Dagblaðið - 07.02.1979, Síða 2

Dagblaðið - 07.02.1979, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979. Gullgrafararnir eru enn að i þeim ágætu þáttum sem börnum eru sýndir milii kl. 18 og 19 á miðvikudögum. Kerlingahópar væla yf ir sjónvarpi — og heimta stórabróður G.B.skrifar: Íslendingar. Ástæðan fyrir því að ég hripa þessar línur er sú að sá grunur hefur læðst að mér að verið sé að beygja allar skoðanir þjóðarinnar undir eina. Sífellt er verið að skrifa og væla yfir ýmsum sjónvarpsþáttum (t.d. Ég Kládíus) sem samræmast ekki skoðunum kerlingahópá víða um land. Ástæðan virðist vera sú að þeirra dómi að ýmsir óæskilegir hlutir sjást þar sem ekki verða taldir upp hér. Einu rökin sem þær hafa eru þau að ungarnir þeirra séu nær dauða en lífi af skelfingu yfir að hafa horft á slíka þætti. Lausnina telja þær einfalda. sjónvarpið á bara að fá sér skæri og klippa þessi atriði úr. Ég ætla ekki að fjölyröa um hinn sjálfsagða höfunda- rétt, en hvers virði væru listaverk og önnur verk ef hver sem væri mætti tæta þau niður að vild og miðla þeim i nafni höfundar. Það hljóta allir að sjá aö með þessu áframhaldi er stóri bróðir ekki langt undan. Setningin, skoðanirnar eru jafn margar mönnunum segir meira en mörg orð. Því fer vel að ljúka þessu bréfi með þeim og ósk um að heil- brigðir menn á þessu landi vakni og sporni við fótum jafnvel þótt það sé ár barnsins. { „Síiellt cr verið að skrifa og væla yfir ýmsum sjónvarpsþáttum (t.d. Ég Kládtus) 1 sem samræmast ekki skoðunum kerlingahópa viða um land. Hugleiðing um sjónvarp Mætti raða betur niður á dagskrána Orri skrifar: Sjónvarpið er orðinn mjög stór þáttur í tómstundaafþreyingu þjóðarinnar og hjá mörgum er það nánast hið eina sem til skemmtunar getur talizt, kvöld eftir kvöld og ár eftir ár. Þess vegna er það ekki lítið atriði fyrir andlega heilsu fjölda fólks að sjónvarpsdagskráin sé góð og upplífg- andi. En anzi mikið vantar á að svo sé og segja má að stöðugt halli undan fæti I þeim efnum. Vonlaust er að segja fólki að ekki sé til frambærilegt efni i okkar stuttu dagskrá. Það vantar aðeins áhuga- sama hæfileikamenn til að útvega það og ekki er seinna vænna að fara að breyta til. Þau eru orðin allt of mörg kvöldin sem sjónvarpið er fyrir neðan allar hellur. Eitt er það sem sjónvarpið gæti gert tilraun með og athuga hvort ekki mæltist vel fyrir. Það er að raða öðruvísi niður á dagskrá kvöldsins. Sú meinloka virðist sitja föst i kollinum á þeim sem þessu stjóma að sé kvik- mynd á dagskrá verði hún óhjá- kvæmilega að vera síðust á dagskrá. En það er nú einu sinni svo að fjöldi fólks þarf til vinnu mjög snemma á morgnana og sumir alla daga vikunnar. Má nefna bændafólk. Ef það á að fá nægan svefn verður það að sleppa þeim myndum sem standa til miðnættis. En það er svo með þessar kvikmyndir að þó þær séu anzi mis- jafnar að gæðum þá eru þær oft það forvitnilegasta á dagskránni. Þess vegna væri reynandi að láta bíó- myndir ekki standa lengur en til kl. 23. Ef þörf er talin á lengri dagskrá mætti hafa eitthvað af þessu uppfyllingar- rusli sem nóg er til af, svo sem „skak- hljómsveitir” og þvi um likt. Eitt enn mætti taka til athugunar og það er barna- og unglingatíminn er hefst kl. 18. í þessum limum hefur komið fram margt ágætt efni til fróðleiks og skemmtunar sem fólk á öllum aldri hefði getað haft gaman af. En þessi þáttur er á það slæmum tíma að efni hans fer fram hjá flestum. Nær væri að flytja á kvölddagskránni það efni sem hæfir unglingum og fullorðnum en hafa aðeins smá- barnatímakl. 