjórnar, eyðslu og ráð- leysis stjórnvalda, þegar þau eru búin að eyða um efni fram. Afleiðing þess verður því að peningalaun hækka í si- fellu án þess að kaupmáttur rauntekna aukist að neinumarki. Vísitölukerfið, sem vissulega magnar upp verðbólguna, hefur verið vörn launafólks gegn slikri óstjórn. Endurskoðun á því og nauðsynleg breyting til að sporna gegn víxlhækk- unum kaupgjalds og verðlags hlýtur því að haldast í hendur við uppstokk- un á öllu efnahagskerfinu í heild. Á slíka uppstokkun verður launafólk að- geta treyst, öðruvísi er ekki hægt að biðja það að taka þátt í baráttunni við verðbólguna með stjórnvöldum. Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir Barátta Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn hefur barist harðri baráttu til að ná fram markmið- um i efnahagsmálum, sem launafólk getur treyst á að verði framkvæmd, til að koma á heilbrigðu efnahagslífi, sem sýni því að raunverulega sé verið að breyta um stefnu og að baráttan gegn verðbólgunni fari ekki eingöngu fram gegnum vasa launafólks, heldur verði sjónsviðið stækkað og gripið til lang- tímamarkmiða á öllum sviðum efna- hagslífsins. — En það hefur síður en svo verið auðsótt mál að fá hina flokk- ana til samstarfs um þessi markmið. Strax í stjórnarmyndunarviðræðunum í sumar reyndi Alþfl. að fá þá til sam- starfs um langtímamarkmið í efna- hagsmálum, en varð að sætta sig við loðin fyrirheit i stjórnarsáttmálanum og bráðabirgðaráðstafanir 1. sept., sem segja má að hafi verið réttlætan-, legar með tilliti til þess að verið var að reyna að komast úr því efriahagslega öngþveiti, sem fyrrverandi rikisstjórn skildi við þjóðarbúið í og öllum er kunnugt. En það svigrúm sem þá skapaðist til 1. des. var ekki notað, og enn á ný gerðar bráðabirgðaráðstafanir, þrátt fyrir harða baráttu Alþýðuflokksins. Enn á ný var krukkað í launin og farin bónarleiðin til launafólks, án þess að taka upp ný vinnubrögð á öðrum sviðum efnahagslífsins. En barátta Alþýðufl. varð þóekki meðöllu árang- urslaus, þar sem þá náðist fram greinargerð með bráðabirgðaráðstöf- unum, þar sem fyrirheit voru gefin um að nú skyldi breytt um stefnu, þannig að launafólk þyrfti ekki eingöngu að borga brúsann. Nú skyldi koma á langtímamarkmiðum á öllum sviðum efnahagslífsins. Að vísu voru hér aðeins um fyrirheit að ræða í greinar- gerð sem allir stjómarflokkamir sam- þykktu — og því eðlilegt að Alþýðu- flokkurinn vildi láta á það reyna strax hve samstarfsflokkunum væri mikil al- vara i baráttunni við verðbólguna. Þessum áfangasigri sinum vildi Alþýðuflokkurinn þvi fylgja þegar eftir, til þess að koma i veg fyrir að ríkisstjórnin þyrfti enn einu sinni að fara í biðilsbuxurnar til verkalýðs- hreyfingarinnar 1. mars og biðja hana enn einu sinni að færa fórnir — án að- gerða á öðrum sviðum efnahagslífsins. Hver vika var því dýrmæt og þvi fylgdi hann stefnu sinni í efnahags- málum eftir og lagði fyrir ríkisstjórn- ina í frumvarpsformi samræmdar langtímaaðgerðir i efnahagsmálum og lagði áherslu á að fá þær samþykktar fyrir afgreiðslu fjárlaga, þar sem þættir langtimamarkmiða fléttast vita- skuld að verulegu leyti inn í fjárlagaaf- greiðslu. Alþýðuflokkurinn fékk ekki samstarfsflokkana til að afgreiða sam- ræmda efnahagsstefnu fyrir afgreiðslu fjárlaga, en náði þó fram verulegri breytingu á fjárlagaafgreiðslunni, og yfirlýsingu forsætisráðherra um að langtímaefnahagsstefna yrði tilbúin fyrir l.febrúar. En fyrir þessa viðleitni sína til að ná tökum á verðbólgunni, koma þjóðinni út úr vítahring bráðabirgðaráðstafana, svo sem með því að koma festu á fjár- mál fikisins, koma skipulagi á fjárfest- ingarstjórn, með fjárfestingaráætlun- um til langs tíma, hafa hemil á erlend- um lántökum, stöðva hringrás kaup- gjalds og verðlags, hefur hann sætt gagnrýni samstarfsflokkanna. Upphrópanir Alþýöubandaiagsins Ábyrgðarleysi Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum hefur komiö einkar vel i ljós á undanförnum mánuðum. Þessa viðleitni Alþýðuflokksins til að ná tökum á verðbólgunni kalla þeir ýmist sandkassaleik eða heimsendis- stefnu og tala um óróleika og ungæðis-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.