Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979. (i DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir 17 I Garðar Oddgeirsson, formaður t BK. Danska félagið B-1909 keypti skozka leikmenn —Tveir Skotar f rá Morton til Óðinsvéa Það verður æ algengara síðan flest dönsku deildaliðanna gerðust atvinnumannalið að þau næli sér I crlenda knattspymumenn. Nú I vikunni gerði B1909 frá Óðinsvéum, sem leikur i 2. deild i Danmörku, samning við tvo skozka knattspyrnu- menn frá Morton. Þeir hefja æfingar með B1909 eftir tíu daga og munu leika með liðinu, þegar leik- tímabilið hefst I vor. Nöfn skozku leikmannanna eru Alan John- stone og Alan Hudson — leikmenn, sem ekki hafa komizt í lið Morton í skozku úrvalsdeildinni. Þeir voru hjá Óðinsvéa-liðinu til reynslu fyrst eftir ára- mótin og þó erfitt væri að geta sér til um hæfni þeirra vegna frostbarinna valla i Danmörku, gerði danska liðið samning við þá um leiki leiktimabilið 1979. „Ayðvitað greiðum við skozka félaginu peninga fyrir leikmennina,” sagði þjálfari B1909, Mogens Haastrup en hve mikil sú upphæð er vildi hann ekki skýra frá. Þeir munu byrja að æfa með liðinu í síðasta lagi 5. febrúar næstkomandi. Milligöngumaður í samningum þessum var Jack Johnson. danski þjálfarinn. sem þjálfaði lið Akureyringa fyrir nokkrum árum. Hann hefur tals- vert komið við sögu, þegar íslenzkir knattspyrnu- menn hafa gerzt atvinnumenn erlendis — var meðal annars umboðsmaður Jóhannesar Eðvalds- sonar, þegar Jóhannes gerðist leikmaður hjá Hol- hæk og síðar Celtic. Hann hefur einnig haft af- skipti af fleiri íslenzkum leikmönnum og hefur góð sambönd hér á landi. Forráðamenn B1909 eru ánægðir með að hafa náð i þessa skozku leikmenn. Telja öruggt að þeir muni styrkja lið sitt verulega — ungir, áhuga- samir leikmenn. B1909 hefur gegnum árin verið eitt bezta lið Danmerkur, þó að það sé nú i 2. deild. Skíðaferðir Flugleiða Úr Hliðarfjalli. í síðustu viku hófu Flugleiðir skiðaferðir til Akureyrar, Húsavikur og Isafjarðar. Hér er um að ræða fjögurra daga ferðir, sem siðan má fram- lengja. Sú skiðaáætlun félagsins, sem nú er hafin, mun standa til 2. april. Á Akureyri geta skiðamenn valið um þrjá gisti- staði — það er skíðahótelið í Hlíðarfjalli. Hótel KEA og Hótel Varðborg. Fjögrura daga dvöl og flugfar — sé dvalið í Hlíðarfjalli, — kostar 32.600 krónur með herbergi en 22.100 kr. sé dvalið í svefnpokaplássi. Innifalið í þessu verði er morgunmatur. Á Hótel KEA kostar dvöl ásamt flugfari 25.300 sé dvalið í eins manns herbergi en 22.300 í tveggja manna herbergi. Sama verð á Hótel Varðborg. Á Húsavík er gist á Hótel Húsavík og hægt að velja um tvenns konar fyrirkomulag. Annars vegar flug og gisting án fæðis, sem kostar fyrir fjóra daga 28.800 i eins manns herbergi, en 22.300 i tveggja manna herbergi. Þá er einnig hægt að fá gistingu og fullt fæði á 47.600 krónur og 40.100 i tveggja manna herbergi. Á Isafirði er einn gististaður — Hótel Mána- kaffi. Flugfar og gisting þar kostar samtals 20.000 kr. Eins og áður segir er mögulegt að framlengja dvöl á öllum þessum stöðum kjósi skíðafólkið að vera lengur. Tveir enskir þjálfarar hjá meistaraflokki ÍBK —á næsta leiktímabili—Rætt við Garðar Oddgeirsson, nýkjörinn formann íþróttabandalags Kef lavíkur „Ég tók við nokkuð blómlegu búi,” sagði Garðar Oddgeirsson, nýkjörinn formaður tBK, þegar við ræddum við hann um starfsemi bandalagsins, „það sýnir árangurinn á seinasta ári sem var I flestum greinum yfirleitt góður þótt af- rek knattspyrnumanna beri þar hæst. ÍBK sigraði í tveimur flokkum á Islands- mótinu, i 2. og 3. flokki, og var ýmist I úrslitum, eða undanúrslitum i hinum flokkunum. Auk þess I 3. sæti i 1. deild- inni. Ég vona að okkur takist að halda merki tBK á lofti á þessu ári og ég er bjartsýnn á að það takist. Frammistaða þeirra flokka og einstaklinga, sem keppa i fjölmörgum greinum, hefur verið mjög góð i vctur, svo sem í handknattleik, sundi, körfuknattleik, judo, borðtennis og fleiri greinum. Áhugi almennings á iþróttum sem heilsurækt fer lika vaxandi og það er styrkur fyrir okkur.” Garðar Oddgeirsson hefur á undan- förnum árum mjög komið við sögu í fé- lagsmálum í Keflavík. Hann hefur setið í stjórn lBK frá 1970. Fyrst sem gjaldkeri og siðan sem meðstjórnandi. Áður sat hann í knattspyrnuráði fyrir félag sitt KFK á árunum 1966-69, en í KFK hefur hann gegnt mörgum trúnaðar- störfum. Garðar er þvi flestum hnútur kunnugur innan íþróttahreyfingarinnar í Keflavík og hann upplýsti okkur um að aðildarfélög lBK væru þrjú, UMFK með 937 félaga, KFK 843 og íþróttafé- lag Keflavikur með 120 félaga. Það er ungt aðárum. „Auðvitað er í mörg horn að lita hjá fjölmennum samtökum en það léttir róð- urinn hjá mér að hafa valinn mann í hverju rúmi, bæði í stjórninni og hinum ýmsu nefndum og ráðum, sem fórna miklum tíma í störf sín fyrir samtökin,” sagði Garðar, „og ekki má heldur gleyma þeim einstaklingum og fyrir- tækjum sem leggja árlega drjúgan skild- ing til íþróttafélaganna i bænum og bandalagsins.” Áhugi fyrir innanhúsíþróttum er mikill i Keflavik, en aðstaða til iðkana gjörsamlega í molum. „Stærsta og veiga- mesta málið er auðvitað íþróttahúsið sem verið er að reisa og er orðið rúmlega fokhelt. Iþróttaunnendur bíða með óþreyju eftir að smiði þess Ijúki, vonandi fyrir haustið, eins og áætlað er. Með til- komu hússins gerbreytist öll aðstaða, bæði fyrir keppnisíþróttir svo og al- Ronald Smith, þjálfari tBK og Reynis. DB-mynd emm. til þessa hafa keflvískir íþróttamenn yfir- leitt keppt i nafni ÍBK en stundum kom- ast að færri en vilja, eins og t.d. í knatt- leikjum. Því spyrjum við Garðar hvort beri ekki bráðum aðþví að félögin fari að keppa hvert fyrir sig, t.d. i landsmótum yngri flokkanna? „Eins og sakir standa er það varla tímabært af ýmsum ástæðum. Við yrðum sem dæmi að byrja með meistaraflokk knattspymunn- ar í III. deild og raunar í fleiri flokkum. Hinsvegar má gera ráð fyrir sömu þróun mála hér og á Akureyri og í Hafnarfirði. Það hefur vissa kosti í för með sér eins og þann að félögin sjálf styrkjast við slika skiptingu.” Af margvislegum verkefnum á kom- NEITUÐU 600 MILUÓNA KR. íþróttahúsið nýja 1 Keflavik. menningsíþróttirnar, sem við viljum gjarnan leggja áherzlu á til að fylgja eftir þeim góða árangri sem við náðum í sum- ar í keppninni við vinabæina á Norður- löndum, þegar um helmingur íbúa’ Keflavíkurtók þátt í keppninni. Það er trú mín að innan fárra ára verðum við komnir með ÍBK-lið í flestumg reinum innanhússknattleikja í eldlínuna." Knattspyrnan