18. Skyldi ekki fleirum en mér finnast hálfkauðalegt þegar fréttaþulur býður gott kvöld og hefur lestur frétta falinn ba,k við einhverja mynd? Þetta er nú einu sinni kallað sjónvarp en ekki hijóðvarp og því þætti mér viðkunnanlegra að sjá framan i viðkomandi þegar hann býður gott kvöld. Og meðal annars, til hvers eru þulurnar? Texti á skjánum gerir sama gagn og er miklu ódýrari. Að visu hafa sumar verið augnayndi fyrir kárlmenn þjóðarinnar en bæta mætti nokkuð úr missinum með því að huga vel að útliti annarra kvenna sem koma fram í sjónvarpi. Það er nú einu sinni svo að flestir kunna betur við að sjá á skjánum fólk með geðuga og þægilega framkomu. Það má segja að þetta fólk sé sent inn í stofu til flestra landsins barna og þar af leiöandi er útlit þess og framkoma ekki lengur einkamál þess. Það er ekki þægilegt að horfa á fólk sem er svo taugaveiklað að engu er líkara en að það sitji á tímasprengju, eða þá svo ömurlegt útlits að bezt færi á því að það hefði einhverja hlif fyrir öllu andlitinu. En sem betur fer hefur tekizt vel val þeirra sem skjáinn prýða að staðaldri. Þrir af ráðherrunum sem hvattir eru lögeggjan. Hvatning til ríkis- stjórnarinnar? Sveinn Sveinsson skrifar: Í Alþýðublaðinu þann 31. f.m. sendi ég ykkur kveðju mina, cr ég endurtek hérmeð. Ég veit að lang- flestir islendingar eru mér sammála um að ef þið, háu herrar, sameinist ekki um að leysa vanda þjóðarinnar þá þurfið þið ekki að leita til okkar kjós- íbúi Laugavegs 51B kom við á rit- stjórn DB. Var hann mjög sár yfir því að sendi- ferðabilstjórar legðu bílum sinum þannig að ekki væri hægt fyrir sig og aðra íbúa hússins að komast inn. Húsin eru byggð á baklóð og er mjór undirgangur ætlaður íbúum til inn- göngu. En þegar verið er að koma með vörur i verzlanir leggja bílstjórarnir endanna framar. Á ykkur setjum við traust okkar enn, þrátt fyrir allt. Þvi er það min eindregin ósk og áskorun að þið sleppið öllu innbyrðis þrasi, en látið sitja fyrir öllu að leysa vandamál þjóðarinnar og vinnið að því með heilum hug. Ef þið gerið það ekki munið þið sjá þannig að bilarnir fylla með öllu út í göngin. Sagðist maðurinn hafa fundið að þessu við lögreglu en hún ekkert viljað gera þar sem þarna væru engin urpferðarmerki sem gæfu til kynna að bannað væri að leggja. Spurði maður- inn þá, hvernig væri að koma því upp, og var svarað að það væri ekki á verksviði lögreglu. Vildi maðurinn því koma fyrirspurn sinni áfram til þeirra sem hlut eiga að máli. hvernig fer. Minnist gullkistunnar sem ég benti ykkur á í síðustu grein minni í Alþýðublaðinu, er fyrr getur. Ef þið vitið ekki hvar gullkistuna er að finna, þá leitið mig uppi. Ég skal með mikilli ánægju benda ykkur á hana. Heimilis- læknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Ófært inn í húsið ffyrir sendibflum > ~ >*> .VíW-íÍ ; .' .

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.