Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 10
10 m@BIAÐW Iijál5itoháð dagblað Útgefandi: Daflblaöið hf. ' Framkvœmdastjóri: Svainn R. Eyjótfeson. Ritstjóri: Jónas Kristjénsson. Fréttastjóri: Jón Blrglr Pétursson. RitstjómarfuMtrúi: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri rttstjómar. Jóhannes ReykdaL iþróttir: HaUur Sfmonarson. Aðstoðarfréttastjórar Atíi Stalnarsson og Ómar Valdi- marsson. Mennlngarméi: Aöabtelnn Ingóffsson. Handrit: Ásgrimur Pélsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Slgurösson, Dóra Stefánsdóttír, Gissur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndlr Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður VUhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóðsson. « Skrtfstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorietfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dretfing- arstjóri: Már E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Slðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeUd, augtýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aðabimi bbösins er 27022 (10 linuri. Áskrift 2500 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 125 kr. eintakið. Sotning og umbrot Dagbbðið hf. Slðumúb 12. Mynda- og plötugerð: Hiimir hf. Sfðumúb 12. Pren|un: Árvakur hf. Sketfunni 10. Við sitjum eftir Starfsmenn Flugleiða, Loftleiða og /Jj Flugfélagsins eru aðilar að 40 stéttar- félögum og um 500 kauptaxtar eru not- aðir í þessari fyrirtækjasamsteypu. Þetta er grófasta dæmið um úrelt og dýrt skipulag verkalýðsfélaga, sem Bald- ^2 ur Guðlaugsson lögfræðingur fjallaði um í kjallaragrein í Dagblaðinu í fyrradag. Starfsmenn prentsmiðjunnar Odda eru í sex stéttar- félögum, sömuléiðis starfsmenn Hótel Sögu og starfs- menn Slippfélagsins á Akureyri eru í 11 stéttarfélögum. Mjólkursamsalan í Reykjavík notar 80 kauptaxta, Slippstöðin á Akureyri 85 og Sláturfélag Suðurlands not- ar nærr 350 kauptaxta. Ástand sem þetta ríkir hvergi í nágrannalöndunum, nema í Bretlandi. Enda eiga Bretar og íslendingar fleira sameiginlegt á þessu sviði, svo sem ófrið á vinnumarkaði og léleg lífskjör á vestræna vísu. í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Vestur-Þýzkalandi og nokkrum öðrum þróuðum ríkjum eru stéttarfélög byggð upp eftir atvinnugreinum, en ekki eftir sérgreinum eins og hér á landi. Til dæmis eru prentarar í Vestur-Þýzkalandi í sama verkalýðssambandi, hvort sem þeir eru blýsetjarar, blýbrotsmenn, offsetmenn, myndagerðarmenn eða bók- bindarar. í þessu sambandi er annað starfsfólk prent- smiðja, handlangarar og verkamenn, verzlunarmenn og skrifstofufólk. Sambandið fer með samningsréttinn fyrir allt þetta starfsfólk. Þar á ofan hefur það í samningum samflot með samtökum þess fólks, sem starfar að blaðamennsku og útgáfumálum. Þar í landi kemur allur grafiski iðnaðurinn fram sem einn aðili að vinnumarkaðinum. Verkalýðssambandið leysir sjálft innan sinna vébanda deilur um launastiga og staðsetningu einstakra hópa í launastiganum. Gagnvart atvinnurekendum er samningsmálið fyrst og fremst prósentuhækkunin sjálf. Hér á landi er samningsrétturinn hjá einstökum sér- félögum. í reynd vill koma upp samkeppni milli þeirra, sem leiðir til verðbólgu án þess að bæta hag launafólks í atvinnugreininni í heild. í þessu stríði hafa fjölmenn stéttarfélög tilhneigingu til að fara halloka í samanburði við fámenn sérfélög sem nota verkfallsréttinn eins og kverkatak. íslenzka kerfið er arfleifð frá tímum fámennra