Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979. DB á ne ytendamarkaði Notið frekar heil- hveiti en hvíta hveitið ANNA BJARNASON. Einn af lesendum Neytendasíðunn- ar sendi okkur á dögunum mjög at- hyglisverða bandaríska bók, „The supermarket handbook”. Er þetta handbók fyrir neytendur og er þar að finna leiðbeiningar um hvað athuga beri þegar keypt er inn til heimilisins í stórmörkuðum. Að vísu er bókin sniðin fyrir bandaríska lesendur en þar er einnig að finna almennar leið- beiningar er geta komið íslenzkum neytendum að góðu gagni. Við fyrstu yfirsýn varð okkur einna starsýnast á. kaflann um mjölvöru. í kaflanum um hvíta hveitið segir m.a. að þótt hveiti hafi einu sinni átt skilið að skipa heiðurssess meðal fæðutegunda heimsins, þá sé sá tími löngu liðinn. í þeim meðförum, sem hveitið fær, tapar það öllum næring- arefnum sínum, gefur neytendum ekkert nema hitaeiningar og maga- fylli og getur m.a.s. í sumum tilfell- um verið beinlínis skaðlegt. Ráðlegt er talið að neyta heldur heilhveitis, sem hægt sé að nota í hvaða bakkelsi sem vera skal í stað hvíta hveitisins. Verður þá aðeins að framkvæma smávægilegar breytingar á uppskriftunum. — Einnig er bent á, ef fólk eigi erfitt með að skipta frá neyzlu á hviti hveiti og beint yfir i heilhveitið, að nota þá heilhveiti og óbleikjað hveiti til helminga. í handbókinni er ekki mælt með tilbúnu hveitidufti (mixi). Segir að næringargildi ýmissa blandna eins og t.d. pönnukönu- og skonsudufts sé nánast ekkert eftir meðferðina sem blandan hefur fengið. Hins vegar er gefin upp blanda á dufti sem hægt er að búa til sjálfur og geyma i ísskáp í allt að tvo mánuði. Bandarikjamenn eru sérlega mikið fyrir að hafa alla hluti sem þægileg- asta og eiga erfitt með að vera án köku-duftsins. 1 Bakaðúr heilhveiti í stað hvíta hveitisins Þegar bakað er úr heilhveiti í stað hvíta hveitisins verður baksturinn kannski ívið þyngri í sér en miklu bragðmeiri. Gott er að hafa eftirfar- andi í huga þegar breytt er yfir í heil- hveiti (úr hvitu hveiti): ★ Sigtið ekki heilhveitið, heldur hrærið lítillega í því áður en það er mælt eða vegið. ★ Notið 3/4 bolla af heilhveiti í staðinn fyrir hvern bolla af hvítu hveiti sem í uppskriftina fer. ★ Minnkið fitumagnið í uppskrift- um þar sem heilhveiti er notað um 1/3. Ef t.d. eiga að vera 3 skeiðar af olíu, notið þá aðeins 2. Unglingadeild AA FUNDIR ALLA FIMMTUDAGA KL. 9 AÐ TJARNARGÖTU 5B. AA-Samtökin. Djúpivogur Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Djúpavogi er Hjörtur Amar Hjartar- son, Kambi, sími 97—8886. IBLABIÐ 1X21X2 1X2 27. leikvika — Leikir 24. febr. 1974 Vinningsröð: 2 1 1—2 2 2—X 1 1—2 2 2 1. vinningur: 11 réttir — kr. 890.500.- 2133<IVIývatnssveit) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 34.700.- 2582 5078 6800+ 31879+ 35117 36994 4801 5607 31696 33866 36237 Kærufrestur er til 19. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Geírauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR—íþróttamiðstöðinni —REYKJAVÍK ★ Það getur verið nauðsynlegt að nota meiri vökva í heilhveitikökur, eina eða tvær matskeiðar í kökur og aðeins meira í brauð. * Hægt er að nota heilhveiti til þess að þykkja sósur alveg á sama hátt og ef um hvítt hveiti væri að ræða. „Köku-brauð-duft" Það er alveg sama vinnan hvort bú- ið er til mikið eða lítið kökuduft í einu og því er hentugt að búa til mikið í einu, því blönduna má geyma í luktu íláti á köldum stað í eina tvo mánuði. Enginn vandi er að auka uppskriftina eftir þörfum. 