Dagblaðið - 01.03.1979, Síða 17

Dagblaðið - 01.03.1979, Síða 17
DAGBLAÐIÐ Þóll Þorgerður Ingólfsdótlir sé kunnust fyrir stjóm sína á Hamrahliðarkórnum er starf hennar að tónlistarmálum niklu víðtækara. Hún kennir tónfræði og tónlistarsögu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar skipuleggur hún I vetur tvö meiriháttar námskeið erlendra tónlistarmanna. Á þvi fyrra var Gerad Souzay söngvari og á því seinna, nú í apríl, verður Willy Tráder kórstjórnandi frá Hannover. Ennfremur hefur hún skipulagt tvö sumarnámskeið í nýrri tónlist og það þriðja, sem verður í sumar. Þá verður nemendum erlendra tónlistarskóla i fyrsta sinn gefinn kostur á að verða þátttakendur. Kennari er heimsfrægur fiðluleikari, Paul Zukovsky, og virðast þessi námskeið vera vísir að þeim tónlistarháskóla í landinu sem marga dreymir um. Á vegum Sinfóníuhljómsveilar íslands hefur Þorgcrður serið úGkýrandi og kynnir á fjölskyldutónleikum.Árið 1974 var hún ein af átta ungum kórstjórnendum, sem boðið var að stjórna í l.incoln Center i New York. Og fyrir nokkrum dögum hringdi norska sjónvarpið til að biðja hana að syngja islenzk þjóðlög fyrir Norömenn — en óvíst er hvort hún getur gefið sér tima til að taka þvi boöi. „Þcgar maður hefur einu sinni fengið kórbakteriuna losnar maður aldrei við hana aftur,” segir Þor- gerður Ingólfsdóttir.Hún stóð sjálf varla út úr hnefa, þegar hún fór að syngja i kór. Nú hefur hún stjórnað menntaskólakórnum í Hamrahlíð í 12 ár og náð svo góðum árangri að hann hefur hlotið upptöku í heiðurs- samtök ungra kóra i Evrópu og er boðið að syngja á mikilli hátíð — Evrópa Canta — í Luzern i Sviss næsta sumar. Reyndar hefur kórinn sungið næstum árlega erlendis — lengst komizt til ísrael — og er rétt búinn að gefa út sína fyrstu — en varla seinustu — plötu. Þetta er góður árangur ekki sízt þegar þess er gætt, að árlega hverfa margir nemendur úr skólanum og þar með kórnum — og nýir og óvanir koma i staðinn. ,,Það er rétt eins og það væru klipptir allir fingurnir af hljóðfæra- leikara og hann þyrfti að biða þess að þeir yxu fram aftur,” segir Þor- gerður. Hún heldur áfram: ,,Krakkarnir koma á æfingar urn fimmleytið. Svöng, þreytt eftir að vera i skólanum frá því klukkan átta um morguninn, flest að deyja úr of mikilli eða of lítilli ást. Þau leggja frá sér skólatöskurnar, fara að baksa við að ná hreinum tón í einhverju litlu VÍTAMÍN FYRIR SÁLINA rætt við Þorgerði Ingólfsdóttur, sem hlaut Menningarverðlaun DB stað fyrr en allir hafa heyrt í okkur! Við skulum vona að þeir hafi eins gaman af því og við!" Að sjálfsögðu syngur kórinn við brautskráningu nentenda og Þorgerður hefur frá upphafi haft þann sið að fá eitthvcrt islenzkt tónskáld til að semja verk sérstaklega fyrir kórinn í hvert skipti. Fer það að verða dágott söngvasafn. Hún er einnig kunn að þvi að vclja fjölbreytta dagskrá. Á einum og sömu tónleikum geta verið vísur Vatnsenda-Rósu, amerískir negra- sálmar, spánskir madrigalar frá 16. öld og ný verk, t.d. eftir Þorkel Sigurbjörnsson eða Pál Pampichler. Eitt lag hefur kórinn þó tekið sér- stöku ástfóstri við, en það er „Vér lyftum hug í hæðir” eftir gamla Bach (þýtt af' Böðvari Guðmunds- syni). Og það eru hátiðlegar stundir, þegar gamlir kórfélagar i áheyrenda- hópi rísa upp og taka undir þetta lag á opinberum tónleikum. Margir af