Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979. hUömfeæp s/ JJJLJJi>JL_i!iJ4<A JiJ ii 1a j Sj íú yi‘.'J!i ii j^ 7 i!i ii J 'Jj‘jrn Þeirra eigin orð „Hinir skynsömu eru svo skynsamir aö eflirlála hinum heimskari stjórn málin,” segir bréfritari. heimskinginn, sem stjórnar eða skyn- sami maðurinn sem lætur stjórnast? Pólitíkin er forynja sem aldrei verður yfirbuguð, hún er einhvers konar finngálkn sem er ósigrandi skuggi mannkynsins. Það verður aldrei hægt að útiloka hana því að hún á sér dýpri rætur en nokkur fær með góðu móti skilið, hún býr í metnaði manna, drambi, hroka og eigingirni þeirra, einstaklingsvitund þeirra og allri skaphöfn. Hinir sjálfskipuðu postular hins pólitíska skipulags raða öllu niður í pallakerfi flokksins. Gamli flokks- maðurinn hlýtur náðargjöf hollust- unnar vegna ævilangrar tryggðar við línuna sem hann hefur einblínt á. Ungi framagosinn fær lítilsháttar uppdrif, nokkurs konar pólitískt kók og prins póló og lipurlega áminningu um að halda sig i röðinni og gæta hófs. Milli þessara tveggja andst.æðna. gamla, staðnaða flokksmannsins og unga framagosans er svo heill hópur sundurleitra sauða er allir stefna að því háleita marki að komast áfram, inn í veröld hinna stóru, þar sem orður þekja brjóst og titlar bráðna á tungum. Milli kosninga, þegar ef til vill mætti ætla að fólk fengi tima til að jafna sig á ósköpunum og gæti þar með farið að hugsa aftur, þá sjá fá- einir útvaldir til þess að vitfirringin viðhelzt. Þá er það starf þessara inn- vígðu meistara hinnar pólitísku reglu að trekkja upp glóruleysið í fólki með alls konar vélabrögðum og vitleysu. Menn eru útilokaðir frá embættum vegna pólitísks vanþroska, aðrir dregnir til hliðar þegar sólin fer að skína of mikið á þá, að áliti annarra. Einn er sviptur áhrifastöðu vegna óþægðar við máttarvöldin og annar gómar hnossið vegna þægðar við þau. Þannig er spilað á fólkið, það dregst inn i hræringarnar og smitast af þeim, það gengur út í gjörninga- veðrið án þess að gera sér grein fyrir ægimætti þess og eyðileggjandi áhrifum. Þannig er hin íslenzka pólitík, þannig orkar hún á þjóðina, fólkið sem á að ráða í krafti atkvæða sinna en er áttavillt og snýst í þokunni þar til einhver kemur með björgunarlinu, sem er þáeinhver flokkslinan. Framtíðin sker úr því hvort fólk vitkast í þessum málum en eitt er víst: við þessum fjanda dugar ekki að taka magnyl. Margur klæðist falskri flik, framavonin gerist rik. Hún er engu öðru lík íslenzk flokkapólitík. ,Hvet hvern og einn launamann til að mótmæla á þann hátt einnig ólög- um ríkisstjórnarinnar” — sagði Benedikt Davíðsson 28. febrúar HENEDIKT Davíðsson for maöur Sambands hyggingar- manna og Verkalýðsmálaráðs Alþýðuhandalagsins sagði í Djóðvilianum 28. íebrúar til að undirstrika kröfu ASÍ um „óskerta kjarasamninga" þar sem m.a. var að kjörorði hafti .Harátta fyrir réttum kaup- töxtum". „Við erum að verjast ólög- mætri árás oíí jírípum til neyðarréttar. Við gerum okkur Ijóst, að þessar aðgerðir eru ekki samkvæmt því sem skráð er í vinnulöKKjöfinni, en bendum á, að fleira eru lög en það sem skráð er og teljum okkur hafa allan siðferðislegan rétt til þess að mótmæla með þeim hætti sem við höfum boðað, og éfí hvet hvern og einn launámann til þess að mótmæla á þann hátt einnig ólögum ríkisstjórnarinn- ar.“ „Verulegur hluti verð- bóta.... verði greiddur með öðrum hætti en bein- um peningagreiðslum” — sagði Benedikt Davíðsson 11. nóvembei Henedikt Davíðsson segir í 1‘jóðviljanum 11. nóvember sl.i „Verkalýðshre.vfinfjin er sam- mála um, að það sé höfuð- nauðsyn að leysa þann vanda, spm nú hlasir við án hpss að verðbólfían aukist. Við teljur rétt að verulejtur hluti verðbót vefjna vísitölunnar, sem gild tekur 1. desember verði greiddu með öðrum hætti en beinur neninoai/rpiðslnm “ Nokkrir sjólfstœðismenn. Pistill um pólitík: hUn er engu ÖÐRULÍK Úr byggingariðnaðinum. Bréfritari óttast að þar stefni í atvinnuleysi og kennir um stefnu Alþýðubanda- lagsins. Grímur Kristjánsson skrifar: Stjórnmál hafa löngum þótt erfið viðureignar. Það mun varla leika á tveim tungum að svo sé og gildir það þá ekki hvað sízt um íslenzk stjórn- mál. Á þessu eylandi hér norður við yzta haf hefur pólitíkin grasserað um allar trissur og leikið dómgreind ágætra manna svo illa að jafnvel FRAMAR GÍTARMAGNARAR- SÚNGKERFI- Auglýsing merktan