Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR I. MARZ 1979. 6 Víetnamar kalla heim herlið frá Kampútseu — og Laos til þess að berjast gegn Víetnamskar fjölskyldur á flótta frá bardagasvæðunum. Aleigan er á einum vagni. Kínverjum Stríð Kínverja og Víetnama hefur nú staðið í 13 daga. Vestrænar heim- ildir greina að á þessum tíma hafi Víetnamar orðið að kalla heim meira en 40 þúsund manna lið frá Kampút- seu og Laos til þess að verjast Kin- verjum. Sagt er að Vietnamar hafi kallað heim þrjár herdeildir frá Laos og aðr- ar þrjár frá Kampútseu, þar sem Viemamar hafa verið frá því að þeir felldu stjórn Pol Pots, sem Peking- stjórnin studdi. Víetnamar hafa ætíð neitað þvi að hafa herlið í Kampútseu og er það ein meginorsök innrásar Kínverja í Víet- nam. Kínverjar segjast hafa ráðizt á Víetnam til þess að kenna Víetnöm- um, vegna þess að þeir felldu stjórn Pol Pots. Pekingstjórnin hefur krafizt þess að Víetnam kalli allt herlið sitt heim frá Kampútseu, þar sem dvöl þess þar væri ógnun við heimsfriðinn. Stríð Kínverja og Vietnama býður hins vegar heim hættunni á aðstoð Sovétmanna við Víetnama, en Sovét- menn eru helztu bandamenn Viet- nama. Aðalbardagar Kínverja og Viet- nama eiga sér nú stað við bæinn Lang Son, en hann er í 85 km fjarlægð frá Hanoi. Mannfall hefur orðið mikið á báða bóga. Víetnamar hafa flutt þús- undir hermanna að til þess að verja bæinn, en talið er að Kínverjar séu með u.þ.b. 50 þúsund manna lið í baráttunni um bæinn. ✓ Skoðanakannanir á Skotlandi: NAUMUR MEIRIHLUTI VILL HEIMASTJÓRN — þjóðaratkvæði á Skotlandi og Wales í dag Skotar ákveða í dag hvort tekin verði upp heimastjórn á Skotlandi en verði svo, þýðir það verulega breytingu í brezkum stjómmálum. Þjóðernissinnar á Skotlandi vonast til þess að heimastjórnin verði sam- þykkt og Skotar komi sér upp eigin þingi, sem síðan myndi leiða til algers sjálfstæðis Skotlands frá „hinum forna fjanda” Englandi. Svipuð þjóðaratkvæðagreiðla verður einnig haldin í Wales. Skoðana- kannanir sýndu, að allar líkur cru á því að Walesbúar samþykki ekki tak- markaða heimastjóm. En undanfarnar þrjár vikur hafa skoðanakannanir í Skotlandi sýnt, að mjög naumur meiri- hluti sé fyrir heimastjórn á Skotlandi. Ikvöldkl. 20.30 UNO MYGGAN ERICSON: fyrirlestur og kvikmyndasýning um sænskar revíur. Norrœna húsið Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Dömur athugið! Barnanáttkjólarnir, sem eru í senn blússur og undirpils, komnir aftur. — BAÐHANDKLÆÐI Á KR. 1400.00. Síð undirpils, svört og hvít, einnig stutt pils á kr. 1600/- Túlípaninn _____ Ingólfsstræti 6 Starfsfólk óskast til gæzlu og meðferðar barna á upptöku- og vistheimili Reykjavíkurborgar að Dalbraut 12. Umsóknarfrestur er til 8. marz nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 31130. Uganda: ALUR BANDARIKJA- MENN FLUTTIR BURT Allur er varinn góður. Flestir lenda einhvern tímann í því að bíll þeirra bilar úli á vegi. Það þarf ekki annað en að springi á bílnum. Þar sem hratt er ekið, getur það verið hættulegt að bogra við hil sinn og þvi vissara að hinn bilaði bíll sjáist vel. Hagkvæm lausn á þessu cr að hafa rúllutjald í skottloki bifreiðanna. Það má draga það niður þegar skottið er opið og festa við stuðarann. Þá sést hinn bilaði bíll langt að. Bezt cr að hafa Ijós bak við tjaldið, þá sést bíllinn einnig vel eftir að rökkva tekur. Bandaríkjastjórn hefur hvatt alla Bandaríkjamenn i Uganda til þess að yfirgefa landið tafarlaust ef þeir geta. Samkvæmt heimildum frá Kenya segir að svæðið umhverfis Madak í Suður-Uganda sé fallið í hendur innrás- arliðsins frá Tanzaníu, þrátt fyrir full- yrðingar Idi Amins um hið gagnstæða. Julius Nyerera forseti Tanzaníu sagði i Dares saalamað höfuðmarkmið innrásarinnar væri að halda herjum Uganda frá landamærunum, en Uganda og Tanzanía hafa lengi átt i landamæraerjum. Einingarsamtök Afríkuríkja hafa sent sendinefndir til beggja ríkjanna til þess að reyna að fá stjórnvöld til þess að leggja niður vopn. llla horfir nú fyrir Idi Amin Uganda- forseta, ef Einingarsamtökum Afrikuríkja tekst ekki að koma á vopnahléi milli Uganda og Tanzaniu. Utvarpið í Uganda hefur þó neitað því að Amin sé flúinn úr landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.