Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979. 5 Sovét dregur úr olíusölu til Vestur-Evrópu: „Snertir okkur ekki enn” — segir viðskiptaráðherra ---------------------------- „Þetta sýnir vel hvað ástandið í olíumálunum er erfitt,” sagði Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, þegar DB bar undir hann frétt um að Sovétríkin ráðgerðu mjög verulegan samdrátt i olíuflutningi til Vestur- Evrópu. ,,Við höfum bundinn samning um oliukaup frá Sovétríkjunum,” sacði Svavar ,,og höfum engar tilkviimnc ar um að þessi stefna snertiokkui Við höfum því ekki leitað annað um olíukaup vegna hennar.” Ráðherra sagði að þeir samningar sem við gerðum nýlega við Portúgali um olíukaup væru sizt hagstæðari en þeir sem við hefðum við Sovétríkin. Aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna skýrði frá þvi í orkumálanefnd öldungadeilarinnar að allar horfur væru nú á því að Sovétríkin drægju verulega úr olíu- Butningi til Vestur-Evrópu og að nú þegar hefði verið stöðvuð sala til Sviþjóðar og Finnlands. Astæðuna fyrir þcssari stefnu kvað hann nieðal annars vcra stöðvun á jarðgasút- flutningi Irá íran. Vcstur-Evrópa kaupir 1.2 milljónir tunna af olíu daglcga frá Sovétríkjunum. -BS. Draumur Alla ríka að rætast — hætt við að fáir hafi tíma til að samgleðjast Jón Kjartansson var væntanlegur til Eskifjarðar á mánudagskvöld með fullfermi af loðnu og er þá Jón búinn að fá 8555 tonn. Með farmi Jóns næst hið langþráða takmark á Eskifirði, 50 þúsund lesta markið af loðnuafla, að sögn Aðalsteins Jónssonar fram- kvæmdastjóra. Það hefur lengi verið draumur hins mikla athafnamanns, Aðalsteins Jóns- sonar, að ná 50 þúsund lesta markinu i þrær fiskimjölsverksmiðjunnar. Ef ég þekki hann rétt heldur hann upp á þetta með veizlu, en-þá er hætt við að fáir geti tekið þátt i henni, þvi flestir eru uppteknir við vinnu. Regína/ASt. Vegur lagður út í Óseyrarnes: Á að reka á eftir brú yfir Ölf usárósa Fyrir stuttu hóf vinnuflokkur frá Vegagerðinni að gera 850 metra langan kafla af væntanlegum vegi frá Eyrarbakka út í Óseyrarnes, þar sem ráðgert er að brúa Ölfusárósa. Til þess- arar vegagerðar veitti sýslusjóður Árnessýslu 10 milljónir króna. Finnst sumum að nær hefði verið að nota þessa peninga til þess að halda áfram að gera varanlegan veg frá Selfossi og niður á ströndina heldur en að leggja þennan vegarspotta sem enginn komi til með að nota næstu árin. Aðrir segja að vegarlagniiigin verði til þess að reka á eftir því að hafizt verði handa við brúargerðina, en hún hefur verið til umræðu manna á meðal siðustu tuttugu árin. GAJ/MKH, Eyrarbakka. Óróaseggir ínágrenni Seyðisfjarðar mega nú vara sig: Fangelsi á hjólum við sveitaböliin Nú er lokið sérbyggingu nýs lögreglubils fyrir Seyðisfjörð og ná- grenni og mun þetta vera fyrsti sér- smiðaði billinn til þeirra starfa sem þangað hefur komið. Billinn er af Chevrolet gerð, yfir- byggður i Kópavogi og fjórhjóla- driftnn. Aftast í bílnum er sérstaklega smiðaður fangaklefi. Að sögn Arnar Sigurðssonar, fulltrúa bæjarfógeta, var billinn innréttaður þannig með tilliti til sveitadansleikja því ekki eru fanga- klefar í samkomuhúsunum. Hins vegar er fangelsi á Seyðis firði. Þá er billinn einnig innréttaður fyrir sjúkraflutninga ef með þarf og eru ýmis hjálpartæki, svo sem súrefnis- tæki, ávallt staðsett á lög- reglustöðinni. -GS. Krakkarnir á myndinni eru réttu megin við lögin og horfa hér aftur i fanga- klefann, aftast í bílnum. DB-mynd: R. Th. -■*•• -.«• - Þessar fallegu meyjar nulu frísins úr skólanum í miðborg Reykjavíkur í gær föt en venjulega og voru til i að sprella fyrir Ijósmyndarann. á öskudaginn. Þær höfðu farið í líflegri DB-mynd: Hörður. if1? JlnM MIm vmá-s Æ Wii % Einstæðgjöf hjóna íReykjavík: Gefa Siglu- fjarðarbæ 100 lista- verk eftir fjölda þekktra Íistamanna Hjónin Arngrímur Ingimundarson kaupmaður og Bergþóra Jóelsdóttir, kona hans hafa tilkynnt bæjar- stjóranum á Siglufirði þá ákvörðun sína að gefa Siglurfjarðarbæ úrval listaverka, sem þau háfa safnað á síðustu þremur áratugum. Þarna er um að ræða um 100 myndir, flestar þeirra oliumálverk og Hjonin Arngrimur Ingimundarson og Bergþora Joelsdottir innan um étiita 'ioa- verkanna sem þau gefa Siglufjarðarbæ. vatnslitamyndir, en auk þess klippimyndir og grafikmyndir eftir kunna innlenda og erlenda listamenn. Gefendurnir, sem eru til heimilis að Grettisgötu 2 a í Reykjavík, segjast vænta þess að listaverkasafnið geti orðið menningarlífi bæjarins lyftistöng og jafnframt verði með gjöfinni lagður grundvöllur að Listasafni Siglufjarðar. Fyrirhugað er að listaverkin verði afhent Siglfirðingum á næsta ári, en bæjarráð Siglufjarðar samþykkti í byrjun vikunnar að þiggja með þökkum þessa höfðinglegu gjöf. Er nú i athugun hvar heppilegast muni að koma listasafninu fyrir á Siglufirði, þannig að það geti orðið aðgengilegt l'yrir alla scm áhuga hafa áaðskoða það. (Frétt frá bæjarstjóra Siglufjarðar).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.