Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.03.1979, Qupperneq 2

Dagblaðið - 14.03.1979, Qupperneq 2
2 /■ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979. Hugsar enginn um aðstand- endur fómarlamba? Raddir lesenda Að gefnu tilefni Lesandi hringdi í tilefni umkvört- unar systur einnar stúlkunnar sem situr nú í gæzluvarðhaldi í Kaup- mannahöfn vegna meints eiturlyfja- smygls þar. Hún segir: „Ég veit að það er oft óafturkallanleg og sorgleg staðreynd að manns eigið skyldfólk skuli gera sig sekt um jafn hræðileg- an glæp sem það er að hagnast á sölu' eiturlyfja. Ég hitti fyrir fáeinum árum danskan lögreglumann sem vann að rannsóknum eiturlyfjamála þar. Hann sagði mér margar átakan- legar sögur um fórnarlömb eiturlyfj- anna. Því er mér nú spurn, hvenær er tekið tillit til aðstandenda þeirra fórnarlamba sem verða eiturlyfjum aðbráð? Til hvers er þá menntun- ar aflað? Hjúkrunarkona hringdi vegna greinar er birtist i Morgunblaðimi sunnudaginn 4. marz um Dag\istun fyrir fatlaða sem nú mun vera að hefjast hjá Sjálfsbjörg.Segist hún i meira lagi undrandi á því að Stein- unn Finnbogadóttir skuli hafa verið ráðin forstöðukona fyrir stofnun þessari. Bendir hún t.d. á þá hjúkrun arfræðinga sem nú þurfa að hafa há- skólapróf til þess að verða deildar- hjúkrunarkonur. Það er því algjör- lega óskiljanlegt hvernig þessi kona, sem ekki hefur einu sinni próf úr hjúkrunarskólanum getur tekið við stöðu forstöðukonu slíkrar stofnun- ar. Er ekki verið að ganga framhjá einhverjum hér? Hjálparsveitarmenn eru ávallt reiðubúnir til leitar og annarra hjálparstarfa þegar þcirra er þörf. V glæsikg Kilarkyuiií Getum boðið til afnota ný og glæsileg salarkynni fyrir hvers konar fundi og mannfagnaði, stóra og smáa. Erum staðsettir við Reykjanesbrautina í Hafnarfirði. Tengt salnum er stórt fullkomið eldhús, þar sem við getum framreitt Ijúffenga matarrétti við allra hæfi. Einnig útbúum við allskonar mat fyrir veislur eða smá- boð sem haldin eru annarsstaðar. Maturinn frá okkur svíkur engan — spyrjið þá sem reynt hafa. • . .. GAPi-mn V/REYKJ ANESBRAUT - SÍMI 54424 Látiö fara vel um ykkur í þægilegu umhverfi í nýjasta veitingahúsi Hafnarfjarðar. I Draga einhverjir atvinnurekendur laun af meðlimum hjálparsveita? Lesandi hringdi og og kvaðst gjarnan vilja vita hvort atvinnurek- endur almennt drægju frá launum meðlima hjálparsveita sem kallaðir væru út til leitar í vinnutíma. Dagblaðið hafði samband við Landssamband Hjálparsveita skáta og fékk þær upplýsingar að það væri í sárafáum tilvikum gert og að all- flestir atvinnurekendur veittu fúslega leyfi frá vinnu án þess að draga laun affólki. Það hefur löngum þótt afleitt að fá ekki að verja mannorð sitt Sveinn Sveinsson Sólvallagötu 3 skrifar: Ég sendi víðlesnu blaði fyrir nokkrum dögum nokkrar línur við- víkjandi ummælum Einars Jónss. um mig og skrif mín um nokkra strætisvagnabílstjóra á leið 6. Einar segist hafa beztu kynni af þeim og hef ég ekkert við það að athuga. Aðeins hef ég veitzt að bílstjórum þeim sem mér hefur fundizt ástæða til að finna að við. Utan þriggja persóna á þeirri leið sem ég hef dáð vegna prúð- mennsku eru tveir herrar og ein frú sem leyst hefur af á þeirri leið og leið 2. Hún vinnur starf sitt með mestu prýði. Á leið 1 tel ég alla vagnstjórana fyrsta flokks af allri prúðmennsku og bera nafn með réttu, númer 1. Einnig hef ég mætt prúðmennsku á leið 2 og 4. Jón Jónsson nr. 71 skrifaði Hka prýðisgrein fyrir nokkrum dögum og taldi mig hafa nokkuð til míns máls. Málflutningur hans var rökvís og benti hann mér á margt sem hef ekki tekið með í reikninginn. Honum færi ég þakkir minar. Hann benti á að okkur sem stundum strætisvagna- ferðir væri hentara að koma 1—2 minútum fyrr en lagt er af stað. Þar hefur hann rétt að mæla. En stundum getur staðið svo á hjá okkur að við erum á síðustu stundu vegna anna. Aftur á móti mótmæli ég harð- lega þeim málflutningi Einars Jóns- sonar að ég hefði tilhneigingu til að þrefa og skammast. Það þekkja bezt þeir sem þekkja mig. Hann (Einar) þekkir mig ekki neitt ogégekkihann og hef ég enga löngun til að þekkja hann. Þetta verða mín síðustu skrif um þessi mál. Anna Guðmundsdóttir Hagamel 27, n. 0333—2160, hringdi: Lesendabréf um heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði birtist í Þjóðviljanum 24. fyrri mánaðar og síðan að hluta í 'Dagblaðinu. Bréftð var undirritað af nafnnúmeri sem bendir á ákveðið heiti. Að gefnu tilefni vil ég taka fram, að grein þessi var ekki rituð af mér. Til athug- unar fyrir forsvars- menn... Ingólfur Pétursson skrifar: Ef þið getið ekki stjómað lands- fólki nú og fjármálum öllum innan 30% verðbólgu á ári næstu 3 árin, þá skammizt ykkar og hverfið frá póli- tísku kukli þegar í stað og komið ekki nærri slíkum málum næstu lOárin. Bankinn fyrir fólkið — eða fólkið fyrir bankann Lesandi hringdi og var mjög óánægður með þjónustu bankanna í hádeginu. Kvaðst hann einn daginn hafa æd- að að eyða matartíma sínum í að greiða gíróseðil. Bankinn sem næstur honum var var Verzlunarbankinn við Grensásveg. Hann reyndist vera lok- aður milli kl. 12 og 13. Næsti banki var Iðnaðarbankinn við Háaleitis- braut.Hann reyndist einnig lokaður á þeim tíma og sömu sögu var að segja um Samvinnubankann við Háaleitis- braut. Er augljóst mál að mjög baga- legt er að allir þessi bankar á svæðinu eru lokaðir á sama tíma. Ekkert póst- hús er heldur í Fossvogs- og Bú- staðahverfinu þannig að ibúar þess neyðast til þess að gera sér ferð niður í Pósthússtræti ef þeir þurfa að fara í pósthús. Að vísu skal bent á að opið er i Múlaú tibúi í hádeginu en sökum þess að hann er eini bankinn á stóru svæði sem opinn er á þessum tíma er yfir- leitt svo mikið að gera þar að of lang- an tíma tekur að fá afgreiðslu. Eru það vinsamleg tilmæli lesanda að úr þessu verði bætt hið bráðasta. (ítikíT) /æknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.