bás í völundarhúsi pólitikur- Hvert atkvæði er takmark i sjálfu sér og aðferðin til að ná þvi skiptir ekki máli. Við kosningar fá menn stimpil á sig, réttan eða rangan, allir verða að hafa einhvern lit því lit- leysi er ekki viðurkennt. Pólitískt hugsandi men skilja ekki að aðrir geta verið skoðanalausir i því sam- bandi. Það er óhugsandi, að þeirra mati að nokkur geti verið áhugalaus um pólitík. Skynsamir menn fá marg- ir skömm á pólitík og hrossakaupun- um i kringum hana. Þeir vilja ekkert með pólitíkina hafa og kasta henni frá sér. Þess vegna stjórna asnarnir öllu. Hinir skynsömu eru svo skyn- samir að eftirláta hinum heimskari stjórnmálin. Þeir beygja sig undir stjórn hinna heimsku. Hver er þá heimskari þegar allt kemur til alls: gamlir vinir þeirra hafa farið að efast um geðheilsu þeirra. Það er alveg sama hvert litið er, þegar pólitíkin er annars vegar, alls staðar veldur hún ómældum skaða. Hún hleður upp rafmögnuðu lofti milli nábúa, rýfur vináttutengsl og sundrar heilu fjöl- skyldunum í einni svipan. Það er eins og farsótt bruni þorp úr þorpi, skilj- andi eftir sig dauða og eyðileggingu. Á útkjálkastöðunum ber jafnvel meira á þessu en annars staðar, þar þekkja allir alla og þegar vágesturinn fer um þessi smásamfélög með full- um styrk, sem gerist jafnaðarlega fjórða hvert ár, þá urrar fólkið sig upp í allsherjar-vitfirringu. Gamlir kunningjar hætta að heilsast þegar þeir mætast á götu þeir ganga hver fram hjá öðrum, steinþegjandi með kergjulega andlitsdrætti, kreppta hnefana i buxnavösunum og níðangurslegar hugsanir í kollunum. Þessi allsherjar-vitfirring, sem nefnd er hér á undan er oftast skilgreind sem „kosningar”. Þáeru menn kosn- ir upp í ýmsar tröppur þjóðfélagsstig- ans, allt eftir kerfisbundnum pólitísk- um verðleikum. Þar er öllu skipað á sinn stað, eftir því hvar og hvernig það hangir á eða í flokkslínunni. Hvert kvikindi á sér Atvinnuleysi? Þjóöfélagsþegn skrifar: í sjónvarpsþætti fyrir ekki löngu, þar sem rætt var um stefnu núver- andi ríkisstjórnar, m.a. í skatta- málum, hlakkaði þekktasti og óvin- sælasti farfugl íslenzkra vinstri- manna, Ólafur Ragnar Grímsson, yfir því að með tilkomu hins nýja 2% byggingargjalds á allar nýbyggingar í atvinnurekstri væri meðal annars búið að koma í veg fyrir að tvö nafn- greind innflutningsfyrirtæki hæfu byggingu stórmarkaðar í verzlunar- þjónustu fyrir almenning. Það er al- kunna að rauðliðar sjá ávallt „alvar- lega rautt” þegar i hlut eiga aðilar á hinum frjálsa vinnumarkaði — einstaklingurinn sem reynir að standa á eigin fótum í þjóðlífinu. Allir slíkir Nýja vogin á Seyðisfirði: Hjá Hafsíld —ekki Síldarverk- smiðju ríkisins Kristján Baldvinsson hringdi vegna fréttar í Dagblaðinu um nýja vog á Seyðisfirði. Sagði hann að fréttin væri skrifuð eins og aðeins væri ein síldarverksmiðja á Seyðisfirði. Hið rétta væri að síldarverksmiðjurnar væru tvær og væri umrædd vog hjá Hafsíld en ekki hjá Síldarverksmiðju ríkisins. skulu keyrðir niður og útskúfaðir úr fyrirheitna landinu — Sovét-lslandi. En gleymdi ekki þessi óvinsælasti þingmaður þjóðarinnar (samkv. skoðanakönnun meðal þingmanna) að fleira fylgir á eftir þegar atvinnu- reksturinn er keyrður í fjötra með ný- framkvæmdir? — Gleymdi ekki þingmaðurinn að þegar byggingar- iðnaðurinn dregst saman vegna skatt- píningar verður ótölulegur fjöldi ým- issa iðnaðarmanna af atvinnu? Gleymdi ekki þingmaðurinn að fjöldi trésmiða, rafvirkja, múrara, pípulagningamanna og annarra iðn- aðarmanna, sem við húsbyggingar eiga sitt lifibrauð, verður af atvinnu vegna nýs vinstri-stjórnar skatts — 2% skatts á áætlaðan byggingar- kostnað hvers nýs atvinnufyrirtækis? Skiptir það þennan sjálfumglaða svo- kallaða „fulltrúa alþýðunnar” engu þótt fjöldi trésmiða og málara, já og reyndar fleiri iðnaðarmanna, skuli nú þegar vera kominn á atvinnuleysis- skrá? — Nei, Ólaf Ragnar og hans líka skiptir það litlu þótt alþýðan blæði — aðeins ef hægt er að klekkja á þeim sem enn hafa ekki viljað sætta sig við að úreltar kennisetningar þýzkra heimspekinga frá nítjándu öld eigi að vera það sem koma skal á ís- landi. Verði nú alvarlegt atvinnuleysi í byggingariðnaði vita menn hverjir þar eiga stærstan hlut að máli — skattakóngar vinstri stjórnarinnar með Alþýðubandalagið í forystu. Raddir jesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.