Dagblaðið - 14.03.1979, Síða 5

Dagblaðið - 14.03.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979. Dæmt í Grjótjötuns- málinu í gær: í Sakadómi Reykjavíkur var í gær kveðinn upp dómur í Grjótjötuns- málinu svonefnda. Knútur Bruun var dæmdur til að sæta fangelsi í 3 mán- uði og Þorfinnur Egilsson fangelsi í 5 mánuði. Báðir voru þeir dæmdir til að sæta sviptingu á málflutningsrétt- indum í 3 ár, Knútur fyrir héraðs- dómi og Hæstarétti og Þorfinnur fyrir héraðsdómi. Loks voru þeir dæmdir til að greiða málsvarnarlaun til skipaðra verjenda sinna, Jóhannesar L.L. Helgasonar hrl., sem var verjandi Knúts, og Jóns Finnssonar sem var verjandi Þorfinns. Var veittur tveggja vikna frestur til þess að taka ákvörðun um það hvort þeir áfrýja áðurgreindum dómi Saka- dóms Reykjavíkur sem Haraldur Henrýsson sakadómari dæmdi. Áðurgreindir tveir menn voru ikærðir í málinu. Var þeim gefinn að sök fjárdráttur eða umboðssvik með því að hafa í sambandi við kaup á sanddæluskipinu ms. Jörpeland, siðar ms. Grjótjötunn, í Noregi árið 1974 komizt yfir til eigin ráðstöfunar 3 og 5 mánaða fangelsi og sviptir réttindum / — auk þess dæmdir til greiðslu sakarkostnaðar norskar krónur 400.000.00, Þor- finnur norskar kr. 300.000.00 og Knúturkr. 100.000.00. Þorfinnur kom fram sem skipa- miðlari við kaupin. Knútur var stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri Sandskips hf. sem var kaup- andi skipsins. í ákæru var Knútur einnig ákærður fyrir ranga skýrslugjöf með því að hafa í umsóknum um heimild til eriendrar lántöku og um gjaldeyri staðhæft að kaupverð hafi verið norskar krónur 2,8 milljónir. í ákæru er talið að hið raunveru- lega kaupverð hafi verið 2,4 milljónir norskra króna. Var framburður Knúts lagður til grundvallar um að greiðslan á n.kr. 100 þús. hafi verið nokkurs konar lokaafsláttur til kaupanda. Hafi hann verið greiddur við afhendingu skipsins 9. okt. 1974 og verið notaður í þágu skipsins. Lagði hann fram reikninga fyrir rúmlega kr. 50 þús- undum vegna skipsins. Að því leyti sem hann stóð ekki skil á þessum 100 þúsundum norskra króna var hann talinn hafa gerzt sekur um fjárdrátt. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um ranga skýrslugjöf þar sem ekki var talið nægilega sannað að hann hefði við gerð kaupsamnings vitað um samn- inga við seljendur um greiðslur til ákærðu. Þorfmnur var talinn sekur um fjár- svik gagnvart kaupanda. Voru um- boðslaunin talin óeðlilega há miðað við kaupverð skipsins. Þau voru sem fyrr segir kr. 300 þús. norskar. Var talið að ráða mætti af gögnum máls- ins og framburðum að upphæð um- boðslauna hafi ráðið nokkru um það hvaða kaupverð var sett i kaupsamn- ing. Ákærða hafi hlotið að vera ljóst að hin háu umboðslaun yrðu að ein- hverju leyti á kostnað Sandskips hf. Þessu hafi hann leynt kaupanda í því skyni að hagnast sjálfur. Þrátt fyrir neitun Þorfinns var talið sannað að hann hefði samið um greiðsluna til Knúts og litið á hana sömu augum og umboðslaun sjálfum sér til handa. Var þetta brot talið varða við 248. gr. almennra hegningariaga þar sem segir að það sé refsivert að koma öðrum manni til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hug- mynd hans um einhver atvik og hafa þannig fé af honum. Þeir Þorfinnur og Knútur voru dæmdir til að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun til verj- enda sinna, kr. 250 þúsund til hvors. BS. VÍÐfl UNDIRSKRIFTASAFNANIR GEGN DRAGNÓTAVEIÐI í FAXAFLÓA Um 10.000 tonn skarkola vannytt arlega: — án vitundar um tillögur f iskif ræðinga Sveigjanlegur vinnutími? Vegna þingsályktunartillögu tveggja alþingismanna þess efnis að dragnóta- veiðar verði