Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 07.02.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979. Frá vigslu nýju stólalvftunnar I Bláfjöllum. OKURGJÖLD í BLÁFJÖLLUM Hvað hlustar þú helzt á I útvarpinu? Gunnar Grímsson, nemi: Lög unga fólksins, Á tíunda tímanuin og ýmsa músíkþætti. Spurning dagsins Gyða Jónsdóttir, nemi: Ég hlusta mest á kvöldin og þá hlusta ég yfirleitt á allt því að mér finnst útvarpið miklu betra en sjónvarpið. Ég hlusta líka töluvert um miðjan daginn eftir þvi sem ég hef tækifæri á frá vinnunni. Kristján Pétursson skrifar: Eins og kunnugt er var á sl. ári komið upp tveimur fullkomnum skiða- lyftum í Bláfjöllum og bílastæði stækkuð og endurbætt. Hér er um að ræða mjög lofsvert framtak og eiga allir viðkomandi aðilar miklar þakkir skilið. Óhætt er að fullyrða að umræddar framkvæmdir á skíða- svæðinu valda tímamótum í almennri skíðaiðkun hér á Suðvesturlandi og sennilega hefur fjármagni aldrei verið betur varið i þágu heilbrigðra tóm- stundaiðkana fyrir þúsundir manna. Hér má þó ekki láta staðar numið, enn fleiri fullkomnar skiðalyftur verða að koma til, þar sem árlega bætast við þúsundir manna, sem stunda þessa iþrótt. Því hefur stundum verið haldið fram, að engin framkvæmd sé of dýr, sem skapar almenna og heilbrigða líkamsrækt og stuðlar að sameiginleg- um áhugamálum fjölskyldu og ein- staklinga. Það er því mjög mikilvægt að viðkomandi ráðamenn Bláfjalla- svæðisins haft góða samvinnu sin á milli, bæði er tekur til framkvæmda og reksturs. Þröng eiginhagsmunasjónar- mið einstakra bæja — eða íþrótta- félaga — verða að víkja fyrir hags- munum almennings á þessum þýð- ingarmikla fólkvangi.Fegurð fjallanna og hið fagra og viðsýna útsýni ætti að verða forráðamönnum leiðarljós i þeim ásetningi. Ástæða fyrir því að ég nefni þröng eiginhagsmunasjónarmið í þessu sam- bandi eru þau, að nýverið skeði það að ekki náðist samkomulag viðkomandi aðila um lyftugjöld á skíðasvæðinu. Undanfarin ár hefur almenningur get- að keypt svonefnd dagkort á skaplegu verði, en nú hefur því verið skyndilega hætt og verður að greiða sérstaklega fyrir hverja ferð með lyftunum. Þessi breyting hefur það í för með sér að lyftugjöld hækka a.m.k. um helming eða meira fyrir þá, sem eru daglangt á skiðum. Hér er um alvarlega og jafn- framt hættulega þróun að ræða, sem verður að stöðva þegar I stað. Til að glöggva sig betur á þessu skal hér tilgreint dæmi. Hjón með tvö börn, sem myndu dvelja þarna á skíðum og notuðu einungis stólalyftuna í 5 til 6 klst, og færu 30 ferðir yrðu að greiða 14.400 kr. Ég teldi hins vegar eðlilegt að daggjöld væru 2000.00 fyrir fullorðna og 1000.00 kr. fyrir börn og unglinga að 16 ára aldri, en þá myndu hjón með tvö börn greiða 6000.00 kr. fyrir daginn í stað 14.400.00 kr. eins og nú er. Það verður að koma í veg fyrir slík okurgjöld með fljótvirkum hætti, þetta er fjölskylduíþrótt sem ber aðstyðja viðeftir fremsta megni. ^ugljóst er að fjármögnun til uppbyggingar þessa skíðalands verður að koma í ríkari mæli en hingað til frá þeim tíu