vinnustaða. Norræna og vestur-þýzka kerfið er hins veg- ar lagað að tíma fjölbreytts atvinnulífs og mikillar verka- skiptingar á hverjum vinnustað. Norræna og vestur-þýzka kerfið gerir samninga launa- fólks og atvinnurekenda einfaldari og auðveldari. Það hamlar gegn verðbólgu, stuðlar að vinnufriði og leiðir á þann hátt til betri lífskjara. íslenzká kerfið gerir samningana flókna og erfiða, stuðlar að verðbólgu og ófriði á vinnumarkaði og leiðir á þann hátt til lakari lífskjara en í löndum betur skipulagðs vinnumarkaðar. Niðurstaða kjallargreinar Baldurs Guðlaugssonar er rétt. Ekki verður séð, að ríkjandi skipan á íslandi sé í þágu nokkurs aðila, nema ef vera skyldi fámennra smá- hópa. Það þjónar ekki heildarhagsmunum verkalýðs- hreyfingarinnar. Það er merkilegt, að forustumönnum aðildarfélaga Alþýðusambands íslands skuli enn ekki hafa tekizt að læra af revnslu starfsbræðranna í nágrannalöndunum. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBROAR 1979. Verður blý úr bensíni til að skaða böm? —Thalidomid harmleikurinn aðeins barnaleikur í samanburði við spádóma vísindamanna Thalidomid harmleikurinn gæti orðið hreinn barnaleikur í samanburði við þær hættur sem næstu kynslóðir eiga yfir höfði sér vegna blýeitrunar frá bensíni. Þetta er álit visindamanna nú og það er hjartað sem er í hættu. Álitiö er að hætta sé á að hjarta fólks geti skaðazt svo af blýeitrun að það bíði þess aldrei bætur. Thalidomid var lyf eða róandi töflur sem meðal annars þungaðar konur neyttu með þeim sorglegu afleiðingum að afkvæmi þeirra fæddust vansköpuð á ýmsan hátt. Rannsóknir á Bretlandi hafa að sögn þegar sýnt fram á að gáfnastuðull sem áður var venjulegur hefur fallið nokkuð. Skýrði prófessor við Reading háskóla frá þessu á ráðstefnu í Auck- land á Nýja Sjálandi. Einnig kom fram á ráðstefnunni að þær takmarkanir sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur hingað til miðað við sem hámark blýs í umhverfinu væru engan veginn fullnægjandi vörn. Minni gáfur, ýmsar andlegar trufl- anir, talerfiðleikar og minni hæfileikar til náms. Allt eru þetta atriði sem fram koma sem fylgikvillar varanlegrar blý- eitrunar. Börnin eru talin sérstaklega næm fyrir blýi úr útblæstri bifreiða. Hinn brezki prófessor sem flutti skýrslu sina á ráðstefnunni á Nýja Sjá- landi telur að helmingur þeirra barna sem í stórborgum búa verði fyrir ein- hverjum ofangreindra áhrifa. Rannsökuð hafa verið eitt hundrað tuttugu og tvö börn úr brezkum stórborgum á aldrinum hálfs árs til fjórtán ára. Telja sérfræðingar sig hafa fundið ýmsar skemmdir sem valda ofangreindu hjá börnum, er ekki hafa haft nema þriðjung þess magns sem hingað til hefur verið talið skaðlaust og þá meðal annars af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Mörk hennar hafa hingað til verið 40 til 50 mikróarömm af blýi á hvern desilitr^" blóðs. Hingað til hefur til dæmis verið álitið að ekki væri hætt við örlitlum skemmdum á hjarta fólks nema blýmagnið komist upp i 50—60 mikrógrömm á hvern desilítra blóðs. Á ráðstefnunni skýrði brezki prófessorinn einnig frá því að börn gætu líka orðið fyrir skaða af því blýi sem komizt hefði í líkama móðurinnar fyrir og á meðan hún gengi með barnið. Hann taldi að I Ijós hefði komið svo mikil fylgni með blýmagni í blóði móðurinnar og námshæfni barna að I framtiðinni ætti það að verða eitt af frumprófunum við heil- brigðisrannsókn á þunguðum konum að kanna blýinnihald blóðs þeirra. ERUM VIÐ í FÉLAGI EÐA EKKI? Mikið hefur verið rætt og ritað um orkumál. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni hér í blaðinu að orku- verð til hvers konar almennra nota eigi að vera jafndýrt hvar sem er á landinu. Það er sjálfsagt hægt að pexa endalaust um þetta en pólitíkusar á suðvesturhorninu hafa reynt að troða þeirri vitleysu inn í kollinn á kjósend- um sínum að með samræmingu orku- verðs yrði gengið stórlega á hlut þeirra sem búa nú við hagkvæmar orkuveit- ur, s.s. Hitaveitu Reykjavíkur. Að sjálfsögðu myndi orkusala Hitaveit- unnar hækka eitthvað en það er ekki .aðalatriðið I þessu máli heldur hitt. Hvers konar þjóðfélag er það sem mis- munar þegnum sínum eftir því hvar finnst heitt vatn I jörðu og hvar ekki? Hér er á ferðinni megnasta óréttlæti. það er sent frá Isafirði til Hornafjarðar eða milli húsa i Reykjavík. Þetta er réttlæti í orðsins fyllstu merkingu. Ef þér dytti hins vegar í hug að hringja milli lsafjarðar og Horna- fjarðar þá er simataxti nákvæmlega tiu sinnum dýrari en að hringja milli húsa í Reykjavik eða milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Fyrr má nú rota en . . . Svona svínarí getur ekki viðgengist lengur. Hvar eru nú þingmenn dreifbýlisins? Eða Samband fsl. sveitarféjaga? Fjórðungssambönd sveitarfélaga? Hér með er skorað á þessa aðila að standa í stykki sinu. Rúsína hjá „Svörtu og hvítu” er svo sú að fyrir að tala i síma milli landshluta þarf að borga tíu sinnum „Svona svínarí getur ekki viðgengist lengur, — hvar eru þingmenn dreifbýlisins?" Það á að ríkja jafnrétti um svona án tillits til búsetu. Rúsínan I pylsuendanum á þessari vitleysu er sú að þar sem helmingi dýr- ari orka er keypt til sömu nota þá hirðir rikið tvisvar sinnum meiri sölu- skatt af þeim þegnanum sem borgar dýrari orkuna. Orkusala á bila og báta er sú eina sem vit er í þar sem sama verð er á bensini og gasoliu hvort sem það er keypt I miðbaenum eða úti I Grimsey. Svart og hvítt Þegar maður segir „Póstur og sími” þá gæti það alveg eins heitið „svart og hvítt” því gjaldskrá fyrir póstþjónustu og símaþjónustu er eins og svart og hvitt. Fyrir póstþjónustu borgar þú fast gjald fyrir að senda bréf hvort sem meiri söluskatt en fyrir að tala milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Gjaldeyrisbanki landshluta... Ef ofangreind dæmi eiga að við- gangast lengur þá er auðvitað ekkert annað að gera en halda áfram svona „uppstokkun” og „arðsemisút- reikningum”. Næst er þá að stofna gjaldeyrisbanka hvers landshluta, t.d. eftir kjördæmum. Hvert kjördæmi skal sjá sér sjálfu farborða með gjald- ■eyrisöflun. Þau kjördæmi sem engan veginn gætu þetta myndu geta fengið lánaðan gjaldeyri hjá þeim sem efni hefðu á þvi. 1 framkvæmd yrði þetta t.d. þannig að þegar stórkaupmaður Albert Guðmundsson ætlaði sér að Kjallarinn Kristinn Pétursson flytja inn heildsöluvörur fyrir um 50 milljónir þá sækti hann um gjaldeyris- leyfi hjá gjaldeyrisbanka Reykjavíkur. Væri sá banki tómur gengi umsóknin áfram í eitthvað annað kjördæmi sem siðan tæki ákvörðun ... Eftirþankar... Af því sem hér hefur verið skrifað má það vera ljóst að það er lítil sann- girni I því að landshlutar eins og t.d. Vestfirðir eða Austfirðir afli gjald- eyris i stórum stil handa öðrum til að eyða en íbúar og fyrirtæki sömu svæða borga svo margfalt meira fyrir að kynda hús sín eða tala í síma. Ráða- menn þessara mála ættu að hrista af sér slenið og kippa þessu í lag og það strax. Kristinn Pétursson Bakkafirði.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.