hefur um langan aldur skipað veglegastan sess í íþróttalífi Kefl- víkinga og aðstaðan til iðkunar hefur verið nokkuð góð, en staðið í stað um nokkurt skeið. „Okkur hjá bandalaginu finnst bæjarfélagiö hafa slakað á i sam- bandi við íþróttaleikvanginn og bygg- ingu hans er í rauninni ekki lokið. Ef ég má eitthvað leggja til málanna varðandi velli, þá þyrfti nauðsynlega að fjölga þeim, þ.e. æfingavöllum i hinum ýmsu hverfum. Og svo drepið sé á fleiri mann- virki, þá vonum við að innan tíðar verði fyrirhuguð útisundlaug reist i Eyja- byggðinni. Hún er sérstaklega hags- munamál almenningsíþróttanna en sundið býður upp á mjög alhliða líkams- hreyfingu,” sagði Garðar. Keflavík er mjög ört vaxandi bær og iðkendum íþrótta fjölgar stöðugt. Fram Ekkert skeður \Víkingsmálinu Ennþá hefur áfrýjunardómstóll al- þjóðahandknattleikssambandsins ekki tekið ákvörðun I Vlkingsmálinu en talið er að málið skýrist nú um helgina. Beðið er eftir áliti tveggja manna, formanns IHF, Högberg, sem er staddur 1 New York og formanns aganefndar, Curt Wadmark, sem er á Kanaríeyjum. Einn nefndarmanna, Krivcov, Sovétríkjunum, hefur tekið ákveðna afstöðu með Vlking i málinu — og sú ákvörðun hans hefur verið gagnrýnd í aðalstöðvum IHF. Þar er mikill tvistfgandi i málinu og að þvf er virðist ótti við Wadmark. Dæma átti I málinu sl. mánudag en ekkert hefur skeð — og samkvæmt upphaflegum drætti átti fyrri leikur ungverska liðsins og Vik- ings að vera nú um helgina. andi sumri er þátttaka lBK i lands- mótunum i knattspyrnu það viðamesta svo og Evrópuleikurinn sem iBK ávann sér á sl. keppnistímabili. Til að búa sig sem bezt undir baráttuna hafa verið ráðnir þjálfarar fyrir alla flokka en það eru þeir Haukur Hafsteinsson, Skúli Skúlason, Ástráður Gunnarsson og Helgi Kristjánsson, sem allir eru Kefl ’ víkingar. „Fyrir meistaraflokkinn hafa hins vegar verið ráðnir tveir enskir þjálf-. arar,” segir Garðar, „en ráðning þeirra er dálítið sérstök. Þannig var mál með vexti, að okkur bauðst einn virtasti I þjálfari innan brezka sambandsins, Tranten, en ekki nema hluta af undir- búnings- og keppnistímabilinu. Okkur leizt r fyrstunni ekki á slíka ráðningu, en þegar hann sagðist hafa mjög góðan þjálfara á sínum snærum, sem gæti leiðbeint liðinu þangað til Tranten kæmi og eins í millitiðinni, ásamt því að þjálfa annað félag, þá fórum við að hugsa málið og buðum 2. deildarliði Reynis í Sandgerði samvinnu, sem það tók með þökkum, Ég vona að það verði báðum i hag. Þjálfari Reynis og iBK er því núna 31 árs Englendingur, Roland Smith, vel menntaður og reyndur i sinu starfi.” Við skulum að lokum vona að Garð- ari og samstarfsmönnum hans, í stjórn iBK, þeim Sigurði Valgeirssyni, Herði Ragnarssyni, Helga Kristjánssyni, Kjartani Sigtryggssyni, Nikulási Bryn- jólfssyni og Ragnari Marinóssyni, takist að ná settu marki i sumar. emm. PENINGATILBOÐICOVENTRY Stjórnarmenn Birmingham City standast allar freistingar i sambandi við leikmanninn kunna, Trevor Francis. í gær bauð Coventry 900 þúsund sterl- ingspund — um sex hundruð milljónir is- ienzkra álkróna — i Francis, enska landsliðsmanninn, og bauðst til að greiða upphæðina alla i beinhörðum peningum. Eftir stjórnarfund hjá Birmingham í gær var ákveðið að taka ekki tilboðinu. Coventry