beztu raddntönnunum i reykvískum kórum ráku upp sitt fyrsta bofs undir stjórn Þorgerðar i Hamrahlíð — og byrjuðu þó sumir hálfnauðugir, sérstaklega fyrstu árin. Einn þeirra segir: ,,Það þurfti ntarga hesta til að tosa mér til þess að vera með, en nú þyrfti jarðýtur til að draga mig burt.” Viltu litla stúlku? Þorgerður er dóttir Ingólfs Guðbrandssonar, stjórnanda Póly- fónkórsins og hún á fjórar yngri systur, Rut, Vilborgu, Unni Maríu og Ingu Rós, sem allar spila forkunnar- vel á hljóðfæri. „En langmesti lista- maðurinn af okkur öllum er hún mamma mín,” segir Þorgerður. ,,Hún er bjargið sem allt hvílir á.” Foreldrar hennar skildu mcðan dæturnar voru ungar og eins og oft vill verða i slíkum tilvikum lcnti uppeldi dætranna mest á móðurinni, Ingu Þorgeirsdóttur. „Hún er uppalin á Skeiðunum, sem þá voru lengra frá Rcykjavik — og þar með möguleikum til músíknáms — heldur cn New York er i dag. En hún hefur lagt þeim mun harðara að sér til að við systurnar fengjum að læra. Ég byrjaði í tónlistarnámi hjá Róbert A. Ottóssyni, svo lítil, að hann leiknaði litlar ntýs i nóturnar til þcss að ég skildi þær betur. Árin liðu og ég lauk prófi frá Tónlistar- skólanum og seinna í tónvísindum frá háskólanum í lllinois. Og alltal vorunt við Róbert perluvinir. Þegar ég kom heirn frá námi og vissi ekki enn hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur vildi hann endilega að ég gerði eitthvað ,,alveg sérstakt”. Ég gleymi því ekki þegar hann tók upp sintann, hringdi i Guðmund Arnlaugsson, rektor i Hamrahlíð, og spurði: „Mundi þér ekki finnast gaman að fá litla stúlku til að gera eitthvaðskemmtilegt í skólanum?” Jú, það fannst Guðmundi og upp úr þvi fæddist kórinn, sem rektor hel'ur alla tíð síðan stutt með ráðum og dáð, öllum hugsanlegum ráðum og farið með i fiest söngferðalögin. Litla stúlkan reyndist vel, en eins og hún segir: „Mér finnst þetta bara svo ógurlega gaman sjálfri. Það er ólýsanleg tilfinning, sem fylgir þvi að syngja mörg saman — cins og allir renni saman i eina sál og krakkarnir eru alveg yndislegir, cn auðvitað er þetta feikileg vinna, sem leggst ofan á kennslu mína við Tónlistarskólann. Það má segja, að ég sé gift kórnum. Ef ég ætti mann, sem biði heima eftir inniskóm og kjötsúpu, þá gæti ég þetta aldrei.” -IHH. fyrir tónlist „Tökum þella aðeins aflur" — Þor- gerður hællir ekki fyrr en hver lónn er orðinn engil hreinn. lagi og þá cr eins og þú lyftist upp. Söngur er nefnilega eins og vitamín fyrir sálina.” Fyrsta bofsið Þessi kór lokar sig ekki inni í skólanum. Stundum fer hann syngjandi unt göturnar í höfuðborginni. Oft — og þó einkum fyrir jólin — syngja krakkarnir á Hrafnistu, Kleppi, Vífilsstöðum og öðrum líknarstofnunum í ná- grenninu. Og út á land hafa þau farið margar ferðir. „Þá syngjum við í frystihúsum, sláturhúsum, kirkjum og félagsheimilum,” segir stjóm- andinn. „Við förum ekki af neinum Inga Huld Hákonardótlir 17 N í aðalkórnum eru um fimmtiu nemendur. Þau voru mjög áhugasöm og vildu helzt ekki þurfa að gera hlé á æfingunni vegna heimsóknar Ijósmyndara DB-myndir Hörður, ■MP A m -v.«j \ . if1 . . • ||pH P&K |f| ?wl™M WWm n w 1 K J iiy ■ fímh f ■ g|jj 'ÆgjtiH t . MW- m 1 1 HpBwwl Ní -v W &£ ,Æ 'ft W****|| r Ik'rM I ifM sSStf 1 WmMls ' iÆf ■ ■Æ jmL J mk. '

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.