aftur leyfðar í Faxaflóa hafa víða farið í gang undirskriftasafn- anir gegn því. Er tillagan m.a. byggð á 3 ára rann- sóknum fiskifræðinga á skarkolastofn- inum (rauðsprettu) í flóanum. Hafa þeir leitt i Ijós að hann er vannýttur en verður ekki nýttur nema með dragnót (snurvoð). Þar sem dragnótaveiði og botn- vörpuveiði í flóanum hefur verið bönn- uð með lögum um árabil í kjölfar skefjalausrar rányrkju þarf lagabreyt- ingu til að leyfa skarkolaveiðar með dragnót. Hugmyndir Hafrannsóknastofnun- arinnar um þessar veiðar eru að leyfa fáum bátum að stunda þær undir ströngu eftirliti. Er slíkt talið auðvelt þar sem engir bátar hafa byggt afkomu sina á þessum veiðum um árabil. Auk þess eru engar hrygningarstöðvar á þeim blettum sem dragnótaveiðar eru mögulegar á. Þá er möskvastærð dragnótar nú 170 mm, eða 15 mm stærri en á botnvörp- um stærstu skuttogara. Það þýðir að smáfiskur syndir lítt hindraður út og inn um veiðarfærið. Loks má geta þeirrar niðurstöðu rannsóknanna að dragnótin rótar mun Jón Barðdal með undirskriftalistana. DB-mynd RagnarTh. minna upp botninum en áður var haldið. DB hefur rætt við nokkra undirskrif- endur gegn þessum veiðum og gætir þar alls staðar þekkingarskorts á mál- unum. Þ.á m. ræddi blaðið við Jón Barðdal sem er einn þeirra Reykvíkinga sem bætzt hafa í hóp forstöðumanna um undirskriftir. Hefur hann safnað nálega þúsund undirskriftum gegn veiðunum undir því fororði að opna flóann ekki fyrir dragnótaveiðum. Þar er ekki tilgreint með hverjum hætti þær eiga að framkvæmast né að með núverandi dragnót fæst enginn fiskur nema kolinn og einn og einn stórfiskur af öðrum tegundum. Játaði Jón að hafa ekki kynnt sér málið frá fiskifræðilegu sjónarmiði. En hann sagðist jafnframt vera þess fullviss að veiðarfærið yrði misnotað til veiða á öðrum fiski og þar með rányrkju. Hafi hann túlkað þá skoðun, sem gengur þvert á skoðun fiskifræðinga, við undirritara mótmælaskjalsins, án þess að það komi fram í yfirskrift skjalsins, er árangur hans og annarra skiljanlegur. Óbreytterskoðun fiskifræðinga þess efnis að um 10 þús. tonn skarkola séu vannýtt hér við land árlega og að beztu kolamiðin séu í Faxaflóa. -GS. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, Friðrik Sophusson og Ragnhildur Helgadóttir, lögðu í gær fram þings- ályktunartillögu um sveigjanlegan vinnutíma. Þar er skorað á ríkisstjórn- ina að láta kanna að hve miklu leyti sé hægt að koma við sveigjanlegum vinnutíma hjá starfsmönnum ríkisfyrir- tækja og ríkisstofnana og skuli slikri tilhögun komið á þar sem þyki henta. Þingmennirnir vitna í stefnuyfirlýs- ingu Sjálfstæðisflokksins um efnahags- mál þar sem segir: „Kaupmáttur á yinnustund verði aukinn með sveigjan- legum vinnutíma, starfshvatningu og hagræðingu.” Þeir vísa til að snemma á árinu 1974 hafi Skeljungur fyrst íslenzkra fyrir- tækja hafið tilraun með sveigjanlegan vinnutíma starfsfólks. Forráðamenn Skeljungs kynntust þessari tilhögun hjá Norsk Shell sem hafði beitt henni um hríð. Tilraun Skeljungs hlaut góðar viðtökurhjá starfsfólki. Í framhaldi af henni hafa fleiri íslenzk fyrirtæki tekið upp sveigjanlegan vinnutima, svo sem Olíuverzlun íslands, Flugleiðir, Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar og Skýrsluvélar ríkisins. -HH. HALLÓ, ÞIÐ ÞARNA! VUjið þið komast tH sólarlanda með Samvinnuferðum, eignast gott Ferguson iitsjónvarp eða viðlegubúnað. STÓR BINGÓ / Sigtúni fimmtudaginn 15. marzki. 20:30 Stórgiæsiiegir vinningar Ókeypis aðgangur AHir veikomnir ATH. Spiiað verður um 18 stórvinninge ásamt fjöida aukavinninga. F.U.F. í Reykjavík.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.