Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 — 51. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. ■ m SMYGLUÐ KJOTVARA FINNST í 6 VERZLUNUM Nokkurn magn af smygluðum kjötvörum fannst við leit, sem gerð var í nærri 30 matvöruverzlunum i Reykjavík og nágrenni í gær. Þá fannst talsvert magn af þessari vöru i ms. Laxfossi, þar sem leit var gerð eða 100 kg af skinku og 20 kg af spægipylsu. Viðurkenndi vélstjóri að vera eigandi skinkunnar, og báts- maður eigandi spægipylsunnar. Vegna gruns um að smygluð kjöt- vara væri á boðstólum í kjöt- verzlunum borgarinnar hófu starfs- menn Tollgæzlunnar umfangsmikla leit. Einkum var það skinka, beikon og spægipyls j sem fannst við leitina. Skinkan sem fannst í Laxfossi var falin i tanki. i \erzlunum fundust þessar vörur einkum í kæligeymslum og eitthvað i afgrciðsluborðum. Mest fannst í verzlun Sláturfélags Suðurlands í Glæsibæ. Var starfs- maður þar hafður í haldi einn dag meðan annað starfsfólk var yfir- heyrt. Upplýst er, að þessar gómsætu kjötvörur hafi verið fluttar til landsins með ýmsum hætti. Til dæmis fundust i Hlíðagrilli i Suðurveri 19.5 kg., ættuð af Kefla- víkurflugvelli. í Sláturfél. Suðurlands, fundust 68.5 kg, KRON við Dunhaga 37.5 kg, Selkjakjöri 24 kg, í Kostakaup Hafnarfirði rúmlega 10 kg og Brauðborg við Rauðarárstíg 8 kg. BS. Til óláta og mótmælaaðgerða dro við kinverska sendiráðið að Víðimel 29 i Reykjavík um miðnætti sl. nótt. Safn- aðist þangað hópur fólks, alls um 35 karlar og konur. Að sögn lögreglunnar var fólkið með hárreysti og læti. Fólkið bar logandi kyndla og rauðar veifur. Tilraun var gerð til þess að troða logandi kyndli inn um bréfalúgu, en sú tilraun mistókst. Var það kven- maður í hópnum, sem ítrekað reyndi að koma logandi kyndlinum inn í húsið. Virtist hún forsprakki hópsins. Það voru vegfarendur sem bæði kvöddu til lögreglu og stóðu siðan gegn hópnum við sendiráðið. Er lögreglan kom á staðinn voru aðgerðirnar að leysast upp. Mótmælahópurinn með rauðu veifurnar og kyndlana hélt i austur að Félagsstofnun stúdenta og þar leystist hópurinn upp. Starfsmenn sendiráðsins létu ekki á sér kræla og vildu helzt ekki við lögregluna tala. Engar skemmdir voru unnar á húsinu. -ASt. Frá og með deginum í dag, 1. marz, kostar Dagblaðið 150 krónur í lausasölu og 3000 krónur í mánaðaráskrrft. Skömmu eftir kl. níu í morgun Guðmund Magnússon, sem nýtur greiddu fyrstu menn atkvæði í stuðnings laga-, guðfræði- og prófkjöri vegna rektorskjörs í Há- viðskiptadeildar, Sigurjón Björns- skóla íslands. Prófkjör þetta mun son, sem hefur heimspekideildina að standa í allan dag og er undanfari baki sér og er auk þess vinsæll i rektorskjörsins, sem fer fram eftir röðum vinstri manna, og Sigmund rúman mánuð, eða þriðja apríl nk. Guðbjarnarson, sem sækir stuöning í Eftir heimildum, sem Dagblaðið verkfræði- og raunvísindadeild. telur áreiðanlegar stendur slagurinn í raun um þrjá prófessora, þá -HP/DB-mynd: Ragnar Th. Reynt að troða log- andi kyndli inn í sendiráð Kína Kvenmaður var forsprakki 35 manna óeirðahóps Sovét dregur úr olíusölu til V-Evrópu: ,fSnertirokkur ekki enn” — segir viðskipta- ráðherra á bls. 5 Viggótalinn meðalfimm beztuíB-keppn- inniáSpáni — hefur nó tilboð frá Barcelona — sjá íþróttir, bls. 14,15 og 16 Diskó! Diskó!! Diskó!!! Diskó!!!! — sjá bls. 19 Börn og unglingar settu mikinn svip á miðborgarlífið í gær, öskudag, eða „öskurdag” cins og hann var gjarnan nefndur í skólunum áður en hann varð frídagur. Fjöldi krakka var vægast sagt skrautlega búinn og hafði frammi saklausan leikaraskap. DB-mynd Hörður. Búiztvið hraun- gosi við Kröflu ___ - sjá bls. 23 Laxalónsmálið í rannsókn hjá Alþingi — sjá bls. 9 Vítamínfyrir sálina — viðtal við Þorgerði Ingólfsdóttur, sem hlaut Menningar- verðlaun DB fyrir tónlistábls. 17 A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.