4 1/2 bolli heilhveiti 1 bolli undanrennuduft 3 matsk. lyftiduft 2 matsk. sykur 1/2 tsk. salt 3/4 bolii matarolia. Þessu er öllu blandað saman þang- að til olían er horfin. Ef ekki á að baka úr því strax er blandan látin í lukt ílát og geymd eins og áður segir. — Úr þessari blöndu má búa til ýmis- legt góðgæti með þvi að blanda hinum ýmsu hlutum út í. T.d. litlar skonsur eða smábrauð, sem borðuð eru með smjöri: Þá eru 3 bollar af „mixinu” mældir og 2/3 bolla af vatni hnoðað saman við. Látið mjöl- ið í skál og gerið holu í miðjuna og látið vatnið þar í. Hnoðið þar til deig- ið verður mjúkt og fletjið það síðan út frekar þykkt. Stungnar út smákök- ur sem bakast í 15—20 mín. við 200°C hita. Úr þessum skammti fengum við 15 kökur. Verð: Hráefnið í alla blönduna kostaði um 255 kr. Skonsurnar eru bakaðar úr helmingnum, eða fyrir um 128 kr. Úr þvi magni fengust 15 skonsur og kostar þá hvert stk. um 8,50 kr. Ýmislegt fleira er hægt að búa til úr blöndunni. Það kemur seinna. Vissara er að merkja baukinn með blöndunni með dagsetningu. A.Bj. Osta og smjorsalan selur aðeins sérpakkað smjör til Neskaupstaðar. Hins veg- ar er hægt að fá venjulegt gæðasmjör þar á mun lægra verði en i höfuðborginni! DB-mynd Ari. Útsalaá gæðasmjörí fyrir austan? Lesandi hringdi og vakti athygli á því að Kaupfélagið Fram í Nes- kaupstað auglýsti þessa dagana gæðasmjör í 5 kílóa pökkum á 800 krónur kílóið. Hjá Osta og smjörsölunni kostar kílóið hins vegar 984 krónur í heildsölu og 1150 krónur í búð. Við slógum því á þráðinn austur og fengum þær upplýsingar að þetta gæðasmjör er 1. flokks smjör, en vitanlega er allt 1. flokks smjör gæðasmjör. Verðmunurinn liggur hins vegar aðallega í því, að þetta gæðasmjör er framleitt í mjólkur- búinu í Neskaupstað og selt i 5 kílóa pakkningum, en þannig sparast pökkunarkostnaður. Hjá Osta og smjörsölunni fengum við einnig þær upplýsingar að hún selur aðeins sérpakkað, s.s. sérsaltað smjör til kaupfélagsins i Neskaupstað. RK. Bómullarföt geta hlaupið í þurrkara Húsmóðir og lesandi Neytenda- siðunnar hringdi og þakkaði fyrir birtingu á meðferðarmerkingu á fatnaði frá Iðnþróunarstofnun íslands. Hún sagðist hafa saknað úr staðlinum upplýsinga um hvort þurrka mætti flíkur í þurrkara eða ekki. Hún sagðist ennfremur hafa það fyrir reglu að kaupa jafnan nær- fatnað handa börnum sínum einu númeri of stóran, eftir að hafa rekið sig á að bómullarfatnaður getur hlaupið ef hann er þurrkaður í þurrkara. Við höfðum samband við Hörð Jónsson verkfræðing hjá Iðnþróunarstofnuninni. Kvað hann það rétt vera að þurrkun í þurrkara hefði ekki verið með í staðlinum. Þakkaði hann vin- samlega ábendingu og mun leggja til að þessu atriði verði bætt í staðalinn. Fiskpottur með grænmeti 400 g fiskflök, ný eða frosin 2— 3 gulrætur eða 100 g hvítkál 1—2 laukar 3— 4 kartöflur 25 g smjörliki salt, pipar 1/2 — 1 dl. vatn. Byrjið á því að smyrja eldfast mót eða pott og skerið síðan roðflett fiskflökin í fremur litla bita. Því næst er grænmetið hreinsað og skorið smátt. Síðan er fiskinum og grænmetinu raðað í pottinn og kryddað. Lá’tið síðan smjörlíkisbita og vatnið yfir. Þetta er síðan látið sjóða í lokuðu íláti við mjög vægan hitai 10—20mínútur. Þess þarf að gæta að potturinn eða mótið sé með þéttu loki. Með þessu er mjög gott að bera fram rúgbrauðssamlokur með kryddsmjöri. Áætlaður kostnaður við þessa mat- argerð er u.þ.b. 490 krónur, en uppskriftin er ætluð fyrir tvo. Mun því kostnaður verða um 245 krónur á mann. rk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.