Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 15

Dagblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1979. Menningarverðlaun í hönnun Jónfna Guðnadóttir heimsótt „Þaö er allt of sjaldgæft aö maður fái verkefni af þessu tagi,” sagði Jónína Guðnadóttir leirkerasmiður þegar DB heimsótti hana í fyrradag til að skoða gripi þá sem hún er að hanna fyrir Menningarverðlaun blaðsins og á að afhenda síðar í mánuðinum. „Það er afar gaman og jafnframt krefjandi að vinna að þessu — og ánægjuleg til- breyting að leirkerasmiðir skuli fá að spreyta sig á svona hlutum. Verðlaun ýmiss konar hafa hingað til verið úr gulli eða silfri — eða öðrum málmum. Það er gott að fá tækifæri til að sýna hvað við í keramíkinni getum gert.” Jónína var önnum kafin við að leggja frumskreytinguna yfir skálar þær sem veittar verða sem viðurkenn- ingar DB og um leið skýrði hún frá því hvernig vinnan við þær hefði gengið fyrir sig. „Ég er búin að vera að spekúlera í þessu I tæpan mánuð. Sá timi fór að sjálfsögðu ekki allur í erfiðisvinnu, heldur einnig í að velta fyrir sér hugmyndum. Til þess að vera alveg örugg renndi ég 12 skálar, þótt ekki væri þörf fyrir nema fimm. Síðan fór ég að hugsa út frá skjaldarhug- myndinni, en afréð að fara yfir í breiðar skálar sem bæði mætti hengja á vegg og hafa á borði. Svo varð ég að gera ráð fyrir áletruðu spjaldi með nafni verðlaunahafa og þá datt mér í hug að hafa það kringlótt og úr kopar, alveg í miðjunni og spinna svo skreyt- inguna út frá þessari þungamiðju. Allir gripirnir verða með líku stefi sem ég vinn úrá mismunandi hátt. Þó verða þeir með svipuðum einkennum og margt það sem ég hef gert, — hvort sem það er plús eða minus ...” Jónina skýrði síðan út fyrir okkur hvernig vinnslunni á DB skálunum yrði fram haldið. Hún er með renni- bekk og leir í kjallaranum heima hjá sér í Hafnarfirði, en brennslan sjálf fer fram í afhýsi þar við hliðina þar sem Jónína og maður hennar hafa byggt mikinn ofn. Hún sagðist þurfa að skreyta gripina eitthvað i viðbót, en til þess notar hún ýmis jarðefni eins og hraun, járnoxýð og lágbrennslu leir- tegundir. Síðan tæki brennslan við og væri hún tímafrek. Bjóst hún viö að geta lokið við gripina eftir rúma viku. Við kvöddum síðan með virktum og fetuðum okkur fótfráir fram hjá list- munum af ýmsu tagi sem Jónína hefur gert gegnum árin. Jónina vinnur við skreytingu á einni skálinni úti i horni á vinnustofu sinni. Við brennsluofninn góða, en hann byggðu Jónina og maður hennar. „Hann notar rafmagn á við heilt ibúðahverfi.” OÐRUVISI A|>ýðuleikhúsið: VATNSBERARNIR eftir Herdbi Egilsdóttur. Leikstjóri: Þórtiildur Þorieffsdóttir. Leikmynd og búningar Þórunn Sigriður Sigurðardóttir. Það er ekkert smáræðis efni sem Herdis Egilsdóttir hefur undir i barna- leik sínum sem Alþýðuleikhúsið sýnir nú i Lindarbæ: hjúskapur, fjölskylda, uppeldi, afdrif afbrigðilegra barna í fjölskyldu og samfélagi sínu. Fólkið í leiknum, vatnsberarnir eru jurtakyns og búa í vermireit. Þar vaxa ekki börnin í maga mörnrnu heldur er sáð til þeirra i tunnur. Þrátt fyrir þessa kynlífshætti viðhelst óbreytt kjarna- fjölskylda í leiknum og gilda venjuleg siðalögmál borgaralegs fjölskyldulífs. Hvernig fer nú þegar fæðist alvanalegur strákur inn í þessa skrýtnu fjölskyldu? Það fer nú eins og sosum mátti kannski vænta: for- eldrarnir skilja ekki afkvæmi sitt og skammast sín fyrir það, systir hans svíkur hann, félagarnir útskúfa honum úr sinu samfélagi. Hann er öðruvísi. Strákur verður að finna út úr því sjálfur hver hann sé, leita sér að hlutverki við hæfi i hinum stóra heimi, og bjóðast þá ýmsir kostir. En fjöl- skylduböndin bregðast ekki þegar á reynir. Foreldrar og systir stráks sjá að sér, ieita hann uppi og heimta aftur til sín. Hann á vist að fá að vera öðruvisi. Og þá tekur hann aftur gleði sína því að heimaerbest. V r Leiklist L. Þessi samblendingur ævintýris og veruleika, jurtafræði og mannfélags- fræði fer furðuvel úr hendi á sýningu Alþýðuleikhússins. Frásagnarháttur- inn er augljóslega náskyldur barnasög- um Herdísar um Siggu og skessuna sem vel munu hafa gefist litlum börn- um. Þrátt fyrir augljósa kennslustefnu Ieiksins get ég ímyndað mér að lítil börn geti vel haft not af leiknum sem ævintýri og sjónleik. En af hverju þetta yfirskin yfir eiginlegt viðfangs- efni hans? Bæði efni leiksins og aðferð sýningarinnar finnst mér bjóða heim allt öðrum vinnubrögðum: af hverju ekki leika leikrit um raunveruleg börn, afbrigðileg eða ekki, og vandamál þeirra á heimili og I skóla? Einfaldur leiktexti, stílfærður leikmáti þessarar sýningar bendir beint í þá áttina sem ég líka hygg að komi heim við stefnu- mið Alþýðuleikhússins. Þá yrði kannski ekki völ hinna auð- veldu úrkosta, farsælu leiksloka sem hér voru viðhöfð. En það held ég sé til lofs bæði um leikritið og sýninguna að skammt að baki hennar þykist maður sjá grilla í alvöru-leikrit handa börn- um. Og það er að vísu meira en sagt verði um venjubundnar barnasýn- ingar leikhúsanna.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.