hafði áður boðið Birming- ham álíka upphæð fyrir Francis og þá áttu þrír ieikmenn að fylgja með i kaup- unum auk peninga. Það voru þeir Terry Yorath, velski landsliðsfyrirliðinn, Keith Osgood, miðvörður og markvörðurinn Sealey. í gær var tilkynnt i Hamborg i Vest- ur-Þýzkalandi að enski landsliðsmiðherj- inn Kevin Keegan, fyrirliði enska lands- liðsins, mundi ekki leika með bandariska félaginu Washington Diplomats næsta sumar eins og ákveðið hafði verið. Þessi tilkynning kom aðeins þremur dögum eftir að skýrt hafði verið frá þvi að Keegan mundi leika með bandariska fé- laginu í þrjá mánuði í sumar. Ástæða fyrir þessari breytingu var ekki gefin upp en talið öruggt að það sé vegna Evrópu- keppninnar. Ef Keegan hefði leikið í Bandaríkjunum hefði hann ekki getað leikið með Hamborg i I. umferð Evrópu- keppninnar þvi í reglugerð keppninnar segir, að leikmaður verði að leika með félagi sínu fyrir 15. ágúst til að vera hlut- gengur i Evrópukeppni. Samkvæmt samningi Keegans við Washington-liðið, sem nú hefur verið rift, átti Keegan að leika með því til 10. september. I gær var gengið frá samningi Chelsea og Derby County í sambandi við kaupin á Steve Wicks. Derby greiddi 275 þús- und sterlingspund fyrir leikmanninn og hann mun leika sinn fyrsta leik með sínu nýja félagi gegn Middlesbro á laugardag. Chelsea mun nota peningana til kaupa á nýjum leikmönnum. Luther Blisset, sem fæddur er á Jamaíka, var i gær valinn í enska lands- liðið, leikmenn 21 árs og yngri. Dave Sexton, framkvæmdastjóri Man. Utd. sem velur enska liðið, tilkynnti þá val sitt en England mun leika við Wales 6. febrúar næstkomandi. Blisset valdi að leika með enska landsliðinu — þjálfari trski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, Liam Brady, varð fyrir árás nú i vikunni, þegar hann var á leið heim til sin i Norður-Lundúnum. Brady, sem nú er 22ja ára og lék sem ungur strákur með irska drengjalandslið- inu á Melavellinum i UEFA-keppninni, var að ræða við unnustu sína i neðan- jarðarlest á leið heim, þegar þrír menn réðust að honum. Þeir höfðu heyrt írskan málhreim hans og kölluðu hann írskan ræfil áður en þeir réðust á hann. Sögðust vera að hefna sin vegna sprengjuárása IRA á Englandi. Starfsfólk á Finsbury Park stöðinni kom Brady til hjálpar — og um tima log- aði stöðin í slagsmálum. Brady meiddist lítillega — skrámur hér og þar, sprungnar og blóðugar varir. Hann hefur mætt á æfingar hjá Arsenal síðan og mun leika með liðinu á laugardag. Brady er nú af flestum talinp bezti leik- maðurinn í ensku knattspyrnunni. Þetta Wales, Mike Smith, hafði einnig óskað eftir þvi að hann léki fyrir Wales. Bliss- et sagði: „Það var aldrei vafi hjá mér. Ef England vill mig mun ég leika fyrir það." Luther Blisset er aðeins tvítugur og hefur skorað 22 mörk í 26 leikjum fyrir Watford á leiktímabilinu — og hann skoraði tvö mörk gegn Manch. Utd. í deildabikarnum fyrir Watford á Old Trafford, sem sendu 1. deildar liðið út úr keppninni. Einn af þessum bráðefnilegu svörtu leikmönnum, sem nú setja svo mikinn svip á ensku knattspymuna. er ekki í fyrsta sinn, sem írskir leikmenn á Englandi verða fyrir árásum. Það er al gengt að IRA-menn hóti þeim ýmsu og ráðist á þá — samanber, þegar skjóta átti George Best hér á árum áður — en fátítt að Englendingar standi fyrir slik- um árásum. RÁÐIZT Á BRADY DB-mynd Bjarnleifur Enn töpuðu stúdentar naumlega í körfunni Hann Einar Ólafsson Framari lét sig ekki muna um að hitta i körfuna með DB-boltanum i gær og var þar með orðinn einum dilkaskrokki frá Kjötmiðstöðinni rikari. Það var í hálfleik i leik ÍS og Vals i gærkvöldi en hinir siðarnefndu standa fyrir þess- ari nýbreytni ásamt DB og Kjötmiðstöðinni. 