kaupstöðum og kauptúnum hér suð-vestanlands. Ef Reykjavíkur- borg greiddi t.d. 80 millj. kr. árlega og hinir kaupstaðirnir og kauptúnin sömu upphæð mætti verja 160 millj. kr. á hverju ári til uppbyggingar á staðnum. Nauðsynlegt væri að gera þarna a.m.k. 10 ára framkvæmda- áætlun um mannvirkjagerð og jafn- framt að ganga frá skipulagsuppdrátt- um til langs tima, svo tryggð verði sem allra mest hagnýt afnot af svæðinu. Kvartað yfir lítilli og vondri mjólk í Bolungarvík „Getum við ekki skipt beint við Reykjavík?” Húsmóðir i Bolungarvik hringdi: Sagði hún það undarlegt að á þessum tímum sem sífellt er rætt um offramleiðslu mjólkur gætu Bolvíking- ar ekki fengið næga mjólk. Mjólk kæmi þangað 3svar I viku frá ísafirði, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á föstudögum væri það iðulegaþannigaðhverri fjölskyldu væri skammtaður einn lítri af mjólk til helg- arinnar. Mætti nærri geta að það dygði ekki fólki með stóran barnahóp. Annað atriði væri að mjólkin væri oft á tíðum vond. Isfirðingar fengju mjólk frá mjólkursamsölunni í Reykjavik en sendu sjálfir Bolvikingum og jafnvel Súgfiröingum líka sína eigin mjólk, það er að segja mjólk úr vestfirzkum kúm. Hvort sem það væri af því að þessi mjólk væri geymd of lengi á Ísafirði eða af því að hún væri illa verkuð væri mjólkin mjög fljót að súrna, fyrir nú utan að oft væri hún bragðvond áður en að því kæmi. Þessari mjólk væri líka það illa inn pakkað að oftast spryngi svo sem einn poki i töskunni áður en heim væri komið. Vildi nú húsmóðirin vita hvort Bolvíkingar gætu ekki fengið mjólk beint frá Reykjavík til þess að þurfa ekki að skipta meira við ísfirðinga i þeim efnum. v Húsmóóir i Bolungarvtk vill heldur mjólk frá Reykjavfk en Isafirói. Bréfritarí hvetur foreldra og kennara til að koma upp þeim metnaði 1 börnum að horfa ekki á Ijótar myndir í sjónvarpi. GLEYMUM EKKI EIGIN BÖRNUM Svanhildur hríngdi. Vildi hún koma því á framfæri varðandi barnaárið að það væri ekki eingöngu haldið fyrir böm úti i heimi. Við mættum ekki gleyma okkar eigin börnum. Þeim væru sýndar Ijótar myndir i sjónvarpinu og það væri skopast að þeim í skóla fyrir að horfa ekki á þær. Vildi Svanhildur koma því Raddir lesenda til kennara og foreldra að þeir kæmu upp þeim metnaði hjá börnunum að horfa ekki á þessar ljótu myndir. Þeim yrði sýnt fram á að þeim liði illa á eftir og ekki væri eftir neinu að sækjast. Sá uppgjafatónn sem uppalendur hefðu haft uppi um að ekki þýddi að banna börnurn að horfa á ákveðnar myndir væri ástæðulaus. Guðbjörg Magnúsdóttir, nemi: Ég hlusta yfirleitt á veðurfregnirnar og Óskalög sjómanna. Ég man ekki eftir fleiri þáttum i augnablikinu. Halldór Árnason, nemi: Ég hlusta á Áfanga og fréttimar. Annað hlusta ég' ekki á reglulega nema þá helzt jazzinn þegar boðið er upp á hann. Karl Lauritzson, nemi: Það cr helzt Áfangar og svo þegar boðið er upp á góðan jazz, þá hlusta ég á hann. Haukur Loftsson, 12 ára: Það heiz’ sem ég hlusta á eru Lög unga fólksins Á tíunda timanutn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.