1 hverjum heimaleik Vals gefst tólf áhorfendum kostur á að re.vna sig en Einar var sá eini sem hitti i gær. Hann er svo sem enginn nýgræðingur i íþróttinni og búinn að æfa með Fram siðastliðin fimm ár. Einar Ólafsson er 14 ára gamall og er i Æfingadeild Kennaraskólans. Hann sagðist ekkert of hress með árangur fjórða flokks Fram í vetur. — aðeins sex stiga munur gegn Val í gærkvöldi Svo virtist i byrjun leiks Vals og stú- denta i úrvalsdeildinni i körfuboltanum f gærkvöldi að hinir fyrrnefndu mundu gjörsamlega kafsigla þá og vinna með yfirburðum. Staðan var orðin 32 stig gegn 12 fyrir Val um miðjan fyrri hálf- leik og langskyttur Vals nánast óstöðv- andi. Þar voru þeir drýgstir Þórir Magnússon og Rikarður Hrafnkelsson, sem stóðu á sinn hvorum sóknarvængn- um og skutu og á timabili geigaði ekki eitt einasta skot. Allur vindur virtist úr stúdentum, sem nú léku án Dirk Dunbars, sem farinn er til Bandaríkjanna og að líkind-. um hættur körfuknattleik vegna meiðsla í hné. Svæðisvörn stúdenta gekk mjög illa og eins voru þeir mjög ragir í sókn- inni. Staðan i hálfleik var 43—30 Val í vil. síðari hálfleikur var allur annar þá náðu skyttur Valsara ekki eins góðum árangri enda þeirra gætt mun betur. Nú var skipt um í sóknarleik stúdentanna. Skot utan af velli fóru að fara ofan í og var Gísli Gíslason þar drýgstur auk þess sem hann var primus motor í spili liðsins. Valsliðinu hefur að vísu gengið brösulega með ÍS i vetur en á óvart kom hve þeir áttu í miklum erfiðleikum með þá að þessu sinni. Að vísu er lið IS eitt af þeim sem seint virðist gefast upp og þeir ná miklu út úr spili, sem kannski er ekki svo áferðarfallegt að horfa á. Valsmenn tóku nokkurn fjörkipp rétt fyrir miðjan síðari hálfleik og staðan varð 55—36 fyrir þá en síðan sigu stú- dentar stöðugt á og lokastigin 92—86 Staðan í úr- valsdeildinni Staðan i úrvalsdeildinni eftir leik Vals og tS i gærkvöld er nú þannig: KR 12 9 3 1104—951 18 Valur 13 9 4 1149—1148 18 ÚMFN 12 8 4 1198-1117 16 ÍR 13 6 7 1138—1131 12 ÍS 13 3 10 1114—1196 6 Þór 11 2 9 868—1026 4 fyrir Val. Stigahæstur Valsmanna var Tim Dwyer með 25, Þórir Magnússon 20, Kristján Ágústsson 16, Rikarður Hrafn- kelsson 15, Sigurður Hjörleifsson 6, Lárus Hólm og Torfi Magnússon 4 hvor og Hafsteinn Hafsteinsson 2. Hjá stúdentum varð Bjarni Gunnar stigahæstur með 33 stig, auk þess sem hann átti að líkindum sinn bezta leik i vetur. Ingi Stefánsson var með 21, Gísli Gíslason 16, Jón Héðinsson 14 og Steinn Sveinsson með 2. -ÓG. Þórir Magnússon I Val átti góðan dag í gær og hvað eftir annað smaug boltinn I körfunetið. Þarna er hann að berjast við einn stúdentanna og félagar hans, þeir Rikarður Hrafnkeisson og Tim Dwyer, eru við öllu búnir. Lcngst til vinstri er Steinn Sveinsson. DB-mynd Bjarnl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.